Gefast upp á erfiðum markaðsaðstæðum og selja bruggverksmiðju Árni Sæberg skrifar 29. júní 2022 10:40 Brugggræjur Steðja afkasta tvö þúsund lítrum. Facebook/Dagbjartur Ingvar Arilíusson Eigendur brugghússins Steðja hafa ákveðið að selja allar sínar bruggræjur og hætta starfsemi sinni. Annar eigandinn segir að greiða þurfi fyrir að koma áfengi í hillur ÁTVR. Dagbjartur Ingvar Arilíusson hefur rekið brugghúsið Steðja í Borgarfirði síðastliðinn áratug ásamt eiginkonu sinni Svanhildi Valdimarsdóttur. Mikla athygli vakti á dögunum þegar Dagbjartur lét reyna á mátt Facebook og auglýsti allar brugggræjur Steðja á hópnum Brask og brall.is. „Komplett verksmiðja. Ásett verð 30 milljónir, ýmis skipti skoðuð,“ sagði í auglýsingunni. Þetta vakti áhuga þáttastjórnenda Bítisins á Bylgjunni sem slógu á þráðinn til Dagbjarts í morgun. Hlusta má á viðtal við hann í spilaranum hér að neðan: „Það er kannski komin ákveðin þreyta í okkur hjónin sem erum að reka þetta. Við erum búin að standa í framlínunni tíu ár í að reyna að koma einhverjum breytingum í gagnið,“ segir Dagbjartur spurður að því hvort það sé ekki skrýtið að leggja upp laupana núna þegar stutt er í að handverksbrugghús fá leyfi til að selja vörur sínar beint til viðskiptavina. Hann segir að reksturinn hafi verið erfiður þau tíu ár sem Steðji var starfræktur, sér í lagi með tilliti til þess að koma bjór í hillur ÁTVR. „Þetta er mjög harður heimur,“ segir Dagbjartur. Þá segir hann að það séu aðeins fjármagnseigendur sem geti tryggt vörum sínum hillupláss í ÁTVR, enda sé eina leiðin til þess að kaupa eigin vörur í brettavís. Steðji hafi aldrei haft fjármagn til þess. Áfengi og tóbak Borgarbyggð Bítið Tengdar fréttir Bruggarar sjá fram á tafir: „En þessi dagsetning verður alltaf í minnum höfð“ Ólíklegt er að brugghús geti hafið sölu á áfengi út úr húsi strax og ný áfengislög taka gildi næsta föstudag. Bruggarar eru að minnsta kosti ekki bjartsýnir á að það verði enda þurfa þeir að fara í gegn um langt umsóknarkerfi hjá sýslumanni og sveitarfélögum til að mega hefja sölu. Dómsmálaráðherra vonast þó til að málunum verði veitt flýtimeðferð í stjórnkerfinu. 27. júní 2022 21:30 Hægt að nálgast ódýrari bjór eftir lagabreytinguna Stærsta breyting á áfengislögum frá því að bjórbanninu var aflétt var samþykkt í gær. Bruggarar eru himinlifandi með áfangann en vona að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í átt að frjálsum áfengismarkaði á Íslandi. 16. júní 2022 19:01 Ólíklegt að brugghús geti hafið sölu strax á föstudag Smá brugghús óttast að geta ekki hafið sölu á bjór út úr húsi þann 1. júlí eins og boðað var með breytingu á áfengislögum. Bið eftir reglugerð og langt ferli leyfisveitinga í gegn um sýslumann virðast tefja málið. 27. júní 2022 13:34 Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Dagbjartur Ingvar Arilíusson hefur rekið brugghúsið Steðja í Borgarfirði síðastliðinn áratug ásamt eiginkonu sinni Svanhildi Valdimarsdóttur. Mikla athygli vakti á dögunum þegar Dagbjartur lét reyna á mátt Facebook og auglýsti allar brugggræjur Steðja á hópnum Brask og brall.is. „Komplett verksmiðja. Ásett verð 30 milljónir, ýmis skipti skoðuð,“ sagði í auglýsingunni. Þetta vakti áhuga þáttastjórnenda Bítisins á Bylgjunni sem slógu á þráðinn til Dagbjarts í morgun. Hlusta má á viðtal við hann í spilaranum hér að neðan: „Það er kannski komin ákveðin þreyta í okkur hjónin sem erum að reka þetta. Við erum búin að standa í framlínunni tíu ár í að reyna að koma einhverjum breytingum í gagnið,“ segir Dagbjartur spurður að því hvort það sé ekki skrýtið að leggja upp laupana núna þegar stutt er í að handverksbrugghús fá leyfi til að selja vörur sínar beint til viðskiptavina. Hann segir að reksturinn hafi verið erfiður þau tíu ár sem Steðji var starfræktur, sér í lagi með tilliti til þess að koma bjór í hillur ÁTVR. „Þetta er mjög harður heimur,“ segir Dagbjartur. Þá segir hann að það séu aðeins fjármagnseigendur sem geti tryggt vörum sínum hillupláss í ÁTVR, enda sé eina leiðin til þess að kaupa eigin vörur í brettavís. Steðji hafi aldrei haft fjármagn til þess.
Áfengi og tóbak Borgarbyggð Bítið Tengdar fréttir Bruggarar sjá fram á tafir: „En þessi dagsetning verður alltaf í minnum höfð“ Ólíklegt er að brugghús geti hafið sölu á áfengi út úr húsi strax og ný áfengislög taka gildi næsta föstudag. Bruggarar eru að minnsta kosti ekki bjartsýnir á að það verði enda þurfa þeir að fara í gegn um langt umsóknarkerfi hjá sýslumanni og sveitarfélögum til að mega hefja sölu. Dómsmálaráðherra vonast þó til að málunum verði veitt flýtimeðferð í stjórnkerfinu. 27. júní 2022 21:30 Hægt að nálgast ódýrari bjór eftir lagabreytinguna Stærsta breyting á áfengislögum frá því að bjórbanninu var aflétt var samþykkt í gær. Bruggarar eru himinlifandi með áfangann en vona að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í átt að frjálsum áfengismarkaði á Íslandi. 16. júní 2022 19:01 Ólíklegt að brugghús geti hafið sölu strax á föstudag Smá brugghús óttast að geta ekki hafið sölu á bjór út úr húsi þann 1. júlí eins og boðað var með breytingu á áfengislögum. Bið eftir reglugerð og langt ferli leyfisveitinga í gegn um sýslumann virðast tefja málið. 27. júní 2022 13:34 Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Bruggarar sjá fram á tafir: „En þessi dagsetning verður alltaf í minnum höfð“ Ólíklegt er að brugghús geti hafið sölu á áfengi út úr húsi strax og ný áfengislög taka gildi næsta föstudag. Bruggarar eru að minnsta kosti ekki bjartsýnir á að það verði enda þurfa þeir að fara í gegn um langt umsóknarkerfi hjá sýslumanni og sveitarfélögum til að mega hefja sölu. Dómsmálaráðherra vonast þó til að málunum verði veitt flýtimeðferð í stjórnkerfinu. 27. júní 2022 21:30
Hægt að nálgast ódýrari bjór eftir lagabreytinguna Stærsta breyting á áfengislögum frá því að bjórbanninu var aflétt var samþykkt í gær. Bruggarar eru himinlifandi með áfangann en vona að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í átt að frjálsum áfengismarkaði á Íslandi. 16. júní 2022 19:01
Ólíklegt að brugghús geti hafið sölu strax á föstudag Smá brugghús óttast að geta ekki hafið sölu á bjór út úr húsi þann 1. júlí eins og boðað var með breytingu á áfengislögum. Bið eftir reglugerð og langt ferli leyfisveitinga í gegn um sýslumann virðast tefja málið. 27. júní 2022 13:34