Risasniglar setja heila sýslu í sóttkví Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. júlí 2022 14:44 Afrískir risasniglar herja nú á Pasco-sýslu í Flórída og því er búið að setja sýsluna í sóttkví. Getty/Oleksandr Rupeta Pasco-sýsla í Flórída er komin í sóttkví vegna uppgötvunar á sístækkandi stofni afrískra risasnigla. Sniglarnir eru hættulegir vegna þess að þeir innihalda sníkjudýr sem getur valdið heilahimnubólgu í mönnum. Landbúnaðar- og neytendasvið Flórída-ríkis (FDACS) staðfesti á vefsíðu sinni að það væru afrískir risasniglar á svæðinu New Port Richey í Pasco-sýslu. Sniglarnir eru hættulegir mönnum af því þeir innihalda sníkjudýrið Angiostrangylus cantonensis, rottulungnaorm, sem getur valdið heilahimnubólgu, sagði Christina Chitty, upplýsingafulltrúi FDACS í viðtali við CNN. Að sögn Chitty er talið að sniglarnir komi frá ólöglegri gæludýraverslun en í Bandaríkjunum er ólöglegt að eiga afríska risasnigla sem gæludýr. Sleppi þeir út í náttúruna geti þeir verið fljótir að ná fótfestu, þar sem þeir geta nærst á meira en 500 plöntutegundum og jafnvel fengið kalk úr gifsi og málningu húsa. Þá er erfitt að hafa stjórn á þeim af því þeir geta verpt allt að 2.500 eggjum á ári. Sniglarnir eru harðgerir og geta nærst á yfir 500 plöntutegundum auk gifs og málningar. Þar að auki fjölga þeir sér hratt.Getty/Joe Raedle Sóttkvíin tók gildi 25. júní og kemur í veg fyrir að íbúar geti ferðast með snigla, plöntur eða jarðveg inn og út úr svæði sóttkvíarinnar. Hafi íbúar séð afrískan risasnigil eru þeir hvattir til að láta vita og varaðir við því að snerta sniglana án hanska af ótta við áhættuna af heilahimnubólgu. Að sögn Chitty, ætlar FDACS að eyða þremur árum í að útrýma stofni sniglana í Pasco-sýslu, með því að beita meindýraeitrinu metaldehýði á jarðveg. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Flórídabúar lenda í innrás risasnigla en árið 2011 uppgötvaðist stofn risasniglanna í Dade-sýslu í Miami en þá tók tíu ár að útrýma sniglunum endanlega. Íbúar eru varaðir við því að snerta sniglana með berum höndum og eru hvattir til að láta vita sjái þeir snigla. Dýr Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Landbúnaðar- og neytendasvið Flórída-ríkis (FDACS) staðfesti á vefsíðu sinni að það væru afrískir risasniglar á svæðinu New Port Richey í Pasco-sýslu. Sniglarnir eru hættulegir mönnum af því þeir innihalda sníkjudýrið Angiostrangylus cantonensis, rottulungnaorm, sem getur valdið heilahimnubólgu, sagði Christina Chitty, upplýsingafulltrúi FDACS í viðtali við CNN. Að sögn Chitty er talið að sniglarnir komi frá ólöglegri gæludýraverslun en í Bandaríkjunum er ólöglegt að eiga afríska risasnigla sem gæludýr. Sleppi þeir út í náttúruna geti þeir verið fljótir að ná fótfestu, þar sem þeir geta nærst á meira en 500 plöntutegundum og jafnvel fengið kalk úr gifsi og málningu húsa. Þá er erfitt að hafa stjórn á þeim af því þeir geta verpt allt að 2.500 eggjum á ári. Sniglarnir eru harðgerir og geta nærst á yfir 500 plöntutegundum auk gifs og málningar. Þar að auki fjölga þeir sér hratt.Getty/Joe Raedle Sóttkvíin tók gildi 25. júní og kemur í veg fyrir að íbúar geti ferðast með snigla, plöntur eða jarðveg inn og út úr svæði sóttkvíarinnar. Hafi íbúar séð afrískan risasnigil eru þeir hvattir til að láta vita og varaðir við því að snerta sniglana án hanska af ótta við áhættuna af heilahimnubólgu. Að sögn Chitty, ætlar FDACS að eyða þremur árum í að útrýma stofni sniglana í Pasco-sýslu, með því að beita meindýraeitrinu metaldehýði á jarðveg. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Flórídabúar lenda í innrás risasnigla en árið 2011 uppgötvaðist stofn risasniglanna í Dade-sýslu í Miami en þá tók tíu ár að útrýma sniglunum endanlega. Íbúar eru varaðir við því að snerta sniglana með berum höndum og eru hvattir til að láta vita sjái þeir snigla.
Dýr Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira