Vaktin: Ráðast að öryggisstofnunum í Lysychansk Hólmfríður Gísladóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 22. júní 2022 08:17 Fáir íbúar eru enn í Lysychansk enda varla hægt að finna svæði sem ekki verður fyrir loftárásum. Getty Finnar eru reiðubúnir ef Rússar ráðast gegn þeim og munu verjast ötullega, segir Timo Kivinen, yfirmaður finnska heraflans. „Mikilvægasta vörnin er á milli eyrnanna, líkt og stríðið í Úkraínu hefur sýnt okkur,“ segir hann. Kivinen segir Finna hafa undirbúið sig í gegnum árin fyrir nákvæmlega þess konar hernað sem Rússar séu að stunda í Úkraínu. Úkraína hafi staðið í Rússum og það myndi Finnland einnig gera. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Einn af leiðtogum leppstjórnar Rússa í hinu hernumda Zaporizhzhia í Úkraínu segir landamærin milli Rússlands og Úkraínu „verri en Berlínarmúrinn var fyrir Þjóðverja“. „Sameining okkar við Rússland er óumflýjanleg; það ættu ekki að vera nein landamæri á milli okkar,“ sagði Alexander Rogov í samtali við RIA Novosti. Úkraínsk yfirvöld segja ástandið í austurhluta Donbas afar erfitt. Rússar hafa gefið í árásir sínar á Sieverodonetsk og Lysychansk og náð nokkrum byggðum í nágrenninu. Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, segist vilja styrkja efnahagsleg bönd við BRICS ríkin; Brasilíu, Indland, Kína og Suður-Afríku. Úkraínumenn segjast hafa gert loftárásir á Snákaeyju og fellt töluverðan fjölda rússneskra hermanna. Umrædd aðgerð er stendur enn yfir, að þeirra sögn. Að minnsta kosti fimmtán almennir borgarar létust í árásum Rússa í Kharkív í gær. Embættismenn á Vesturlöndum segja yfirvöld í Rússlandi standa fyrir átaki til að fá fólk á fátækum svæðum landsins skrá sig til að berjast í Úkraínu. Umræða um framtíð Vladimir Pútín Rússlandsforseta hafi aukist í Rússlandi en ekkert bendi til þess að stöðu hans sé ógnað. Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, heimsótti Úkraínu í gær og tilkynnti um stofnun teymis sem mun freista þess að draga stríðsglæpamenn til ábyrgðar. Tyrknesk sendinefnd mun ferðast til Rússlands í vikunni til að ræða mögulegar leiðir til að koma kornvöru sjóleiðina frá Úkraínu.
„Mikilvægasta vörnin er á milli eyrnanna, líkt og stríðið í Úkraínu hefur sýnt okkur,“ segir hann. Kivinen segir Finna hafa undirbúið sig í gegnum árin fyrir nákvæmlega þess konar hernað sem Rússar séu að stunda í Úkraínu. Úkraína hafi staðið í Rússum og það myndi Finnland einnig gera. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Einn af leiðtogum leppstjórnar Rússa í hinu hernumda Zaporizhzhia í Úkraínu segir landamærin milli Rússlands og Úkraínu „verri en Berlínarmúrinn var fyrir Þjóðverja“. „Sameining okkar við Rússland er óumflýjanleg; það ættu ekki að vera nein landamæri á milli okkar,“ sagði Alexander Rogov í samtali við RIA Novosti. Úkraínsk yfirvöld segja ástandið í austurhluta Donbas afar erfitt. Rússar hafa gefið í árásir sínar á Sieverodonetsk og Lysychansk og náð nokkrum byggðum í nágrenninu. Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, segist vilja styrkja efnahagsleg bönd við BRICS ríkin; Brasilíu, Indland, Kína og Suður-Afríku. Úkraínumenn segjast hafa gert loftárásir á Snákaeyju og fellt töluverðan fjölda rússneskra hermanna. Umrædd aðgerð er stendur enn yfir, að þeirra sögn. Að minnsta kosti fimmtán almennir borgarar létust í árásum Rússa í Kharkív í gær. Embættismenn á Vesturlöndum segja yfirvöld í Rússlandi standa fyrir átaki til að fá fólk á fátækum svæðum landsins skrá sig til að berjast í Úkraínu. Umræða um framtíð Vladimir Pútín Rússlandsforseta hafi aukist í Rússlandi en ekkert bendi til þess að stöðu hans sé ógnað. Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, heimsótti Úkraínu í gær og tilkynnti um stofnun teymis sem mun freista þess að draga stríðsglæpamenn til ábyrgðar. Tyrknesk sendinefnd mun ferðast til Rússlands í vikunni til að ræða mögulegar leiðir til að koma kornvöru sjóleiðina frá Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Sjá meira