Er undanþegin fjölda laga bæði sem drottning og sem Elísabet Windsor Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. júlí 2022 12:49 Samkvæmt umdeildum lögum má drottningin, eða fulltrúar hennar, krefjast þess að fá afrit af frumvörpum áður en þau eru lögð fyrir þingið. Þetta hefur margoft verið nýtt. Getty/Jane Barlow Persónulegar undanþágur fyrir Elísabetu Bretadrottingu hafa verið ritaðar í meira en 160 lög frá 1967 en lögin varða allt milli himins og jarðar, meðal annars dýravelferð og réttindi starfsmanna. Drottningin nýtur ákveðinnar friðhelgi sem slík en samkvæmt umfjöllun Guardian er hinn almenni borgari Elísabet Windsor einnig undanþegin fjölda laga. Undanþágurnar ná bæði til hennar sem persónu og einnig félaga og eigna sem hún á. Samkvæmt lögum á Bretlandseyjum er Elísabet bæði opinber og prívat persóna, það er að segja; sem Elísabet II Bretadrottning er hún þjóðhöfðingi og á sögulegar eignir á borð við Buckinghamhöll og listasafn konungríkisins, sem ekki er hægt að selja. Hún getur hins vegar sem Elísabet Windsor keypt og selt eignir og fjárfest, líkt og aðrir almennir borgarar. Þá á hún, eða fjölskylda hennar, í raun eignir sem eru oft tengdar við konungsríkið, til að mynda jarðirnar Balmoral og Sandringham. Guardian segir fulltrúa stjórnvalda og Buckinghamhallar hafa neitað að svara spurningum um það hvers vegna og hvernig Elísabet varð undanþegin jafn mörgum lögum og raun ber vitni. Þessar undanþágur munu í flestum tilvikum erfast til sonar hennar Karls, þegar hann tekur við krúnunni. Umdeildustu undaþágurnar sem drottningin nýtur varða lög sem eiga að tryggja réttindi starfsmanna en starfsmenn drottningarinnar geta til að mynda ekki, lögum samkvæmt, sótt mál vegna kynferðisbrota eða mismununar. Þá er drottningin einnig undanþegin lögum um vinnuöryggi. Elísabet er sömuleiðis undanþegin lögum um náttúruvernd og velferð dýra, sem þykir skjóta skökku við þar sem konungsfjölskyldan hefur verið ötull talsmaður umhverfisverndar. Samkvæmt umfjöllun Guardian virðist sem undanþágunum hafi víða verið laumað inn en á furðulegustu stöðum; drottningin er til að mynda undaþegin banni gegn notkun kjarnorkuvopna. Bretland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Drottningin nýtur ákveðinnar friðhelgi sem slík en samkvæmt umfjöllun Guardian er hinn almenni borgari Elísabet Windsor einnig undanþegin fjölda laga. Undanþágurnar ná bæði til hennar sem persónu og einnig félaga og eigna sem hún á. Samkvæmt lögum á Bretlandseyjum er Elísabet bæði opinber og prívat persóna, það er að segja; sem Elísabet II Bretadrottning er hún þjóðhöfðingi og á sögulegar eignir á borð við Buckinghamhöll og listasafn konungríkisins, sem ekki er hægt að selja. Hún getur hins vegar sem Elísabet Windsor keypt og selt eignir og fjárfest, líkt og aðrir almennir borgarar. Þá á hún, eða fjölskylda hennar, í raun eignir sem eru oft tengdar við konungsríkið, til að mynda jarðirnar Balmoral og Sandringham. Guardian segir fulltrúa stjórnvalda og Buckinghamhallar hafa neitað að svara spurningum um það hvers vegna og hvernig Elísabet varð undanþegin jafn mörgum lögum og raun ber vitni. Þessar undanþágur munu í flestum tilvikum erfast til sonar hennar Karls, þegar hann tekur við krúnunni. Umdeildustu undaþágurnar sem drottningin nýtur varða lög sem eiga að tryggja réttindi starfsmanna en starfsmenn drottningarinnar geta til að mynda ekki, lögum samkvæmt, sótt mál vegna kynferðisbrota eða mismununar. Þá er drottningin einnig undanþegin lögum um vinnuöryggi. Elísabet er sömuleiðis undanþegin lögum um náttúruvernd og velferð dýra, sem þykir skjóta skökku við þar sem konungsfjölskyldan hefur verið ötull talsmaður umhverfisverndar. Samkvæmt umfjöllun Guardian virðist sem undanþágunum hafi víða verið laumað inn en á furðulegustu stöðum; drottningin er til að mynda undaþegin banni gegn notkun kjarnorkuvopna.
Bretland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira