Fá grænt ljós á frekari geimskot frá Texas Samúel Karl Ólason skrifar 14. júní 2022 14:52 Starship-geimfar á skotpalli í Texas. AP/SpaceX Verkfræðingar og vísindamenn SpaceX mega halda áfram tilraunum sínum með geimfarið Starship í Suður-Flórída. Tilraunirnar voru stöðvaðar á meðan umhverfismat fór fram. Framkvæmd matsins dróst verulega á langinn. Þrátt fyrir að leyfi hafi fengist til að halda tilraunum áfram fylgja leyfinu ýmiss skilyrði. Starfsmenn SpaceX munu þurfa að framfylgja tæplega áttatíu skilyrðum til að draga úr áhrifum þróunarvinnunnar á umhverfið og íbúa í Texas. Meðal þess sem þarf að gera er að gera sérfræðingum kleift að vakta dýralíf og gróður á svæðinu og láta íbúa vita af öllu sem mun hafa áhrif á þá, eins og háværum tilraunum og tilraunaskotum. Starfsmenn SpaceX munu einnig þurfa að tryggja að allt brak sé hreinsað upp og breyta ljóskösturum á svæðinu þannig að þeir hafi minni áhrif á dýralífið á svæðinu á næturnar. One step closer to the first orbital flight test of Starship https://t.co/MEcQ6gST6Q pic.twitter.com/jxqEsM62gc— SpaceX (@SpaceX) June 13, 2022 Næsta skref í þróun geimfarsins er að senda það á braut um jörðu og er vonast til þess að það væri hægt á næstunni. Forsvarsmenn fyrirtækisins vilja einnig fara í mikla uppbyggingu í Texas og gera skotpallinn þar að einum af þeim stærstu í Bandaríkjunum, samkvæmt frétt Ars Technica. Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur gert samning við SpaceX um að lenda geimförum á tunglinu á komandi árum. Sjá einnig: NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Ekki er útlit fyrir að SpaceX muni geta skotið Starship á loft frá Flórída, því forsvarsmenn NASA hafa krafið yfirmenn SpaceX um skýringar á því hvernig hægt væri að tryggja aðra skotpalla við Kennedy-geimmiðstöðina í Flórída, sem eru mikilvægir rekstri Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Reuters sagði frá því í gær að það gæti tekið marga mánuði að ganga frá því máli. Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Elon Musk, eigandi SpaceX hefur áður sagt að Starship eigi í raun að vera eins og flugvélar. Hægt verði að stíga um borð í geimfar hér á Íslandi og lenda svo í Japan skömmu seinna. Þar eigi einungis að þurfa að dæla eldsneyti á geimfarið og fljúga því eitthvað annað. Bandaríkin SpaceX Geimurinn Tækni Tunglið Mars Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Þrátt fyrir að leyfi hafi fengist til að halda tilraunum áfram fylgja leyfinu ýmiss skilyrði. Starfsmenn SpaceX munu þurfa að framfylgja tæplega áttatíu skilyrðum til að draga úr áhrifum þróunarvinnunnar á umhverfið og íbúa í Texas. Meðal þess sem þarf að gera er að gera sérfræðingum kleift að vakta dýralíf og gróður á svæðinu og láta íbúa vita af öllu sem mun hafa áhrif á þá, eins og háværum tilraunum og tilraunaskotum. Starfsmenn SpaceX munu einnig þurfa að tryggja að allt brak sé hreinsað upp og breyta ljóskösturum á svæðinu þannig að þeir hafi minni áhrif á dýralífið á svæðinu á næturnar. One step closer to the first orbital flight test of Starship https://t.co/MEcQ6gST6Q pic.twitter.com/jxqEsM62gc— SpaceX (@SpaceX) June 13, 2022 Næsta skref í þróun geimfarsins er að senda það á braut um jörðu og er vonast til þess að það væri hægt á næstunni. Forsvarsmenn fyrirtækisins vilja einnig fara í mikla uppbyggingu í Texas og gera skotpallinn þar að einum af þeim stærstu í Bandaríkjunum, samkvæmt frétt Ars Technica. Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur gert samning við SpaceX um að lenda geimförum á tunglinu á komandi árum. Sjá einnig: NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Ekki er útlit fyrir að SpaceX muni geta skotið Starship á loft frá Flórída, því forsvarsmenn NASA hafa krafið yfirmenn SpaceX um skýringar á því hvernig hægt væri að tryggja aðra skotpalla við Kennedy-geimmiðstöðina í Flórída, sem eru mikilvægir rekstri Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Reuters sagði frá því í gær að það gæti tekið marga mánuði að ganga frá því máli. Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Elon Musk, eigandi SpaceX hefur áður sagt að Starship eigi í raun að vera eins og flugvélar. Hægt verði að stíga um borð í geimfar hér á Íslandi og lenda svo í Japan skömmu seinna. Þar eigi einungis að þurfa að dæla eldsneyti á geimfarið og fljúga því eitthvað annað.
Bandaríkin SpaceX Geimurinn Tækni Tunglið Mars Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira