Að vera eitt í kærleikanum Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar 8. júlí 2022 11:31 Þakklæti er mikilvægur eiginleiki í okkar daglega lífi. Að þakka það sem vel er gert og eins að þakka fyrir það sem maður hefur í stað þess að einbeita sér aðeins að því sem maður hefur ekki. Það getur auðvitað oft verið hægara sagt en gert að huga að þakklætinu sérstaklega ef um er að ræða aðstæður sem eru krefjandi og erfiðar. Þakklætið er þó þess eðlis að ef sjónum er beint að því þá framkallast tilfinningar sem færa með sér ákveðna vellíðan, sátt og gleði. Við getum fundið hvernig okkur líður betur ef við erum fær um að þakka og ganga með því hugarfari til verkefna daganna. Oftar en ekki höfum við margt að þakka fyrir og það þarf kannski ekki stundum annað en að við veljum að koma auga á það og beina sjónum okkar að því. Það getur verið nóg að við spyrjum okkur þeirra spurninga hvað það er sem við getum þakkað fyrir á degi hverjum, hvert þakklæti okkar eigi að beinast eða hver það eru sem við þökkum fyrir að séu hluti af lífi okkar. Nýlega eða laugardaginn 25. júní var haldinn viðburður í Skálholti sem var hluti af samvinnuverkefni þjóðkirkjunnar og Samtakanna ´78 sem nefnist Ein saga – eitt skref. Markmið verkefnisins er að safna frásögum hinsegin fólks af misrétti sem það hefur orðið fyrir af hálfu kirkjunnar. Tilgangurinn er m.a. að læra af mistökum fortíðarinnar og ganga sameiginlega inn til nýrrar framtíðar. Það er skemmst frá því að segja að ég átti því láni að fagna að vera viðstödd þennan einstaka viðburð sem hófst í Skálholtsdómkirkju með messu. Stundin í kirkjunni var mjög sterk. Þar ríkti samhugur, mikil einlægni sem og djörfung og hugrekki. Í töluðu máli og tónlist var hægt að finna alvöruna og þungann í því sem miðlað var og allt talaði það beint til hjartans. Þessi stund snart mig djúpt og ég meðtók það sem fram fór. Ég fann áþreifanlega fyrir þjáningu hinsegin fólks í samskiptum þess við okkur í kirkjunni. Ég fann sem ég hef verið meðvituð um hversu illa við í kirkjunni höfum komið fram og ég var döpur en um leið óendanlega þakklát. Þakklát fyrir samvinnuverkefnið Ein saga – eitt skref og þakklát fyrir öll þau sem hafa látið sig varða baráttu hinsegin samfélagsins í gegnum tíðina. Á þessum vettvangi vil ég einnig þakka þeim sem standa að verkefninu Ein saga – eitt skref og halda utan um það. Ég ber þá von í brjósti að með þessu verkefni sem og viðburðinum í Skálholti hafi verið tekið mikilvægt skref og að fleiri skref verði farin í framhaldinu. Skref sem öll lúta að því að benda á að við manneskjurnar erum öll eitt í kærleikanum og það er það sem skiptir mestu máli. Ég vil hvetja fólk til að kynna sér frásögur hinsegin fólks sem birtar eru á vef kirkjunnar kirkjan.is undir yfirskriftinni Ein saga – eitt skref. Frásögurnar eru að mínu mati stór gjöf sem ég met mikils og þakka af alhug fyrir. Höfundur er sjúkrahúsprestur þjóðkirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Trúmál Hinsegin Mest lesið Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Þakklæti er mikilvægur eiginleiki í okkar daglega lífi. Að þakka það sem vel er gert og eins að þakka fyrir það sem maður hefur í stað þess að einbeita sér aðeins að því sem maður hefur ekki. Það getur auðvitað oft verið hægara sagt en gert að huga að þakklætinu sérstaklega ef um er að ræða aðstæður sem eru krefjandi og erfiðar. Þakklætið er þó þess eðlis að ef sjónum er beint að því þá framkallast tilfinningar sem færa með sér ákveðna vellíðan, sátt og gleði. Við getum fundið hvernig okkur líður betur ef við erum fær um að þakka og ganga með því hugarfari til verkefna daganna. Oftar en ekki höfum við margt að þakka fyrir og það þarf kannski ekki stundum annað en að við veljum að koma auga á það og beina sjónum okkar að því. Það getur verið nóg að við spyrjum okkur þeirra spurninga hvað það er sem við getum þakkað fyrir á degi hverjum, hvert þakklæti okkar eigi að beinast eða hver það eru sem við þökkum fyrir að séu hluti af lífi okkar. Nýlega eða laugardaginn 25. júní var haldinn viðburður í Skálholti sem var hluti af samvinnuverkefni þjóðkirkjunnar og Samtakanna ´78 sem nefnist Ein saga – eitt skref. Markmið verkefnisins er að safna frásögum hinsegin fólks af misrétti sem það hefur orðið fyrir af hálfu kirkjunnar. Tilgangurinn er m.a. að læra af mistökum fortíðarinnar og ganga sameiginlega inn til nýrrar framtíðar. Það er skemmst frá því að segja að ég átti því láni að fagna að vera viðstödd þennan einstaka viðburð sem hófst í Skálholtsdómkirkju með messu. Stundin í kirkjunni var mjög sterk. Þar ríkti samhugur, mikil einlægni sem og djörfung og hugrekki. Í töluðu máli og tónlist var hægt að finna alvöruna og þungann í því sem miðlað var og allt talaði það beint til hjartans. Þessi stund snart mig djúpt og ég meðtók það sem fram fór. Ég fann áþreifanlega fyrir þjáningu hinsegin fólks í samskiptum þess við okkur í kirkjunni. Ég fann sem ég hef verið meðvituð um hversu illa við í kirkjunni höfum komið fram og ég var döpur en um leið óendanlega þakklát. Þakklát fyrir samvinnuverkefnið Ein saga – eitt skref og þakklát fyrir öll þau sem hafa látið sig varða baráttu hinsegin samfélagsins í gegnum tíðina. Á þessum vettvangi vil ég einnig þakka þeim sem standa að verkefninu Ein saga – eitt skref og halda utan um það. Ég ber þá von í brjósti að með þessu verkefni sem og viðburðinum í Skálholti hafi verið tekið mikilvægt skref og að fleiri skref verði farin í framhaldinu. Skref sem öll lúta að því að benda á að við manneskjurnar erum öll eitt í kærleikanum og það er það sem skiptir mestu máli. Ég vil hvetja fólk til að kynna sér frásögur hinsegin fólks sem birtar eru á vef kirkjunnar kirkjan.is undir yfirskriftinni Ein saga – eitt skref. Frásögurnar eru að mínu mati stór gjöf sem ég met mikils og þakka af alhug fyrir. Höfundur er sjúkrahúsprestur þjóðkirkjunnar.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar