Mikil vinna framundan áður en nýja hverfið rís Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júní 2022 19:00 Reiknað er með að nýja hverfið rísi innan rauðu útlínunnar norðan og vestan við Leirtjörn. Egill Aðalsteinsson / Kristján Jónsson Þrjú hundruð og sextíu íbúðir munu rísa í nýju hverfi við Leirtjörn í Úlfarsárdal en mikil vinna er framundan við deiliskipulag. Formaður borgarráðs segir mikilvægt að ryðja land undir ný hverfi samhliða þéttingu byggðar. Skipulagslýsing hverfisins er nýsamþykkt í umhverfis- og skipulagsráði en svæðið sem er undir í Úlfarsárdalnum er um 8,6 hektarar. Áður en hægt verður að byrja að byggja þarf þó að kortleggja hvort sprungur séu á svæðinu, auk þess sem klára þarf deiliskipulag. Það verður umfangsmikið verkefni sem ljúka á næsta vor. „Það er gert ráð fyrir um 360 íbúðum á þessu svæði, þannig að þetta er nýtt hverfi. Þetta er blönduð byggð, bæði fjölbýlishús, rað-, par og einbýlishús og atvinnustarfsemi eftir atvikum. Það er mjög mikilvægt að byrja þetta ferli því það er tímafrekt,“ segir Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og starfandi borgarstjóri í fjarveru Dags B. Eggertssonar.Vísir/Egill Í nýja hverfinu er jafnframt reiknað með möguleika á hjúkrunarheimili, þjónustukjörnum eða leikskóla. Einar treystir sér ekki til að spá fyrir um hvenær framkvæmdir hefjist en meigináhersla meirihlutans sé eftir sem áður að flýta allri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í þeirri húsnæðiskrísu sem nú ríkir. „Það var stefna Framsóknar að styðja við áframhaldandi þéttingu borgar þar sem innviðir leyfa en líka að ryðja land og byggja ný hverfi og þetta er hluti af því. En líka að hefja skipulagningu við Keldnalandið sem liggur mikið á að koma í gang. Svo eru lóðir uppi á Kjalarnesi sem þarf að ryðja,“ segir Einar. „En þéttingin, þar eru lóðirnar sem eru lengst komnar og þess vegna verðum við að halda áfram með þær. Og það er líka skynsamlegt, þar eru skólar og leikskólar og innviðir.“ Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Skipulagslýsing hverfisins er nýsamþykkt í umhverfis- og skipulagsráði en svæðið sem er undir í Úlfarsárdalnum er um 8,6 hektarar. Áður en hægt verður að byrja að byggja þarf þó að kortleggja hvort sprungur séu á svæðinu, auk þess sem klára þarf deiliskipulag. Það verður umfangsmikið verkefni sem ljúka á næsta vor. „Það er gert ráð fyrir um 360 íbúðum á þessu svæði, þannig að þetta er nýtt hverfi. Þetta er blönduð byggð, bæði fjölbýlishús, rað-, par og einbýlishús og atvinnustarfsemi eftir atvikum. Það er mjög mikilvægt að byrja þetta ferli því það er tímafrekt,“ segir Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og starfandi borgarstjóri í fjarveru Dags B. Eggertssonar.Vísir/Egill Í nýja hverfinu er jafnframt reiknað með möguleika á hjúkrunarheimili, þjónustukjörnum eða leikskóla. Einar treystir sér ekki til að spá fyrir um hvenær framkvæmdir hefjist en meigináhersla meirihlutans sé eftir sem áður að flýta allri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í þeirri húsnæðiskrísu sem nú ríkir. „Það var stefna Framsóknar að styðja við áframhaldandi þéttingu borgar þar sem innviðir leyfa en líka að ryðja land og byggja ný hverfi og þetta er hluti af því. En líka að hefja skipulagningu við Keldnalandið sem liggur mikið á að koma í gang. Svo eru lóðir uppi á Kjalarnesi sem þarf að ryðja,“ segir Einar. „En þéttingin, þar eru lóðirnar sem eru lengst komnar og þess vegna verðum við að halda áfram með þær. Og það er líka skynsamlegt, þar eru skólar og leikskólar og innviðir.“
Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira