Mannúð við aflífun dýra Svandís Svavarsdóttir skrifar 7. júlí 2022 08:00 Fyrir tæpum áratug mælti ég fyrir lögum um dýravelferð. Þau lög fólu í sér miklar umbætur á sviði dýravelferðarmála. Þau lög hafa það markmið að stuðla að aukinni velferð dýra, í ljósi þess að þau eru skyni gæddar verur með sjálfstæðan tilverurétt. Í kjölfar þessarar lagasetningar var ráðist í endurskoðun á öllum reglum um aðbúnað búfjár og kröfur auknar. Þessar auknu kröfur hafa kostað bændur miklar fjárfestingar. En þær stuðla að því að búfé eigi líf sem er þess virði að lifa áður en þau enda ævi sína í sláturhúsi. Er aflífun stærstu dýra jarðarinnar mannúðleg? Á ári hverju slátrum við hundruðum þúsunda dýra í sláturhúsum. Reglurnar miða að því að tryggja að dauðdagi þeirra sé skjótur og án þjáningar, að aflífun sé mannúðleg. En um aflífun einnar tegundar spendýra vitum við ekki nóg til að segja til um hvort að sé mannúðleg. Hvalir eru stærstu spendýr jarðarinnar og raunar stærstu dýr sem nokkru sinni hafa verið til á jörðinni. Rannsókn unnin fyrir Fiskistofu árið 2015, á aflífun 50 langreyða, bendir til að óásættanlega stór hluti hvala veiddra í atvinnuskyni heyi langdregið dauðastríð. Mikilvægt er að skera úr um þetta með því að safna betri gögnum. Til þess að svara því hvort aflífun hvala sé mannúðleg hér á landi hyggst ég gera tvennt. Í fyrsta lagi birtist á samráðsgátt stjórnvalda drög að reglugerð sem skylda þá sem leyfi hafa til stórhvalaveiða að tilnefna einn af áhöfninni sem dýravelferðarfulltrúa. Sá þarf að sitja námskeið í velferð hvala og skila til Matvælastofnunar myndböndum af aflífun hvers einasta hvals sem veiddur er. Þau gögn sem þannig safnast munu koma til með að varpa ljósi á spurninguna hér að ofan. Í öðru lagi stefni ég að því að næsta sumar verði eftirlitsdýralæknar á hvalveiðiskipum sem hafi eftirlit með aflífun hvalanna, þetta er sambærilegt við hlutverk eftirlitsdýralækna í sláturhúsum. Þannig verði einfaldlega gerðar sömu kröfur til þeirra sem aflífa hvali í atvinnuskyni og til þeirra sem aflífa búfé; að aflífunin sé skjót og án þjáningar. Niðurstöður þessa koma til með að hafa áhrif á það mat sem mun fara fram á efnahagslegum og samfélagslegum áhrifum hvalveiða og hvort réttlætanlegt sé að leyfa þær áfram. Byggjum ákvarðanir á staðreyndum Í nútímasamfélagi eru og verða mismunandi skoðanir á því hvort og í hvaða mæli við eigum að nýta okkur afurðir dýra. Ég held hins vegar að allir geti verið sammála um þau markmið sem lög um velferð dýra byggist á. Að við tryggjum að þau dýr sem við tökum ákvörðun um að heimilt sé að nýta séu aflífuð á mannúðlegan hátt. Atvinnugreinar sem ekki geta tryggt það eiga enga framtíð í nútímasamfélagi. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum áratug mælti ég fyrir lögum um dýravelferð. Þau lög fólu í sér miklar umbætur á sviði dýravelferðarmála. Þau lög hafa það markmið að stuðla að aukinni velferð dýra, í ljósi þess að þau eru skyni gæddar verur með sjálfstæðan tilverurétt. Í kjölfar þessarar lagasetningar var ráðist í endurskoðun á öllum reglum um aðbúnað búfjár og kröfur auknar. Þessar auknu kröfur hafa kostað bændur miklar fjárfestingar. En þær stuðla að því að búfé eigi líf sem er þess virði að lifa áður en þau enda ævi sína í sláturhúsi. Er aflífun stærstu dýra jarðarinnar mannúðleg? Á ári hverju slátrum við hundruðum þúsunda dýra í sláturhúsum. Reglurnar miða að því að tryggja að dauðdagi þeirra sé skjótur og án þjáningar, að aflífun sé mannúðleg. En um aflífun einnar tegundar spendýra vitum við ekki nóg til að segja til um hvort að sé mannúðleg. Hvalir eru stærstu spendýr jarðarinnar og raunar stærstu dýr sem nokkru sinni hafa verið til á jörðinni. Rannsókn unnin fyrir Fiskistofu árið 2015, á aflífun 50 langreyða, bendir til að óásættanlega stór hluti hvala veiddra í atvinnuskyni heyi langdregið dauðastríð. Mikilvægt er að skera úr um þetta með því að safna betri gögnum. Til þess að svara því hvort aflífun hvala sé mannúðleg hér á landi hyggst ég gera tvennt. Í fyrsta lagi birtist á samráðsgátt stjórnvalda drög að reglugerð sem skylda þá sem leyfi hafa til stórhvalaveiða að tilnefna einn af áhöfninni sem dýravelferðarfulltrúa. Sá þarf að sitja námskeið í velferð hvala og skila til Matvælastofnunar myndböndum af aflífun hvers einasta hvals sem veiddur er. Þau gögn sem þannig safnast munu koma til með að varpa ljósi á spurninguna hér að ofan. Í öðru lagi stefni ég að því að næsta sumar verði eftirlitsdýralæknar á hvalveiðiskipum sem hafi eftirlit með aflífun hvalanna, þetta er sambærilegt við hlutverk eftirlitsdýralækna í sláturhúsum. Þannig verði einfaldlega gerðar sömu kröfur til þeirra sem aflífa hvali í atvinnuskyni og til þeirra sem aflífa búfé; að aflífunin sé skjót og án þjáningar. Niðurstöður þessa koma til með að hafa áhrif á það mat sem mun fara fram á efnahagslegum og samfélagslegum áhrifum hvalveiða og hvort réttlætanlegt sé að leyfa þær áfram. Byggjum ákvarðanir á staðreyndum Í nútímasamfélagi eru og verða mismunandi skoðanir á því hvort og í hvaða mæli við eigum að nýta okkur afurðir dýra. Ég held hins vegar að allir geti verið sammála um þau markmið sem lög um velferð dýra byggist á. Að við tryggjum að þau dýr sem við tökum ákvörðun um að heimilt sé að nýta séu aflífuð á mannúðlegan hátt. Atvinnugreinar sem ekki geta tryggt það eiga enga framtíð í nútímasamfélagi. Höfundur er matvælaráðherra.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun