Lífleg eða róleg viðskipti Baldur Thorlacius skrifar 16. júní 2022 14:24 Nýverið lauk Ölgerðin við frumútboð og skráningu á Aðalmarkað Nasdaq Iceland (Kauphöllina). Útboðið heppnaðist vel, þreföld umframeftirspurn og áskriftir frá um 6.600 aðilum við krefjandi markaðsaðstæður. Félagið var skráð í Kauphöllina 9. júní. Þann dag urðu 471 viðskipti upp á samtals tæplega 300 milljónir króna. Í fréttum af fyrstu viðskiptum með hlutabréf félagsins var í einhverjum miðlum greint frá því að þessi frumraun hefði verið nokkuð róleg. Til samanburðar voru nýleg dæmi um skráningar Síldarvinnslunnar og Íslandsbanka. Í tilviki Síldarvinnslunnar var velta upp á um milljarð króna á fyrsta degi félagsins í Kauphöllinni, sem gerir 262% meiri veltu en með Ölgerðina. Hjá Íslandsbanka nam veltan um 5,4 milljörðum, sem gerir 1699% meiri veltu en með Ölgerðina, hvorki meira né minna. En stöldrum nú aðeins við, skiptir mögulega einnig máli hversu stór viðkomandi fyrirtæki eru þegar lagt er mat á umfang viðskipta? Bæði Íslandsbanki og Síldarvinnslan eru talsvert stærri en Ölgerðin að markaðsvirði. Það sem telst mikil velta með Ölgerðina gæti því talist lítil velta með samanburðarfélögin tvö. Ef við leiðréttum fyrir stærð og horfum á daglegan veltuhraða, þar sem við deilum fjölda hlutabréfa sem skiptu um hendur með heildarfjölda hlutabréfa, má sjá að hann var 1,1% á frumraun Ölgerðarinnar í Kauphöllinni. Þetta þýðir að það urðu viðskipti með 1,1% af öllu hlutafé í félaginu á einum degi. Í tilviki Síldarvinnslunnar var veltuhraðinn 1,0% en í tilviki Íslandsbanka heil 2,9%. Þegar allar skráningar á Aðalmarkað frá hruni eru skoðaðar kemur í ljós að veltuhraðinn á fyrsta degi eftir frumútboð hefur almennt verið 1,3% (miðgildi). M.ö.o. voru bæði Ölgerðin og Síldarvinnslan nokkurn vegin á pari við það sem gengur og gerist. Veltan með Íslandsbanka var aftur á móti mikil, hvort sem leiðrétt er fyrir stærð eða ekki. Metið á TM, sem fór á markað í maí 2013, en það urðu viðskipti með 6,7% af öllum útgefnum hlutum á skráningardegi þess. Það vill einnig svo vel til að TM á metið fyrir hæsta frumútboðspoppið (hækkun frá útboðsverði) eftir hrun, eða 33%. Íslandsbanki fylgir þar á eftir, með 20%. Ég myndi því seint segja að viðskipti með Ölgerðina á skráningardeginum hefðu verið eitthvað sérstaklega róleg. Veltan var í takt við það sem við höfum áður séð, leiðrétt fyrir stærð, og fjöldi viðskipta með hæsta móti, eða sá næst mesti á fyrsta degi viðskipta frá hruni (Íslandsbanki á það met). Það er mjög algengt að fólk taki ekki tillit til stærðar fyrirtækja þegar það fjallar um virkni markaðarins. Hvort sem það eru fjölmiðlar, reynslumiklir greiningaraðilar eða fjárfestar. En veltutölur einar og sér geta verið blekkjandi, ef þær eru ekki settar í samhengi við stærð. Að nota veltuhraða getur því verið góð leið til að bera saman virkni í viðskiptum á milli einstakra fyrirtækja eða markaða. Leiðrétt fyrir stærð hefur veltan á íslenska markaðnum iðulega komið vel út í samanburði við stærri markaði. Það má því segja að það séu almennt nokkuð lífleg viðskipti á íslenska markaðnum og hann hefur náð að styðja vel við íslenskt efnahagslíf í gegnum árin. En lengi má gott bæta og fjölgun félaga á markaði er mikilvægur liður í því að efla markaðinn enn frekar. Skráningar Nova og Alvotech eru næstar á dagskrá, það verður spennandi að sjá hvernig þeim mun vegna. Höfundur er framkvæmdastjóra sölu og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Kauphöllin Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Nýverið lauk Ölgerðin við frumútboð og skráningu á Aðalmarkað Nasdaq Iceland (Kauphöllina). Útboðið heppnaðist vel, þreföld umframeftirspurn og áskriftir frá um 6.600 aðilum við krefjandi markaðsaðstæður. Félagið var skráð í Kauphöllina 9. júní. Þann dag urðu 471 viðskipti upp á samtals tæplega 300 milljónir króna. Í fréttum af fyrstu viðskiptum með hlutabréf félagsins var í einhverjum miðlum greint frá því að þessi frumraun hefði verið nokkuð róleg. Til samanburðar voru nýleg dæmi um skráningar Síldarvinnslunnar og Íslandsbanka. Í tilviki Síldarvinnslunnar var velta upp á um milljarð króna á fyrsta degi félagsins í Kauphöllinni, sem gerir 262% meiri veltu en með Ölgerðina. Hjá Íslandsbanka nam veltan um 5,4 milljörðum, sem gerir 1699% meiri veltu en með Ölgerðina, hvorki meira né minna. En stöldrum nú aðeins við, skiptir mögulega einnig máli hversu stór viðkomandi fyrirtæki eru þegar lagt er mat á umfang viðskipta? Bæði Íslandsbanki og Síldarvinnslan eru talsvert stærri en Ölgerðin að markaðsvirði. Það sem telst mikil velta með Ölgerðina gæti því talist lítil velta með samanburðarfélögin tvö. Ef við leiðréttum fyrir stærð og horfum á daglegan veltuhraða, þar sem við deilum fjölda hlutabréfa sem skiptu um hendur með heildarfjölda hlutabréfa, má sjá að hann var 1,1% á frumraun Ölgerðarinnar í Kauphöllinni. Þetta þýðir að það urðu viðskipti með 1,1% af öllu hlutafé í félaginu á einum degi. Í tilviki Síldarvinnslunnar var veltuhraðinn 1,0% en í tilviki Íslandsbanka heil 2,9%. Þegar allar skráningar á Aðalmarkað frá hruni eru skoðaðar kemur í ljós að veltuhraðinn á fyrsta degi eftir frumútboð hefur almennt verið 1,3% (miðgildi). M.ö.o. voru bæði Ölgerðin og Síldarvinnslan nokkurn vegin á pari við það sem gengur og gerist. Veltan með Íslandsbanka var aftur á móti mikil, hvort sem leiðrétt er fyrir stærð eða ekki. Metið á TM, sem fór á markað í maí 2013, en það urðu viðskipti með 6,7% af öllum útgefnum hlutum á skráningardegi þess. Það vill einnig svo vel til að TM á metið fyrir hæsta frumútboðspoppið (hækkun frá útboðsverði) eftir hrun, eða 33%. Íslandsbanki fylgir þar á eftir, með 20%. Ég myndi því seint segja að viðskipti með Ölgerðina á skráningardeginum hefðu verið eitthvað sérstaklega róleg. Veltan var í takt við það sem við höfum áður séð, leiðrétt fyrir stærð, og fjöldi viðskipta með hæsta móti, eða sá næst mesti á fyrsta degi viðskipta frá hruni (Íslandsbanki á það met). Það er mjög algengt að fólk taki ekki tillit til stærðar fyrirtækja þegar það fjallar um virkni markaðarins. Hvort sem það eru fjölmiðlar, reynslumiklir greiningaraðilar eða fjárfestar. En veltutölur einar og sér geta verið blekkjandi, ef þær eru ekki settar í samhengi við stærð. Að nota veltuhraða getur því verið góð leið til að bera saman virkni í viðskiptum á milli einstakra fyrirtækja eða markaða. Leiðrétt fyrir stærð hefur veltan á íslenska markaðnum iðulega komið vel út í samanburði við stærri markaði. Það má því segja að það séu almennt nokkuð lífleg viðskipti á íslenska markaðnum og hann hefur náð að styðja vel við íslenskt efnahagslíf í gegnum árin. En lengi má gott bæta og fjölgun félaga á markaði er mikilvægur liður í því að efla markaðinn enn frekar. Skráningar Nova og Alvotech eru næstar á dagskrá, það verður spennandi að sjá hvernig þeim mun vegna. Höfundur er framkvæmdastjóra sölu og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar