Hundruð meta slegin í hitabylgjunni í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2022 13:56 Ummerki eftir gróðurelda í Zamora-héraði á norðvestanverðum spáni. Eldarnir eru sagðir þeir umfangsmestu á Spáni í áratugi. Vísir/EPA Hitabylgja sem gekk yfir hluta meginlands Evrópu um helgina gat af sér hundruð hitameta, ekki síst í Frakklandi þar sem hitinn var hve hæst yfir meðaltali. Í Baskalandi var sögulegt hitamet slegið rækilega. Hitinn náði víða nokkuð yfir fjörutíu gráður á Spáni, Frakklandi og Þýskalandi um helgina. Hann orsakaðist af hitastrók yfir eyðimörkum Norður-Afríku og lágþrýstisvæðis undan vesturströnd Evrópu sem sogaði heitt loft norður yfir meginlandið, að sögn Washington Post. Litla kælingu var að fá úr Miðjarðarhafinu þar sem yfirborðssjór er um fimm gráðum hlýrri en að meðaltali á þessum tíma árs. Bylgjan hófst á Íberíuskaga í síðustu viku en spænskir veðurfræðingar segja að hún sé sú öflugasta svo snemma sumars sem sögur fara af. Þrúgandi hitabylgja hafði þegar leikið Spánverja grátt í maí. Þar hafa geisað skæðir skógareldar, sérstaklega á norðanverðum Spáni. Hámarki var náð um helgina en þá sátu veðurfræðingar sveittir við hitamæla að skrásetja ný met, jafnt mánaðarleg og allsherjarmet. Another historic day of heat in Europe. I can't believe it is only the 19th of June. Unprecedented to witness this level of heat so early in the year.Many June records broken by large margins. Some June national records equaled or broken. pic.twitter.com/cpDySkCxhV— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) June 19, 2022 Í Frakklandi voru á annan tuga meta yfir hæsta hita sem nokkur sinni hefur mælst slegin, þar á meðal í Biarritz á suðvesturströndinni þar sem hitinn mældist 42,9°C. Í Pissos fór hitinn í 43,4°C, aðeins 0,1 gráðu frá hæsta hita sem þar hefur mælst. Til viðbótar voru að minnsta kosti tvö hundruð mánaðarmet slegin í Frakklandi um helgina. Í borginni San Sebastián (Donostia) Spánarmegin í Baskalandi fór hitinn í 43,9°C á laugardag, mun heitara en fyrra met. Sunnudagurinn var heitasti dagurinn í Þýskalandi og nágrannaríkjunum. Í Cottbus, suðaustur af Berlín, sýndi hitamælirinn 39,2°C. Hann hafði aldrei farið svo hátt þar frá því að mælingar hófust. Í Póllandi var nýtt hitamet fyrir júní slegið þegar hitinn náði 38,3°C í Slubice. Mánaðarmet var einnig set í Tékklandi, 39 gráður í Husinec. An intense, early heatwave is baking western Europe, with temperatures in many places topping 40°C on Saturday 18 June. This maps shows the land surface temperature of countries in Western Europe and Algeria https://t.co/BAAvQ2kP9B pic.twitter.com/bpaWDSfZjn— ESA EarthObservation (@ESA_EO) June 21, 2022 Greining á hitabylgjunni nú liggja enn ekki fyrir en í fyrri bylgjum hafa vísindamenn séð skýr merki þess að hnattræn hlýnun af völdum manna hafi gert þær margfalt líklegri en ella. Nú þegar hefur hlýnað um 1,1 gráður á jörðinni borið saman við tímabilið fyrir iðnbyltingu vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa sem rekja má til stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Loftslagsmál Spánn Frakkland Veður Tengdar fréttir Skógareldar loga um allan Spán Ekkert lát er á gríðarlegri hitabylgju á Spáni sem nú hefur staðið í meira en viku. Skógareldar loga um allt land og hefur þurft að rýma á annan tug bæja á Norður-Spáni. 18. júní 2022 14:31 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Hitinn náði víða nokkuð yfir fjörutíu gráður á Spáni, Frakklandi og Þýskalandi um helgina. Hann orsakaðist af hitastrók yfir eyðimörkum Norður-Afríku og lágþrýstisvæðis undan vesturströnd Evrópu sem sogaði heitt loft norður yfir meginlandið, að sögn Washington Post. Litla kælingu var að fá úr Miðjarðarhafinu þar sem yfirborðssjór er um fimm gráðum hlýrri en að meðaltali á þessum tíma árs. Bylgjan hófst á Íberíuskaga í síðustu viku en spænskir veðurfræðingar segja að hún sé sú öflugasta svo snemma sumars sem sögur fara af. Þrúgandi hitabylgja hafði þegar leikið Spánverja grátt í maí. Þar hafa geisað skæðir skógareldar, sérstaklega á norðanverðum Spáni. Hámarki var náð um helgina en þá sátu veðurfræðingar sveittir við hitamæla að skrásetja ný met, jafnt mánaðarleg og allsherjarmet. Another historic day of heat in Europe. I can't believe it is only the 19th of June. Unprecedented to witness this level of heat so early in the year.Many June records broken by large margins. Some June national records equaled or broken. pic.twitter.com/cpDySkCxhV— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) June 19, 2022 Í Frakklandi voru á annan tuga meta yfir hæsta hita sem nokkur sinni hefur mælst slegin, þar á meðal í Biarritz á suðvesturströndinni þar sem hitinn mældist 42,9°C. Í Pissos fór hitinn í 43,4°C, aðeins 0,1 gráðu frá hæsta hita sem þar hefur mælst. Til viðbótar voru að minnsta kosti tvö hundruð mánaðarmet slegin í Frakklandi um helgina. Í borginni San Sebastián (Donostia) Spánarmegin í Baskalandi fór hitinn í 43,9°C á laugardag, mun heitara en fyrra met. Sunnudagurinn var heitasti dagurinn í Þýskalandi og nágrannaríkjunum. Í Cottbus, suðaustur af Berlín, sýndi hitamælirinn 39,2°C. Hann hafði aldrei farið svo hátt þar frá því að mælingar hófust. Í Póllandi var nýtt hitamet fyrir júní slegið þegar hitinn náði 38,3°C í Slubice. Mánaðarmet var einnig set í Tékklandi, 39 gráður í Husinec. An intense, early heatwave is baking western Europe, with temperatures in many places topping 40°C on Saturday 18 June. This maps shows the land surface temperature of countries in Western Europe and Algeria https://t.co/BAAvQ2kP9B pic.twitter.com/bpaWDSfZjn— ESA EarthObservation (@ESA_EO) June 21, 2022 Greining á hitabylgjunni nú liggja enn ekki fyrir en í fyrri bylgjum hafa vísindamenn séð skýr merki þess að hnattræn hlýnun af völdum manna hafi gert þær margfalt líklegri en ella. Nú þegar hefur hlýnað um 1,1 gráður á jörðinni borið saman við tímabilið fyrir iðnbyltingu vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa sem rekja má til stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti.
Loftslagsmál Spánn Frakkland Veður Tengdar fréttir Skógareldar loga um allan Spán Ekkert lát er á gríðarlegri hitabylgju á Spáni sem nú hefur staðið í meira en viku. Skógareldar loga um allt land og hefur þurft að rýma á annan tug bæja á Norður-Spáni. 18. júní 2022 14:31 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Skógareldar loga um allan Spán Ekkert lát er á gríðarlegri hitabylgju á Spáni sem nú hefur staðið í meira en viku. Skógareldar loga um allt land og hefur þurft að rýma á annan tug bæja á Norður-Spáni. 18. júní 2022 14:31