Ég styð veiðar og vinnslu hvalaafurða Vilhjálmur Birgisson skrifar 28. júní 2022 14:01 Ég fagna því innilega að hvalveiðar séu nú stundaðar við Íslandsstrendur að nýju, enda hafa þær mjög jákvæð áhrif á allt samfélagið hér á Akranesi og nærsveitir. Að sjálfsögðu eigum við að nýta okkar sjávarauðlindir til atvinnu- og gjaldeyrisöflunar skv. veiðiráðgjöf frá Hafrannsóknarstofnun, annað væri gjörsamlega galið. Það hefur verið slegist um að fá störf hjá Hval þegar vertíðin stendur yfir enda eru tekjumöguleikarnir umtalsverðir í ljósi þess að unnið er á sólarhringsvöktum yfir vertíðina. Sem dæmi voru meðallaun í vinnslunni í Hvalfirði rétt rúm 1 milljón króna á mánuði á vertíðinni 2018 og þessar miklu tekjur skila sér svo sannarlega inn í samfélagið bæði hvað varðar útsvarstekjur fyrir sveitarfélögin og ekki síður hvað varðar verslun og þjónustu. Þetta skiptir reyndar þjóðarbúið allt gríðarlega miklu máli, enda er mikilvægt fyrir almenning í þessu landi að átta sig á því að við höldum úti okkar velferðarsamfélagi með því að skapa gjaldeyristekjur og það eru gjaldeyrisskapandi fyrirtæki sem gera okkur kleift að búa til það velferðarsamfélag sem við viljum búa í. Við þurfum fyrirtæki sem skapa íslenskri þjóð gjaldeyri og af þeirri ástæðu fagna ég innilega að hvalveiðar hafi hafist að nýju. Ég lít á hvalveiðarnar sem vistvæna stóriðju enda eru uppundir 150 manns sem hafa atvinnu af þessari starfsemi yfir hávertíðina og er það fyrir utan afleidd störf tengdum veiðum og vinnslu hvalafurða Það er engum vafa undirorpið að þjóðhagslegur ávinningur er af veiðum og vinnslu á hvalafurðum en vissulega hafa þessar veiðar enn meiri þýðingu fyrir sveitarfélög eins og Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit, Borgarbyggð og reyndar einnig sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu enda koma einnig starfsmenn þaðan. Grunnvallaratriðið er að við eigum að nýta okkar sjávarauðlindir skv. okkar færustu sérfræðingum sem eru í þessu tilfelli frá Hafrannsóknarstofnun. Við eigum ekki að láta „öfgahópa“ eða einhverja sérhagsmunaaðila í ferðaþjónustunni segja okkur hvaða gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar megi ástunda hér á landi. Ég tel að meirihluti þjóðarinnar styðji veiðar og vinnslu hvalaafurða og ljóst að eigandi Hvals er alls ekki búinn að einangrast við að skapa 150 manns atvinnu með öllum þeim jákvæðu þáttum sem fylgja þessum veiðum Það er rétt að geta þess að langreyði hefur fjölgað jafnt og þétt samkvæmt talningum undanfarinna áratuga. Samkvæmt síðustu talningu sem framkvæmd var árið 2015 er stofninn (Mið-Norður-Atlantshafsstofn) talinn vera um 40 þúsund dýr og hefur aldrei mælst stærri. Hví í ósköpunum eigum við ekki að heimila hvalveiðar þegar þessar staðreyndir liggja fyrir? Ég man þegar hvalveiðar voru heimilaðar 2009 og ferðaþjónustan grenjaði eins og stungnir grísir og töldu að þetta myndi rústa ferðaþjónustunni, en annað hefur svo sannarlega komið á daginn. Enda liggur fyrir að ferðamönnum fjölgaði gríðarlega og náðu hámarki 2019 og voru reyndar orðnir svo margir að talað var um að takmarka þyrfti fjölda þeirra sem hingað koma vegna átroðnings. Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ætíð stutt veiðar og vinnslu hvalaafurða og reyndar styður VLFA allar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar sama hvort þær eru í sjávarútvegi, ferðaþjónustu, stóriðju eða öðrum gjaldeyrisskapandi atvinnugreinum. Við þurfum á þessum atvinnugreinum að halda því það er með þessari gjaldeyrisöflun sem við höldum úti löggæslu, heilbrigðiskerfi, velferðarþjónustu, menntakerfi og svona mætti lengi telja. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Sjávarútvegur Kjaramál Dýr Vilhjálmur Birgisson Akranes Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Ég fagna því innilega að hvalveiðar séu nú stundaðar við Íslandsstrendur að nýju, enda hafa þær mjög jákvæð áhrif á allt samfélagið hér á Akranesi og nærsveitir. Að sjálfsögðu eigum við að nýta okkar sjávarauðlindir til atvinnu- og gjaldeyrisöflunar skv. veiðiráðgjöf frá Hafrannsóknarstofnun, annað væri gjörsamlega galið. Það hefur verið slegist um að fá störf hjá Hval þegar vertíðin stendur yfir enda eru tekjumöguleikarnir umtalsverðir í ljósi þess að unnið er á sólarhringsvöktum yfir vertíðina. Sem dæmi voru meðallaun í vinnslunni í Hvalfirði rétt rúm 1 milljón króna á mánuði á vertíðinni 2018 og þessar miklu tekjur skila sér svo sannarlega inn í samfélagið bæði hvað varðar útsvarstekjur fyrir sveitarfélögin og ekki síður hvað varðar verslun og þjónustu. Þetta skiptir reyndar þjóðarbúið allt gríðarlega miklu máli, enda er mikilvægt fyrir almenning í þessu landi að átta sig á því að við höldum úti okkar velferðarsamfélagi með því að skapa gjaldeyristekjur og það eru gjaldeyrisskapandi fyrirtæki sem gera okkur kleift að búa til það velferðarsamfélag sem við viljum búa í. Við þurfum fyrirtæki sem skapa íslenskri þjóð gjaldeyri og af þeirri ástæðu fagna ég innilega að hvalveiðar hafi hafist að nýju. Ég lít á hvalveiðarnar sem vistvæna stóriðju enda eru uppundir 150 manns sem hafa atvinnu af þessari starfsemi yfir hávertíðina og er það fyrir utan afleidd störf tengdum veiðum og vinnslu hvalafurða Það er engum vafa undirorpið að þjóðhagslegur ávinningur er af veiðum og vinnslu á hvalafurðum en vissulega hafa þessar veiðar enn meiri þýðingu fyrir sveitarfélög eins og Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit, Borgarbyggð og reyndar einnig sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu enda koma einnig starfsmenn þaðan. Grunnvallaratriðið er að við eigum að nýta okkar sjávarauðlindir skv. okkar færustu sérfræðingum sem eru í þessu tilfelli frá Hafrannsóknarstofnun. Við eigum ekki að láta „öfgahópa“ eða einhverja sérhagsmunaaðila í ferðaþjónustunni segja okkur hvaða gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar megi ástunda hér á landi. Ég tel að meirihluti þjóðarinnar styðji veiðar og vinnslu hvalaafurða og ljóst að eigandi Hvals er alls ekki búinn að einangrast við að skapa 150 manns atvinnu með öllum þeim jákvæðu þáttum sem fylgja þessum veiðum Það er rétt að geta þess að langreyði hefur fjölgað jafnt og þétt samkvæmt talningum undanfarinna áratuga. Samkvæmt síðustu talningu sem framkvæmd var árið 2015 er stofninn (Mið-Norður-Atlantshafsstofn) talinn vera um 40 þúsund dýr og hefur aldrei mælst stærri. Hví í ósköpunum eigum við ekki að heimila hvalveiðar þegar þessar staðreyndir liggja fyrir? Ég man þegar hvalveiðar voru heimilaðar 2009 og ferðaþjónustan grenjaði eins og stungnir grísir og töldu að þetta myndi rústa ferðaþjónustunni, en annað hefur svo sannarlega komið á daginn. Enda liggur fyrir að ferðamönnum fjölgaði gríðarlega og náðu hámarki 2019 og voru reyndar orðnir svo margir að talað var um að takmarka þyrfti fjölda þeirra sem hingað koma vegna átroðnings. Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ætíð stutt veiðar og vinnslu hvalaafurða og reyndar styður VLFA allar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar sama hvort þær eru í sjávarútvegi, ferðaþjónustu, stóriðju eða öðrum gjaldeyrisskapandi atvinnugreinum. Við þurfum á þessum atvinnugreinum að halda því það er með þessari gjaldeyrisöflun sem við höldum úti löggæslu, heilbrigðiskerfi, velferðarþjónustu, menntakerfi og svona mætti lengi telja. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar