Að vera með stjórnmálamenn í vasanum Gísli Rafn Ólafsson skrifar 14. júlí 2022 19:00 Það getur verið gott að vera með stjórnmálamenn og flokka í vasanum þegar kemur að því að arðræna sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. Þannig er hægt að tryggja að reglur um hámarkseign kvóta séu þannig útfærðar að það sé ekkert mál að fara framhjá þeim. Þannig er líka hægt að tryggja það að það gjald sem greitt er fyrir auðlindina sé svo lágt að það standi ekki einu sinni undir eftirliti með veiðunum. En kannski er það mikilvægasta að með því að hafa stjórnmálamenn og flokka í vasanum þá getur þú stýrt umræðunni um aðgang að auðlindinni. Þannig hafa ráðherrar og stjórnarþingmenn til dæmis tryggt að mest öll umræðan er um litlu aðilana sem stunda fiskveiðar. Þannig er endalaust verið að skerða rétt þeirra sem stunda strandveiðar, einu veiðarnar sem eru byggðavænar og hafa einnig mun minni áhrif á umhverfið. Þetta er alls ekki óþekkt aðferð sem kemur úr smiðju stóriðjunnar, en þeim hefur tekist að láta alla umræðu um umhverfismál snúast um hvað almenningur þurfi að gera á meðan 80% útblásturs kemur í raun frá stóriðjunni og þannig fáum við að heyra matvælaráðherra tala um þörf á breytingum á stjórnun strandveiða, sem í raun tengjast aðeins örlitlu broti af þeim afla sem veiddur er í lögsögu Íslands. Matvælaráðherra vill hverfa aftur til þess kerfis þegar kvótinn var bundinn við svæði, algjörlega óháð því hvernig fiskurinn dreifist í kringum landið á mismunandi hátt með breytingum á hitastigi í hafinu. Svo reynir ráðherra að friðþægja sjómennina með því að hækka kvótann örlítið. Því miður er nokkuð augljóst að ekkert af því sem verið er að gera tryggir strandveiðibátum 48 daga á sjó eins og miða átti við. Á sama tíma er um þriðjungur kvótans á Íslandi kominn í hendur örfárra aðila og ráðherrar sjá engar ástæður til þess að taka á því og leyfa stjórnendum þessara fyrirtækja að fela sig bak við það að þar sem félögin séu skráð á markað, þá séu í raun þúsundir eigenda, en sannleikurinn er sá að þegar eignarhlutur fólks í þessum fyrirtækjum er skoðaður, þá eru það innan við 20 aðilar á Íslandi ráða í raun yfir 80% kvótans. Það er hins vegar auðvelt að sjá af hverju ríkisstjórnarflokkarnir eru í vasanum á útgerðinni. Þegar skoðaðir eru ársreikningar flokkanna, en þeir eru aðgengilegir á vef Ríkisendurskoðunnar, þá má sjá að undanfarinn áratug þá hafa þessir þrír flokkar og frambjóðendur þeirra verið vel styrktir af þessum aðilum. Það er því ekkert skrýtið að þessir flokkar ruggi ekki bátnum hjá stóru útgerðunum en sé endalaust að reyna að sökkva strandveiðibátum. Ef að ætlunin er að tryggja dreifða byggð í landinu og sanngjarnan aðgang að auðlindum hafsins, þá þarf að tryggja 48 daga á hvern strandveiðibát, óháð því hvar hann er staðsettur á landinu, setja alvöru reglur um dreift eignarhald á kvóta og að rukka sanngjarnt auðlindagjald af þeim sem halda utan um kvótann. Það að við skattgreiðendur borgum með eftirliti með auðlindinni á sama tíma og örfáir einstaklingar moka inn milljarða í arð á hverju ári er óásættanlegt í öllum lýðræðislegum þjóðfélögum. Höfundur er þingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Alþingi Gísli Rafn Ólafsson Píratar Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það getur verið gott að vera með stjórnmálamenn og flokka í vasanum þegar kemur að því að arðræna sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. Þannig er hægt að tryggja að reglur um hámarkseign kvóta séu þannig útfærðar að það sé ekkert mál að fara framhjá þeim. Þannig er líka hægt að tryggja það að það gjald sem greitt er fyrir auðlindina sé svo lágt að það standi ekki einu sinni undir eftirliti með veiðunum. En kannski er það mikilvægasta að með því að hafa stjórnmálamenn og flokka í vasanum þá getur þú stýrt umræðunni um aðgang að auðlindinni. Þannig hafa ráðherrar og stjórnarþingmenn til dæmis tryggt að mest öll umræðan er um litlu aðilana sem stunda fiskveiðar. Þannig er endalaust verið að skerða rétt þeirra sem stunda strandveiðar, einu veiðarnar sem eru byggðavænar og hafa einnig mun minni áhrif á umhverfið. Þetta er alls ekki óþekkt aðferð sem kemur úr smiðju stóriðjunnar, en þeim hefur tekist að láta alla umræðu um umhverfismál snúast um hvað almenningur þurfi að gera á meðan 80% útblásturs kemur í raun frá stóriðjunni og þannig fáum við að heyra matvælaráðherra tala um þörf á breytingum á stjórnun strandveiða, sem í raun tengjast aðeins örlitlu broti af þeim afla sem veiddur er í lögsögu Íslands. Matvælaráðherra vill hverfa aftur til þess kerfis þegar kvótinn var bundinn við svæði, algjörlega óháð því hvernig fiskurinn dreifist í kringum landið á mismunandi hátt með breytingum á hitastigi í hafinu. Svo reynir ráðherra að friðþægja sjómennina með því að hækka kvótann örlítið. Því miður er nokkuð augljóst að ekkert af því sem verið er að gera tryggir strandveiðibátum 48 daga á sjó eins og miða átti við. Á sama tíma er um þriðjungur kvótans á Íslandi kominn í hendur örfárra aðila og ráðherrar sjá engar ástæður til þess að taka á því og leyfa stjórnendum þessara fyrirtækja að fela sig bak við það að þar sem félögin séu skráð á markað, þá séu í raun þúsundir eigenda, en sannleikurinn er sá að þegar eignarhlutur fólks í þessum fyrirtækjum er skoðaður, þá eru það innan við 20 aðilar á Íslandi ráða í raun yfir 80% kvótans. Það er hins vegar auðvelt að sjá af hverju ríkisstjórnarflokkarnir eru í vasanum á útgerðinni. Þegar skoðaðir eru ársreikningar flokkanna, en þeir eru aðgengilegir á vef Ríkisendurskoðunnar, þá má sjá að undanfarinn áratug þá hafa þessir þrír flokkar og frambjóðendur þeirra verið vel styrktir af þessum aðilum. Það er því ekkert skrýtið að þessir flokkar ruggi ekki bátnum hjá stóru útgerðunum en sé endalaust að reyna að sökkva strandveiðibátum. Ef að ætlunin er að tryggja dreifða byggð í landinu og sanngjarnan aðgang að auðlindum hafsins, þá þarf að tryggja 48 daga á hvern strandveiðibát, óháð því hvar hann er staðsettur á landinu, setja alvöru reglur um dreift eignarhald á kvóta og að rukka sanngjarnt auðlindagjald af þeim sem halda utan um kvótann. Það að við skattgreiðendur borgum með eftirliti með auðlindinni á sama tíma og örfáir einstaklingar moka inn milljarða í arð á hverju ári er óásættanlegt í öllum lýðræðislegum þjóðfélögum. Höfundur er þingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun