Staðan gæti breyst í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í dag Heimir Már Pétursson skrifar 14. júlí 2022 11:45 Það skýrist endanlega hinn 5. september hver tekur við leiðtogaembættinu í Íhaldsflokknum og þar með forsætisráðherrastólnum. AP/Andy Bailey Sérfræðingur um málefni breska Íhaldsflokksins segir vel geta gerst að einhverjir þeirra sem komast áfram í annarri umferð í leiðtogakjöri flokksins í dag dragi sig í hlé og lýsi yfir stuðningi við einhvern þeirra efstu. Sama hver niðurstaðan verði að lokum megi ekki búast við stefnubreytingu í helstu málum flokksins. Önnur umferð í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi fer fram í dag og ættu úrslit að liggja fyrir um klukkan tvö. Sex frambjóðendur berjast nú um leiðtogaembættið og um leið forsætisráðherrastólinn eftir fyrstu umferð í gær. Þar hlaut Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra 88 atkvæði þingmanna Íhaldsflokksins og Penny Mordaunt utanríkisviðskiptaráðherra varð önnur með 67 atkvæði. Hún er almennt talin eiga mestan stuðning meðal almennra flokksmanna sem að lokum greiða atkvæði um þá tvo frambjóðendur sem eftir standa að loknum kosningum þingmanna. Andrés Magnússon blaðamaður þekkir vel til innan breska Íhaldsflokksins.Mynd/FB síða Andrésar Magnússonar Andrés Magnússon blaðamaður á Morgunblaðinu bjó lengi íBretlandi og þekkir vel til innan Íhaldsflokksins. Hann segir stöðuna hæglega geta breyst í annarri umferðinni í dag þótt Sunak og Mordaunt hafi verið efst í gær. „Þá er samt sem áður nóg eftir af atkvæðum sem þurfa að ákveða sig upp á nýtt. Og þá er spurningin þessi, hvað verður um Sunak, er hann að fá ný atkvæði,“ segir Andrés. Þar segi margir að Penny Mordaunt eigi meiri möguleika. Þá eigi Liz Truss utanríkisráðherra sem varð í þriðja sætinu í gær enn möguleika á að komast í toppbaráttuna. „Nær Liz Truss að sannfæra einhvern með tali sínu um skattalækkanir og svo framvegis. Það er vel mögulegt. Hún er ekki illa liðin í flokknum. Það má alveg eins spyrja fyrir Penny Mordaunt sem hefur verið rísandi í þessu kapphlaupi núna. Hún hefur fengið á sig árásir í morgun fyrir að valda ekki starfinu og hafa ekki staðið sig nógu vel sem ráðherra frá fyrrverandi samstarfsmönnum,“ segir Andrés. Það geti hugsast eftir niðurstöður annarrar umferðar í dag aðeinhverjir sem gætu haldið baráttunni áfram dragi sig engu að síður í hlé og lýsi yfir stuðningi við einhverja í efstu sætunum. Hins vegar væri ólíklegt að einhver stefnubreyting verði í meginmálum, hver sem nái kjöri að lokum. Enda hafi Boris Johnson unnið mikinn kosningasigur með núverandi kosningastefnu flokksins. „Það hefur enginn sem tekur við núna pólitískt umboð til að vera meðeinhverja stórkostlega stefnumörkun. Sigurvegarinn þarf bara að halda við kosningastefnu flokksins. Þannig að nei, það er ekki mikið að fara aðbreytast hvað stefnuna varðar,“ segir Andrés Magnússon. Þegar aðeins tveir frambjóðendur eru eftir fer fram póstkosning meðal flokksmanna. Eftir að niðurstöður hennar liggja fyrir verður nýr leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra kynntur hinn 5. september. Bretland Tengdar fréttir Mordaunt talin sigurstranglegust í annarri umferð Íhaldsmanna Önnur umferð í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi fer fram í dag og ættu úrslit að liggja fyrir um klukkan tvö í dag. Sex frambjóðendur berjast nú um leiðtogaembættið og um leið forsætisráðherrastólinn eftir fyrstu umferð í gær. 14. júlí 2022 08:15 Róstursamt á breska þinginu og þingmönnum hent út Róstursamt var á breska þinginu í dag og hart sótt að fráfarandi forsætisráðherra. Þingforseti lét henda tveimur þingmönnum skorska aðskilnaðarflokksins Alba út úr þingsalnum. Sex eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins eftir fyrstu umferð í dag. 13. júlí 2022 19:21 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Önnur umferð í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi fer fram í dag og ættu úrslit að liggja fyrir um klukkan tvö. Sex frambjóðendur berjast nú um leiðtogaembættið og um leið forsætisráðherrastólinn eftir fyrstu umferð í gær. Þar hlaut Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra 88 atkvæði þingmanna Íhaldsflokksins og Penny Mordaunt utanríkisviðskiptaráðherra varð önnur með 67 atkvæði. Hún er almennt talin eiga mestan stuðning meðal almennra flokksmanna sem að lokum greiða atkvæði um þá tvo frambjóðendur sem eftir standa að loknum kosningum þingmanna. Andrés Magnússon blaðamaður þekkir vel til innan breska Íhaldsflokksins.Mynd/FB síða Andrésar Magnússonar Andrés Magnússon blaðamaður á Morgunblaðinu bjó lengi íBretlandi og þekkir vel til innan Íhaldsflokksins. Hann segir stöðuna hæglega geta breyst í annarri umferðinni í dag þótt Sunak og Mordaunt hafi verið efst í gær. „Þá er samt sem áður nóg eftir af atkvæðum sem þurfa að ákveða sig upp á nýtt. Og þá er spurningin þessi, hvað verður um Sunak, er hann að fá ný atkvæði,“ segir Andrés. Þar segi margir að Penny Mordaunt eigi meiri möguleika. Þá eigi Liz Truss utanríkisráðherra sem varð í þriðja sætinu í gær enn möguleika á að komast í toppbaráttuna. „Nær Liz Truss að sannfæra einhvern með tali sínu um skattalækkanir og svo framvegis. Það er vel mögulegt. Hún er ekki illa liðin í flokknum. Það má alveg eins spyrja fyrir Penny Mordaunt sem hefur verið rísandi í þessu kapphlaupi núna. Hún hefur fengið á sig árásir í morgun fyrir að valda ekki starfinu og hafa ekki staðið sig nógu vel sem ráðherra frá fyrrverandi samstarfsmönnum,“ segir Andrés. Það geti hugsast eftir niðurstöður annarrar umferðar í dag aðeinhverjir sem gætu haldið baráttunni áfram dragi sig engu að síður í hlé og lýsi yfir stuðningi við einhverja í efstu sætunum. Hins vegar væri ólíklegt að einhver stefnubreyting verði í meginmálum, hver sem nái kjöri að lokum. Enda hafi Boris Johnson unnið mikinn kosningasigur með núverandi kosningastefnu flokksins. „Það hefur enginn sem tekur við núna pólitískt umboð til að vera meðeinhverja stórkostlega stefnumörkun. Sigurvegarinn þarf bara að halda við kosningastefnu flokksins. Þannig að nei, það er ekki mikið að fara aðbreytast hvað stefnuna varðar,“ segir Andrés Magnússon. Þegar aðeins tveir frambjóðendur eru eftir fer fram póstkosning meðal flokksmanna. Eftir að niðurstöður hennar liggja fyrir verður nýr leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra kynntur hinn 5. september.
Bretland Tengdar fréttir Mordaunt talin sigurstranglegust í annarri umferð Íhaldsmanna Önnur umferð í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi fer fram í dag og ættu úrslit að liggja fyrir um klukkan tvö í dag. Sex frambjóðendur berjast nú um leiðtogaembættið og um leið forsætisráðherrastólinn eftir fyrstu umferð í gær. 14. júlí 2022 08:15 Róstursamt á breska þinginu og þingmönnum hent út Róstursamt var á breska þinginu í dag og hart sótt að fráfarandi forsætisráðherra. Þingforseti lét henda tveimur þingmönnum skorska aðskilnaðarflokksins Alba út úr þingsalnum. Sex eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins eftir fyrstu umferð í dag. 13. júlí 2022 19:21 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Mordaunt talin sigurstranglegust í annarri umferð Íhaldsmanna Önnur umferð í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi fer fram í dag og ættu úrslit að liggja fyrir um klukkan tvö í dag. Sex frambjóðendur berjast nú um leiðtogaembættið og um leið forsætisráðherrastólinn eftir fyrstu umferð í gær. 14. júlí 2022 08:15
Róstursamt á breska þinginu og þingmönnum hent út Róstursamt var á breska þinginu í dag og hart sótt að fráfarandi forsætisráðherra. Þingforseti lét henda tveimur þingmönnum skorska aðskilnaðarflokksins Alba út úr þingsalnum. Sex eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins eftir fyrstu umferð í dag. 13. júlí 2022 19:21