Sex umferðarslys á Austurlandi í júní Bjarki Sigurðsson skrifar 12. júlí 2022 18:14 Heilsugæsla Austurlands á Vopnafirði. Vísir/Vilhelm Alls voru sex umferðarslys, auk eins banaslyss, tilkynnt til lögreglunnar á Austurlandi í júnímánuði. Hlúa þurfti að alls níu einstaklingum vegna áverka sem þeir hlutu í slysunum. Í tilkynningu á vef lögreglunnar segir að engin slys hafi orðið í umdæminu í maí en strax nokkrar mínútur yfir miðnætti 1. júní hafi fyrsta slys mánaðarins átt sér stað. Ökumaður var þá á leiðinni til Egilsstaða um Fagradal og missti stjórn á bifreið sinni. Hann rann yfir á öfugan vegarhelming og í veg fyrir bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Þrír slösuðust í árekstrinum en allir með minni háttar meiðsli. Það var síðan daginn eftir sem bifreið keyrði út af Norðfjarðarvegi við Skorrastaði og valt. Tveir voru í bifreiðinni og leitaði farþegi læknisaðstoðar eftir en var ekki talinn vera alvarlega slasaður. Ökumaðurinn er talinn hafa dottað við aksturinn. Sex dögum síðar, þann 8. júní, varð önnur bílvelta, nú á Axarvegi við Þrívörðuhálsa. Ökumaður var einn í bílnum en hann var fluttur á heilsugæslu á Djúpavogi. Áverkar hans voru taldir minni háttar. Hann missti útsýni úr bifreið sinni sökum ryks sem þyrlaðist upp frá bifreið á undan. Þriðjudaginn 14. júní átti þriðja bílveltan sér stað er kind hljóp í veg fyrir bifreið á leið um Hróarstunguveg við Kirkjubæ á Héraði. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni og velti henni. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrahúsið í Neskaupstað talsvert lerkaður. Daginn eftir féll eldri maður á reiðhjóli á Egilsstöðum og er talinn hafa fótbrotnað. Sunnudaginn 19. júní var ökumaður á ferð á fjórhjóli á grófum malarslóða ofan Egilsstaða er hann missti stjórn á hjóli sínu og velti því eftir að hafa lent á grjóti. Hann fékk hjólið yfir sig og slasaðist nokkuð. Tveimur dögum síðar varð fjórða bílvelta mánaðarins í umdæminu er flutningabifreið keyrði út af Upphéraðsvegi við Ormarstaðaá í Fljótsdalshreppi. Ökumaður slasaðist talsvert og var fluttur til aðhlynningar á Egilsstöðum. Sama dag varð banaslys á Djúpavogi er erlendur ferðamaður lenti undir lyftara í Gleðivík. Málið er enn í rannsókn hjá lögreglu. Lögreglumál Samgönguslys Heilbrigðisstofnun Austurlands Tengdar fréttir Eggjunum í Gleðivík verði fundinn nýr staður eftir banaslysið Ákveðið hefur verið að vinna að flutningi Eggjanna í Gleðivík, listaverki Sigurðar Guðmundssonar, frá hafnarsvæðinu á Djúpavogi og á annan stað við sjávarsíðuna í bænum. 28. júní 2022 07:27 Öryggismál ekki í lagi þegar ferðamaður lést Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær. 22. júní 2022 13:41 Banaslys á Djúpavogi Erlendur ferðamaður á sjötugsaldri lést á Djúpavogi í dag. 21. júní 2022 17:21 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Í tilkynningu á vef lögreglunnar segir að engin slys hafi orðið í umdæminu í maí en strax nokkrar mínútur yfir miðnætti 1. júní hafi fyrsta slys mánaðarins átt sér stað. Ökumaður var þá á leiðinni til Egilsstaða um Fagradal og missti stjórn á bifreið sinni. Hann rann yfir á öfugan vegarhelming og í veg fyrir bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Þrír slösuðust í árekstrinum en allir með minni háttar meiðsli. Það var síðan daginn eftir sem bifreið keyrði út af Norðfjarðarvegi við Skorrastaði og valt. Tveir voru í bifreiðinni og leitaði farþegi læknisaðstoðar eftir en var ekki talinn vera alvarlega slasaður. Ökumaðurinn er talinn hafa dottað við aksturinn. Sex dögum síðar, þann 8. júní, varð önnur bílvelta, nú á Axarvegi við Þrívörðuhálsa. Ökumaður var einn í bílnum en hann var fluttur á heilsugæslu á Djúpavogi. Áverkar hans voru taldir minni háttar. Hann missti útsýni úr bifreið sinni sökum ryks sem þyrlaðist upp frá bifreið á undan. Þriðjudaginn 14. júní átti þriðja bílveltan sér stað er kind hljóp í veg fyrir bifreið á leið um Hróarstunguveg við Kirkjubæ á Héraði. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni og velti henni. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrahúsið í Neskaupstað talsvert lerkaður. Daginn eftir féll eldri maður á reiðhjóli á Egilsstöðum og er talinn hafa fótbrotnað. Sunnudaginn 19. júní var ökumaður á ferð á fjórhjóli á grófum malarslóða ofan Egilsstaða er hann missti stjórn á hjóli sínu og velti því eftir að hafa lent á grjóti. Hann fékk hjólið yfir sig og slasaðist nokkuð. Tveimur dögum síðar varð fjórða bílvelta mánaðarins í umdæminu er flutningabifreið keyrði út af Upphéraðsvegi við Ormarstaðaá í Fljótsdalshreppi. Ökumaður slasaðist talsvert og var fluttur til aðhlynningar á Egilsstöðum. Sama dag varð banaslys á Djúpavogi er erlendur ferðamaður lenti undir lyftara í Gleðivík. Málið er enn í rannsókn hjá lögreglu.
Lögreglumál Samgönguslys Heilbrigðisstofnun Austurlands Tengdar fréttir Eggjunum í Gleðivík verði fundinn nýr staður eftir banaslysið Ákveðið hefur verið að vinna að flutningi Eggjanna í Gleðivík, listaverki Sigurðar Guðmundssonar, frá hafnarsvæðinu á Djúpavogi og á annan stað við sjávarsíðuna í bænum. 28. júní 2022 07:27 Öryggismál ekki í lagi þegar ferðamaður lést Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær. 22. júní 2022 13:41 Banaslys á Djúpavogi Erlendur ferðamaður á sjötugsaldri lést á Djúpavogi í dag. 21. júní 2022 17:21 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Eggjunum í Gleðivík verði fundinn nýr staður eftir banaslysið Ákveðið hefur verið að vinna að flutningi Eggjanna í Gleðivík, listaverki Sigurðar Guðmundssonar, frá hafnarsvæðinu á Djúpavogi og á annan stað við sjávarsíðuna í bænum. 28. júní 2022 07:27
Öryggismál ekki í lagi þegar ferðamaður lést Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær. 22. júní 2022 13:41