Boris Johnson segir af sér Bjarki Sigurðsson skrifar 7. júlí 2022 11:32 Boris Johnson hefur sagt af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins á breska þinginu. AP/Stefan Rousseau Boris Johnson hefur sagt af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi. Boris mun þó starfa áfram sem forsætisráðherra Bretlands þar til í október þegar nýr leiðtogi verður kjörinn á landsfundi. Boris tilkynnti afsögn sína í dag en fjöldi háttsettra einstaklinga innan flokksins hefur sagt af sér síðustu daga, til dæmis menntamálaráðherra, fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra. Boris Johnson, fullu nafni Alexander Boris de Pfeffel Johnson, hóf feril sinn sem þingmaður Íhaldsflokksins árið 2001 í Henley-kjördæminu. Á þeim tíma var hann einnig ritstjóri tímaritsins The Spectator og lofaði Johnson að hann myndi hætta sem ritstjóri tímaritsins ef hann næði kjöri sem þingmaður. Hann hætti hins vegar ekki og ritstýrði tímaritinu allt til ársins 2005. Árið 2008 var Johnson kjörinn sem borgarstjóri Lundúnaborgar eftir að hafa fengið 53 prósent atkvæða gegn Ken Livingstone, frambjóðanda Verkamannaflokksins. Boris var borgarstjóri til ársins 2016 en árið 2015 var hann kjörinn aftur inn á þing. Því var hann um tíma þingmaður og borgarstjóri Lundúna. Árið 2016 var Johnson skipaður utanríkisráðherra Bretlands af Theresu May sem þá var forsætisráðherra. May og Johnson voru ekki miklir vinir á þessum tíma og talið er að hún hafi skipað hann til að veikja stöðu hans innan flokksins. Hann sagði af sér sem ráðherra í júlí árið 2018. Vormánuðina árið 2019 tilkynnti Theresa May að hún myndi hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins eftir að hafa mistekist að semja um útgöngu úr Evrópusambandinu. Hann sigraði kosningarnar með 66 prósentum atkvæða gegn 34 prósentum Jeremy Hunt. Hann var því vígður sem forsætisráðherra 24. júlí árið 2019. Johnson leiddi flokkinn inn í þingkosningarnar í desember sama ár. Þar vann Íhaldsflokkurinn stórsigur og hlaut hreinan meirihluta á þinginu. Sigurinn var sá stærsti síðan flokkurinn var undir stjórn Margaret Thatcher árið 1987. Nokkur nöfn hafa verið nefnd í umræðunni um hver taki við af Johnson sem forsætisráðherra. Suella Braverman, ríkissaksóknari hefur tilkynnt að hún vilji leiða flokkinn og er þingmaðurinn Steve Baker talinn líklegur til að bjóða sig einnig fram. Baker er mjög umdeildur meðal vinstri manna en hann er til dæmis ekki mikill aðdáandi umhverfisvænna breytinga. Ben Wallace,varnarmálaráðherra, Rishi Sunak, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og Penny Mordaunt, aðstoðarviðskiptaráðherra, eru einnig talin líkleg til að bjóða sig fram til leiðtogaembættisins.
Boris tilkynnti afsögn sína í dag en fjöldi háttsettra einstaklinga innan flokksins hefur sagt af sér síðustu daga, til dæmis menntamálaráðherra, fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra. Boris Johnson, fullu nafni Alexander Boris de Pfeffel Johnson, hóf feril sinn sem þingmaður Íhaldsflokksins árið 2001 í Henley-kjördæminu. Á þeim tíma var hann einnig ritstjóri tímaritsins The Spectator og lofaði Johnson að hann myndi hætta sem ritstjóri tímaritsins ef hann næði kjöri sem þingmaður. Hann hætti hins vegar ekki og ritstýrði tímaritinu allt til ársins 2005. Árið 2008 var Johnson kjörinn sem borgarstjóri Lundúnaborgar eftir að hafa fengið 53 prósent atkvæða gegn Ken Livingstone, frambjóðanda Verkamannaflokksins. Boris var borgarstjóri til ársins 2016 en árið 2015 var hann kjörinn aftur inn á þing. Því var hann um tíma þingmaður og borgarstjóri Lundúna. Árið 2016 var Johnson skipaður utanríkisráðherra Bretlands af Theresu May sem þá var forsætisráðherra. May og Johnson voru ekki miklir vinir á þessum tíma og talið er að hún hafi skipað hann til að veikja stöðu hans innan flokksins. Hann sagði af sér sem ráðherra í júlí árið 2018. Vormánuðina árið 2019 tilkynnti Theresa May að hún myndi hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins eftir að hafa mistekist að semja um útgöngu úr Evrópusambandinu. Hann sigraði kosningarnar með 66 prósentum atkvæða gegn 34 prósentum Jeremy Hunt. Hann var því vígður sem forsætisráðherra 24. júlí árið 2019. Johnson leiddi flokkinn inn í þingkosningarnar í desember sama ár. Þar vann Íhaldsflokkurinn stórsigur og hlaut hreinan meirihluta á þinginu. Sigurinn var sá stærsti síðan flokkurinn var undir stjórn Margaret Thatcher árið 1987. Nokkur nöfn hafa verið nefnd í umræðunni um hver taki við af Johnson sem forsætisráðherra. Suella Braverman, ríkissaksóknari hefur tilkynnt að hún vilji leiða flokkinn og er þingmaðurinn Steve Baker talinn líklegur til að bjóða sig einnig fram. Baker er mjög umdeildur meðal vinstri manna en hann er til dæmis ekki mikill aðdáandi umhverfisvænna breytinga. Ben Wallace,varnarmálaráðherra, Rishi Sunak, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og Penny Mordaunt, aðstoðarviðskiptaráðherra, eru einnig talin líkleg til að bjóða sig fram til leiðtogaembættisins.
Kosningar í Bretlandi Bretland Tengdar fréttir Fjöldi ráðherra segir af sér til viðbótar Enn berast fréttir af afsögnum ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, en Brandon Lewis, ráðherra í málefnum Norður-Írlands og Helen Whatley, aðstoðarráðherra í fjármálaráðuneytinu, tilkynntu um afsagnir sínar nú í morgun. Guy Opperman, lífeyrismálaráðherra, George Freeman, vísindamálaráðherra, Chris Philp, tæknimálaráðherra, Damian Hinds, öryggismálaráðherra, og James Cartlidge, ráðherra málefna dómstóla, bættust síðan í hópinn rétt í þessu. 7. júlí 2022 07:23 Boris rak ráðherra sem bað hann um að segja af sér Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist alls ekki ætla að segja af sér. Nú í kvöld rak hann ráðherrann Michael Gove úr ríkisstjórn sinni en Gove er sagður hafa beðið Johnson um að láta gott heita og segja af sér. 6. júlí 2022 21:23 Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. 6. júlí 2022 12:22 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Fjöldi ráðherra segir af sér til viðbótar Enn berast fréttir af afsögnum ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, en Brandon Lewis, ráðherra í málefnum Norður-Írlands og Helen Whatley, aðstoðarráðherra í fjármálaráðuneytinu, tilkynntu um afsagnir sínar nú í morgun. Guy Opperman, lífeyrismálaráðherra, George Freeman, vísindamálaráðherra, Chris Philp, tæknimálaráðherra, Damian Hinds, öryggismálaráðherra, og James Cartlidge, ráðherra málefna dómstóla, bættust síðan í hópinn rétt í þessu. 7. júlí 2022 07:23
Boris rak ráðherra sem bað hann um að segja af sér Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist alls ekki ætla að segja af sér. Nú í kvöld rak hann ráðherrann Michael Gove úr ríkisstjórn sinni en Gove er sagður hafa beðið Johnson um að láta gott heita og segja af sér. 6. júlí 2022 21:23
Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. 6. júlí 2022 12:22