Segja framsetningu um stöðu á leigumarkaði vera villandi Atli Ísleifsson skrifar 16. júní 2022 14:35 Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, segir ekki rétt að miða við meðallaun í landinu þegar staðan á leigumarkaði sé skoðuð. Vísir/Vilhelm Formaður Samtaka leigjenda segir framsetningu Húsnæðis- og mannvirkjastofunar um ástandið á leigumarkaði vera villandi og að ekki sé rétt að miða við hlutfall af meðallaunum. Slíkt gefi skakka mynd þar sem flestir á leigumarkaði séu í lágtekjuhópum. Húsnæðis- og mannvirkjustofnun birti í gær mánaðarskýrslu sína um stöðuna á húsnæðismarkaði þar sem sagði að ýmsir mælikvarðar bendi til þess að betra sé að vera á leigumarkaði nú en oft áður. Þó var bent á að blikur væru á lofti og að staðan gæti snúist við á næstu misserum. Í skýrslunni sagði að leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hafi farið lækkandi á föstu verðlagi frá því í byrjun árs og að leiguverðið væru nú orðið lægra en fyrir ári síðan og hafi það ekki mælst lægra að raunvirði síðan í ágústmánuði 2017. „Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu í apríl sem hlutfall af launum er það lægsta sem mælst hefur en gögnin ná aftur til byrjun árs 2013. Hlutfallið náði hámarki í lok árs 2018 en mælist nú 15,6% lægra en það gerði þá,“ sagði í skýrslu HMS. Ekki sé miðað við meðallaun Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, segir að það sem samtökin setji út á sé að stofnunin miði við meðallaun. „Við sem erum á leigumarkaði og eigum í samtali við leigjendur höfum þá sterku tilfinningu og teljum okkur vita það að meirihluti leigjenda eru í lægri leiguþrepunum. Það segir sig svolítið sjálft. Fólk sem er á leigumarkaði er fólk sem getur kannski ekki safnað sér fyrir útborgun og þar af leiðandi er ekki réttlátt að okkar mati að miða við meðallaun í landi þegar verið að skoða álag á tekjuhópina. Meðallaun í landinu eru um 690 þúsund krónur á meðan lágmarkslaun eru 360 þúsund, örorkubætur og framfærslubætur eru 300 þúsund. Á sama tíma er meðalleiguverð í Reykjavík, vestan Kringlumýrarbrautar, farið yfir 3.300 krónur á fermetrann,“ segir Guðmundur Hrafn. Óeðlileg þróun fyrir faraldur Guðmundur Hrafn segir að þegar litið sé á þróunina frá 2011, þegar byrjað var að gefa út vísitölu leiguverðs, og til aprílmánaðar 2020, þegar áhrif Covid á leigumarkaðinn komu fram, þá hafi átt sér stað mjög óeðlileg þróun á leiguverði með tilliti til launa og samfylgni við hækkun fasteignaverðs. Leiguverð hafi hækkað mjög á þessum tíma. „Við höfum líka borið ástandið á leigumarkaði hér saman við ástandið á leigumarkaðinn í Kaupmannahöfn í Danmörku. Hlutfall meðalhúsaleigu á 100 fermetra íbúð á Kaupmannahöfn er ekki nema 37 prósent af lágmarkslaunum. Á sama tíma er hlutfallið 69 prósent hér. Við erum að benda á það að þeir hópar sem eru á leigumarkaði, að álag leiguverðs á tekjur þeirra er miklu, miklu hærra hér en annars staðar.“ Guðmundur Hrafn bendir sömuleiðis á að meðalleiguverðið hjá Hagstofunni, sé tiltölulega skakkt þar sem fjöldinn allur af leigusamningum, þar sem leiga sé hærri en hjá leigusamningar á vegum félagslegra úrræða, séu ekki þinglýstir og það skekki heildarmyndina. Leigumarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Segir leiguverð ekki þurfa að fylgja hækkandi fasteignaverði Leiguverð hefur ekki mælst lægra að raunvirði síðan 2017. Hagfræðingur hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun segir leiguverð ekki alltaf þurfa að fylgja fasteignaverði. Kostnaður við að eiga og reka íbúð hafi ekki hækkað mikið 15. júní 2022 14:21 Leiguverð sem hlutfall af launum ekki mælst lægra síðan 2013 Umsvif á fasteignamarkaði halda áfram að dragast saman og framboð af íbúðum til sölu er farið að aukast á nýjan leik eftir verulegan samdrátt allt frá því í maí 2020. Hátt hlutfall íbúða sem seldist á yfirverði í apríl og stuttur sölutími er hins vegar vísbending um að eftirspurnarþrýstingur hafi þó enn verið mikill í mánuðinum. 15. júní 2022 08:15 Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Húsnæðis- og mannvirkjustofnun birti í gær mánaðarskýrslu sína um stöðuna á húsnæðismarkaði þar sem sagði að ýmsir mælikvarðar bendi til þess að betra sé að vera á leigumarkaði nú en oft áður. Þó var bent á að blikur væru á lofti og að staðan gæti snúist við á næstu misserum. Í skýrslunni sagði að leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hafi farið lækkandi á föstu verðlagi frá því í byrjun árs og að leiguverðið væru nú orðið lægra en fyrir ári síðan og hafi það ekki mælst lægra að raunvirði síðan í ágústmánuði 2017. „Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu í apríl sem hlutfall af launum er það lægsta sem mælst hefur en gögnin ná aftur til byrjun árs 2013. Hlutfallið náði hámarki í lok árs 2018 en mælist nú 15,6% lægra en það gerði þá,“ sagði í skýrslu HMS. Ekki sé miðað við meðallaun Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, segir að það sem samtökin setji út á sé að stofnunin miði við meðallaun. „Við sem erum á leigumarkaði og eigum í samtali við leigjendur höfum þá sterku tilfinningu og teljum okkur vita það að meirihluti leigjenda eru í lægri leiguþrepunum. Það segir sig svolítið sjálft. Fólk sem er á leigumarkaði er fólk sem getur kannski ekki safnað sér fyrir útborgun og þar af leiðandi er ekki réttlátt að okkar mati að miða við meðallaun í landi þegar verið að skoða álag á tekjuhópina. Meðallaun í landinu eru um 690 þúsund krónur á meðan lágmarkslaun eru 360 þúsund, örorkubætur og framfærslubætur eru 300 þúsund. Á sama tíma er meðalleiguverð í Reykjavík, vestan Kringlumýrarbrautar, farið yfir 3.300 krónur á fermetrann,“ segir Guðmundur Hrafn. Óeðlileg þróun fyrir faraldur Guðmundur Hrafn segir að þegar litið sé á þróunina frá 2011, þegar byrjað var að gefa út vísitölu leiguverðs, og til aprílmánaðar 2020, þegar áhrif Covid á leigumarkaðinn komu fram, þá hafi átt sér stað mjög óeðlileg þróun á leiguverði með tilliti til launa og samfylgni við hækkun fasteignaverðs. Leiguverð hafi hækkað mjög á þessum tíma. „Við höfum líka borið ástandið á leigumarkaði hér saman við ástandið á leigumarkaðinn í Kaupmannahöfn í Danmörku. Hlutfall meðalhúsaleigu á 100 fermetra íbúð á Kaupmannahöfn er ekki nema 37 prósent af lágmarkslaunum. Á sama tíma er hlutfallið 69 prósent hér. Við erum að benda á það að þeir hópar sem eru á leigumarkaði, að álag leiguverðs á tekjur þeirra er miklu, miklu hærra hér en annars staðar.“ Guðmundur Hrafn bendir sömuleiðis á að meðalleiguverðið hjá Hagstofunni, sé tiltölulega skakkt þar sem fjöldinn allur af leigusamningum, þar sem leiga sé hærri en hjá leigusamningar á vegum félagslegra úrræða, séu ekki þinglýstir og það skekki heildarmyndina.
Leigumarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Segir leiguverð ekki þurfa að fylgja hækkandi fasteignaverði Leiguverð hefur ekki mælst lægra að raunvirði síðan 2017. Hagfræðingur hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun segir leiguverð ekki alltaf þurfa að fylgja fasteignaverði. Kostnaður við að eiga og reka íbúð hafi ekki hækkað mikið 15. júní 2022 14:21 Leiguverð sem hlutfall af launum ekki mælst lægra síðan 2013 Umsvif á fasteignamarkaði halda áfram að dragast saman og framboð af íbúðum til sölu er farið að aukast á nýjan leik eftir verulegan samdrátt allt frá því í maí 2020. Hátt hlutfall íbúða sem seldist á yfirverði í apríl og stuttur sölutími er hins vegar vísbending um að eftirspurnarþrýstingur hafi þó enn verið mikill í mánuðinum. 15. júní 2022 08:15 Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Segir leiguverð ekki þurfa að fylgja hækkandi fasteignaverði Leiguverð hefur ekki mælst lægra að raunvirði síðan 2017. Hagfræðingur hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun segir leiguverð ekki alltaf þurfa að fylgja fasteignaverði. Kostnaður við að eiga og reka íbúð hafi ekki hækkað mikið 15. júní 2022 14:21
Leiguverð sem hlutfall af launum ekki mælst lægra síðan 2013 Umsvif á fasteignamarkaði halda áfram að dragast saman og framboð af íbúðum til sölu er farið að aukast á nýjan leik eftir verulegan samdrátt allt frá því í maí 2020. Hátt hlutfall íbúða sem seldist á yfirverði í apríl og stuttur sölutími er hins vegar vísbending um að eftirspurnarþrýstingur hafi þó enn verið mikill í mánuðinum. 15. júní 2022 08:15