Boris Johnson segir af sér Bjarki Sigurðsson skrifar 7. júlí 2022 11:32 Boris Johnson hefur sagt af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins á breska þinginu. AP/Stefan Rousseau Boris Johnson hefur sagt af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi. Boris mun þó starfa áfram sem forsætisráðherra Bretlands þar til í október þegar nýr leiðtogi verður kjörinn á landsfundi. Boris tilkynnti afsögn sína í dag en fjöldi háttsettra einstaklinga innan flokksins hefur sagt af sér síðustu daga, til dæmis menntamálaráðherra, fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra. Boris Johnson, fullu nafni Alexander Boris de Pfeffel Johnson, hóf feril sinn sem þingmaður Íhaldsflokksins árið 2001 í Henley-kjördæminu. Á þeim tíma var hann einnig ritstjóri tímaritsins The Spectator og lofaði Johnson að hann myndi hætta sem ritstjóri tímaritsins ef hann næði kjöri sem þingmaður. Hann hætti hins vegar ekki og ritstýrði tímaritinu allt til ársins 2005. Árið 2008 var Johnson kjörinn sem borgarstjóri Lundúnaborgar eftir að hafa fengið 53 prósent atkvæða gegn Ken Livingstone, frambjóðanda Verkamannaflokksins. Boris var borgarstjóri til ársins 2016 en árið 2015 var hann kjörinn aftur inn á þing. Því var hann um tíma þingmaður og borgarstjóri Lundúna. Árið 2016 var Johnson skipaður utanríkisráðherra Bretlands af Theresu May sem þá var forsætisráðherra. May og Johnson voru ekki miklir vinir á þessum tíma og talið er að hún hafi skipað hann til að veikja stöðu hans innan flokksins. Hann sagði af sér sem ráðherra í júlí árið 2018. Vormánuðina árið 2019 tilkynnti Theresa May að hún myndi hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins eftir að hafa mistekist að semja um útgöngu úr Evrópusambandinu. Hann sigraði kosningarnar með 66 prósentum atkvæða gegn 34 prósentum Jeremy Hunt. Hann var því vígður sem forsætisráðherra 24. júlí árið 2019. Johnson leiddi flokkinn inn í þingkosningarnar í desember sama ár. Þar vann Íhaldsflokkurinn stórsigur og hlaut hreinan meirihluta á þinginu. Sigurinn var sá stærsti síðan flokkurinn var undir stjórn Margaret Thatcher árið 1987. Nokkur nöfn hafa verið nefnd í umræðunni um hver taki við af Johnson sem forsætisráðherra. Suella Braverman, ríkissaksóknari hefur tilkynnt að hún vilji leiða flokkinn og er þingmaðurinn Steve Baker talinn líklegur til að bjóða sig einnig fram. Baker er mjög umdeildur meðal vinstri manna en hann er til dæmis ekki mikill aðdáandi umhverfisvænna breytinga. Ben Wallace,varnarmálaráðherra, Rishi Sunak, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og Penny Mordaunt, aðstoðarviðskiptaráðherra, eru einnig talin líkleg til að bjóða sig fram til leiðtogaembættisins.
Boris tilkynnti afsögn sína í dag en fjöldi háttsettra einstaklinga innan flokksins hefur sagt af sér síðustu daga, til dæmis menntamálaráðherra, fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra. Boris Johnson, fullu nafni Alexander Boris de Pfeffel Johnson, hóf feril sinn sem þingmaður Íhaldsflokksins árið 2001 í Henley-kjördæminu. Á þeim tíma var hann einnig ritstjóri tímaritsins The Spectator og lofaði Johnson að hann myndi hætta sem ritstjóri tímaritsins ef hann næði kjöri sem þingmaður. Hann hætti hins vegar ekki og ritstýrði tímaritinu allt til ársins 2005. Árið 2008 var Johnson kjörinn sem borgarstjóri Lundúnaborgar eftir að hafa fengið 53 prósent atkvæða gegn Ken Livingstone, frambjóðanda Verkamannaflokksins. Boris var borgarstjóri til ársins 2016 en árið 2015 var hann kjörinn aftur inn á þing. Því var hann um tíma þingmaður og borgarstjóri Lundúna. Árið 2016 var Johnson skipaður utanríkisráðherra Bretlands af Theresu May sem þá var forsætisráðherra. May og Johnson voru ekki miklir vinir á þessum tíma og talið er að hún hafi skipað hann til að veikja stöðu hans innan flokksins. Hann sagði af sér sem ráðherra í júlí árið 2018. Vormánuðina árið 2019 tilkynnti Theresa May að hún myndi hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins eftir að hafa mistekist að semja um útgöngu úr Evrópusambandinu. Hann sigraði kosningarnar með 66 prósentum atkvæða gegn 34 prósentum Jeremy Hunt. Hann var því vígður sem forsætisráðherra 24. júlí árið 2019. Johnson leiddi flokkinn inn í þingkosningarnar í desember sama ár. Þar vann Íhaldsflokkurinn stórsigur og hlaut hreinan meirihluta á þinginu. Sigurinn var sá stærsti síðan flokkurinn var undir stjórn Margaret Thatcher árið 1987. Nokkur nöfn hafa verið nefnd í umræðunni um hver taki við af Johnson sem forsætisráðherra. Suella Braverman, ríkissaksóknari hefur tilkynnt að hún vilji leiða flokkinn og er þingmaðurinn Steve Baker talinn líklegur til að bjóða sig einnig fram. Baker er mjög umdeildur meðal vinstri manna en hann er til dæmis ekki mikill aðdáandi umhverfisvænna breytinga. Ben Wallace,varnarmálaráðherra, Rishi Sunak, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og Penny Mordaunt, aðstoðarviðskiptaráðherra, eru einnig talin líkleg til að bjóða sig fram til leiðtogaembættisins.
Kosningar í Bretlandi Bretland Tengdar fréttir Fjöldi ráðherra segir af sér til viðbótar Enn berast fréttir af afsögnum ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, en Brandon Lewis, ráðherra í málefnum Norður-Írlands og Helen Whatley, aðstoðarráðherra í fjármálaráðuneytinu, tilkynntu um afsagnir sínar nú í morgun. Guy Opperman, lífeyrismálaráðherra, George Freeman, vísindamálaráðherra, Chris Philp, tæknimálaráðherra, Damian Hinds, öryggismálaráðherra, og James Cartlidge, ráðherra málefna dómstóla, bættust síðan í hópinn rétt í þessu. 7. júlí 2022 07:23 Boris rak ráðherra sem bað hann um að segja af sér Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist alls ekki ætla að segja af sér. Nú í kvöld rak hann ráðherrann Michael Gove úr ríkisstjórn sinni en Gove er sagður hafa beðið Johnson um að láta gott heita og segja af sér. 6. júlí 2022 21:23 Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. 6. júlí 2022 12:22 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Fjöldi ráðherra segir af sér til viðbótar Enn berast fréttir af afsögnum ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, en Brandon Lewis, ráðherra í málefnum Norður-Írlands og Helen Whatley, aðstoðarráðherra í fjármálaráðuneytinu, tilkynntu um afsagnir sínar nú í morgun. Guy Opperman, lífeyrismálaráðherra, George Freeman, vísindamálaráðherra, Chris Philp, tæknimálaráðherra, Damian Hinds, öryggismálaráðherra, og James Cartlidge, ráðherra málefna dómstóla, bættust síðan í hópinn rétt í þessu. 7. júlí 2022 07:23
Boris rak ráðherra sem bað hann um að segja af sér Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist alls ekki ætla að segja af sér. Nú í kvöld rak hann ráðherrann Michael Gove úr ríkisstjórn sinni en Gove er sagður hafa beðið Johnson um að láta gott heita og segja af sér. 6. júlí 2022 21:23
Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. 6. júlí 2022 12:22