Matvælaverð hækkar hratt Erna Bjarnadóttir skrifar 23. júní 2022 14:01 Vaxtahækkun Seðlabankans þann 22. júní er harkaleg áminning um að verðbólgudraugurinn ríður nú húsum í hagkerfinu. Þessi verðbólga er þó fjarri því að vera séríslenskt vandamál. Öll vesturlönd glíma nú við svipaðan verðbólguvanda. Hér á landi er hins vegar það sérvandamál að hækkanir á húsnæðisverði eiga ríkan þátt í verðbólgunni þótt verð á öðrum vörum og þjónustu sé einnig á uppleið. Í verðbólgunni verður fjölmiðlum iðulega starsýnt á hækkanir á matvælaverði, enda finna allar fjölskyldur landsins fyrir þeim. Sumir fjölmiðlar reyna stundum að gera íslenskan landbúnað að sérstökum blóraböggli í þessu efni. Sannleikurinn er hins vegar sá að í þeirri verðbólgugusu sem nú stendur yfir hafa landbúnaðarvörur á Íslandi hækkað minna en erlendis. Einfaldast er að bera saman þróunina í Danmörku og á Íslandi þar sem upplýsingar frá hagstofum beggja landa eru settar fram með nokkuð sambærilegum hætti. Í meðfylgjandi töflu má lesa um þær hækkanir sem orðið hafa sl. 12 mánuði á vísitölu neysluverðs (VN) og undirvísitölum nokkurra matvæla. Almenn verðbólguþróun á Íslandi síðastliðna 12 mánuði hefur verið hefur verið mjög svipuð og í Danmörku. Hér á Íslandi hækkaði VN um 7,6% frá maí 2021 til maí 2022 en um 7,4% í Danmörku. Þegar litið er á breytingar á matvöruverði blasir hins vegar önnur mynd við. Matur og drykkjarvörur hækkuðu um 10,1% í Danmörku en 6,2% á Íslandi. Kjöt hækkaði um 12% í Danmörku en 8,5% á Íslandi, mjólk um 18,3% í Danmörku en 11,9% á Íslandi og ostar um 16,7% í Danmörku en 8,1% á Íslandi. Svipuð hækkun var hins vegar á verði eggja í báðum löndunum. Þessi litla greining dregur glöggt fram að verðþróunin á Íslandi er fjarri því að vera einsdæmi og hér á landi hefur raunar gengið betur, a.m.k. enn sem komið er að halda aftur af verðhækkunum á landbúnaðarvörum. Samanburðurinn við hið mikla landbúnaðarland, Danmörku, gefur til kynna að væru helstu landbúnaðarafurðir fluttar inn en ekki að mestu leyti framleiddar hér á landi hefðu verðhækkanirnar hugsanlega verið mun meiri. Höfundur er verkefnisstjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Verðlag Landbúnaður Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Vaxtahækkun Seðlabankans þann 22. júní er harkaleg áminning um að verðbólgudraugurinn ríður nú húsum í hagkerfinu. Þessi verðbólga er þó fjarri því að vera séríslenskt vandamál. Öll vesturlönd glíma nú við svipaðan verðbólguvanda. Hér á landi er hins vegar það sérvandamál að hækkanir á húsnæðisverði eiga ríkan þátt í verðbólgunni þótt verð á öðrum vörum og þjónustu sé einnig á uppleið. Í verðbólgunni verður fjölmiðlum iðulega starsýnt á hækkanir á matvælaverði, enda finna allar fjölskyldur landsins fyrir þeim. Sumir fjölmiðlar reyna stundum að gera íslenskan landbúnað að sérstökum blóraböggli í þessu efni. Sannleikurinn er hins vegar sá að í þeirri verðbólgugusu sem nú stendur yfir hafa landbúnaðarvörur á Íslandi hækkað minna en erlendis. Einfaldast er að bera saman þróunina í Danmörku og á Íslandi þar sem upplýsingar frá hagstofum beggja landa eru settar fram með nokkuð sambærilegum hætti. Í meðfylgjandi töflu má lesa um þær hækkanir sem orðið hafa sl. 12 mánuði á vísitölu neysluverðs (VN) og undirvísitölum nokkurra matvæla. Almenn verðbólguþróun á Íslandi síðastliðna 12 mánuði hefur verið hefur verið mjög svipuð og í Danmörku. Hér á Íslandi hækkaði VN um 7,6% frá maí 2021 til maí 2022 en um 7,4% í Danmörku. Þegar litið er á breytingar á matvöruverði blasir hins vegar önnur mynd við. Matur og drykkjarvörur hækkuðu um 10,1% í Danmörku en 6,2% á Íslandi. Kjöt hækkaði um 12% í Danmörku en 8,5% á Íslandi, mjólk um 18,3% í Danmörku en 11,9% á Íslandi og ostar um 16,7% í Danmörku en 8,1% á Íslandi. Svipuð hækkun var hins vegar á verði eggja í báðum löndunum. Þessi litla greining dregur glöggt fram að verðþróunin á Íslandi er fjarri því að vera einsdæmi og hér á landi hefur raunar gengið betur, a.m.k. enn sem komið er að halda aftur af verðhækkunum á landbúnaðarvörum. Samanburðurinn við hið mikla landbúnaðarland, Danmörku, gefur til kynna að væru helstu landbúnaðarafurðir fluttar inn en ekki að mestu leyti framleiddar hér á landi hefðu verðhækkanirnar hugsanlega verið mun meiri. Höfundur er verkefnisstjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun