Orkuþörf á Vestfjörðum Anna María Daníelsdóttir skrifar 12. júlí 2022 14:30 Uppbygging og orkuskipti Vestfirskt atvinnulíf er í sókn um þessar mundir. Á seinustu árum hafa nýjar atvinnugreinar byggst upp og styrkt samfélagið, bæði með fjölgun starfa og íbúa á svæðinu ásamt því að hafa styrkt efnahag svæðisins. Þessar nýju atvinnugreinar treysta á sterkari innviði en raforkukerfi fjórðungsins hefur dregist aftur úr þróun annara landshluta og þar með veikt samkeppnisstöðu svæðisins. Á næstu árum mun eftirspurn raforku aukast vegna fyrirhugaðra orkuskipta. Ef horft er til loftlagsmarkmiða stjórnvalda má gera ráð fyrir að aflþörf vegna orkuskipta á Vestfjörðum verði um 15 MW árið 2030. Árleg raforkuþörf í dag er um 44 MW en einnig má gera ráð fyrir aukalegum 20 MW vegna fólksfjölgunar og annarrar starfsemi. Því má gera ráð fyrir að eftirspurn eftir raforku á Vestfjörðum vaxi um 80% til 2030. Mikilvægt er að tryggja aðgengi að þessari orku svo vestfirskt samfélag geti tileinkað sér grænorkutækni og geti laðað að sér fyrirtæki og fólk sem sér tækifæri í nýtingu á grænni orku. Reglulega þarf að framleiða raforku með díselolíu fyrir heimilin á Vestfjörðum Raforkukerfið á Vestfjörðum þarf að styrkja hvort sem litið er til framleiðslu innan svæðisins eða flutningskerfi raforku. Helmingur þeirrar orku sem notuð er á svæðinu er innflutt og um helmingur er framleiddur innan svæðisins. Það kallar á hlutfalslega mikið varaafl sem framleitt er með díselolíu en reglulega þarf að framleiða raforku með díselvélum á Vestfjörðum. Lítil framleiðsla innan svæðis skapar líka áskoranir þegar kemur að kerfisstyrk sem takmarkar afhendingargetu flutningskerfisins. Hvernig geta Vestfirðir þróast áfram án grunninnviða? Það liggur ljóst fyrir að auka verði afhendingaröryggi á raforku á Vestfjörðum eigi áframhaldandi uppbygging og orkuskipti að eiga sér stað. Hér er hægt að fara tvær leiðir. Annarsvegar að styrkja flutningskerfið og flytja meira af orku inn á svæðið og hinsvegar að framleiða meira af raforku innan svæðisins. Í skýrslu starfshóps um raforkumál á Vestfjörðum kom fram að 20 MW virkjun innan svæðiðs myndi auka framboð af orku og auka afhendingaröryggi um allt að 90%. Slík virkjun myndi jafnframt auka kerfisstyrk sem gerir það að verkum að hægt er að flytja meira af raforku inn á Vestfirði. Ljóst er að vestfirsk samfélag, almenningur og fyrirtæki þurfa meira og betra aðgengi að endurnýjanlegri orku. Þannig verður hægt að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda, stuðla að verðmætasköpun, bæta búsetuskilyrði á Vestfjörðum og viðhalda byggðarþróun. Heimild: Skýrsla starfshóps um raforkumál á Vestfjörðum, Stjórnarráð Ísland Höfundur er verkefnastjóri hjá Bláma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Uppbygging og orkuskipti Vestfirskt atvinnulíf er í sókn um þessar mundir. Á seinustu árum hafa nýjar atvinnugreinar byggst upp og styrkt samfélagið, bæði með fjölgun starfa og íbúa á svæðinu ásamt því að hafa styrkt efnahag svæðisins. Þessar nýju atvinnugreinar treysta á sterkari innviði en raforkukerfi fjórðungsins hefur dregist aftur úr þróun annara landshluta og þar með veikt samkeppnisstöðu svæðisins. Á næstu árum mun eftirspurn raforku aukast vegna fyrirhugaðra orkuskipta. Ef horft er til loftlagsmarkmiða stjórnvalda má gera ráð fyrir að aflþörf vegna orkuskipta á Vestfjörðum verði um 15 MW árið 2030. Árleg raforkuþörf í dag er um 44 MW en einnig má gera ráð fyrir aukalegum 20 MW vegna fólksfjölgunar og annarrar starfsemi. Því má gera ráð fyrir að eftirspurn eftir raforku á Vestfjörðum vaxi um 80% til 2030. Mikilvægt er að tryggja aðgengi að þessari orku svo vestfirskt samfélag geti tileinkað sér grænorkutækni og geti laðað að sér fyrirtæki og fólk sem sér tækifæri í nýtingu á grænni orku. Reglulega þarf að framleiða raforku með díselolíu fyrir heimilin á Vestfjörðum Raforkukerfið á Vestfjörðum þarf að styrkja hvort sem litið er til framleiðslu innan svæðisins eða flutningskerfi raforku. Helmingur þeirrar orku sem notuð er á svæðinu er innflutt og um helmingur er framleiddur innan svæðisins. Það kallar á hlutfalslega mikið varaafl sem framleitt er með díselolíu en reglulega þarf að framleiða raforku með díselvélum á Vestfjörðum. Lítil framleiðsla innan svæðis skapar líka áskoranir þegar kemur að kerfisstyrk sem takmarkar afhendingargetu flutningskerfisins. Hvernig geta Vestfirðir þróast áfram án grunninnviða? Það liggur ljóst fyrir að auka verði afhendingaröryggi á raforku á Vestfjörðum eigi áframhaldandi uppbygging og orkuskipti að eiga sér stað. Hér er hægt að fara tvær leiðir. Annarsvegar að styrkja flutningskerfið og flytja meira af orku inn á svæðið og hinsvegar að framleiða meira af raforku innan svæðisins. Í skýrslu starfshóps um raforkumál á Vestfjörðum kom fram að 20 MW virkjun innan svæðiðs myndi auka framboð af orku og auka afhendingaröryggi um allt að 90%. Slík virkjun myndi jafnframt auka kerfisstyrk sem gerir það að verkum að hægt er að flytja meira af raforku inn á Vestfirði. Ljóst er að vestfirsk samfélag, almenningur og fyrirtæki þurfa meira og betra aðgengi að endurnýjanlegri orku. Þannig verður hægt að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda, stuðla að verðmætasköpun, bæta búsetuskilyrði á Vestfjörðum og viðhalda byggðarþróun. Heimild: Skýrsla starfshóps um raforkumál á Vestfjörðum, Stjórnarráð Ísland Höfundur er verkefnastjóri hjá Bláma.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar