Vaktin: Segja Pútín enn vilja meira af Úkraínu Bjarki Sigurðsson og Samúel Karl Ólason skrifa 14. júní 2022 07:27 Bandaríkjamenn telja vonir Pútíns ekki lengur í takt við getu rússneska hersins. AP/Evgeny Biyatov Vladimír Pútín, forseti Rússlands, vill enn ná tökum á meirihluta Úkraínu, ef ekki öllu ríkinu, þá þær áætlanir hafi misheppnast í upphafi innrásar Rússa. Þetta telja Bandaríkjamenn stöðuna en þeir segja ólíklegt að Rússar hafi burði til að ná þessum markmiðum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hversveitir Rússlands hafa náð tökum á um 80 prósentum af borginni Severodonetsk í Luhansk. Eins og áður hefur komið fram eru allar brýrnar úr borginni ónýtar en Úkraínumenn segjast enn reyna að flytja óbreytta og særða borgara á brott, þó það sé erfitt. Volódímír Selenskí Úkraínuforseti segir að barátta Úkraínumanna og Rússa um Donbas-hérað sé sú grimmilegasta í sögu Evrópu. Hann segir að mannfall Úkraínu í baráttunni sé gríðarlegt. Úkraínsk yfirvöld sögðu í gær að önnur fjöldagröf með óbreyttum borgurum hafi fundist nærri Bucha, rétt hjá Kænugarði. Í gröfinni voru sjö lík. Mikhail Kasyanov, fyrrum forsætisráðherra Rússlands, telur að stríðið milli Úkraínu og Rússlands muni standa yfir næstu tvö árin. Enn á eftir að bera kennsl á um tólfhundruð lík sem fundist hafa í fjöldagröfum í Úkraínu samkvæmt ríkislögreglustjóranum þar í landi, Ihor Klymenko. Talið er að um fimmtán þúsund auðkýfingar með auðæfi metin á yfir milljón dollara, 130 milljónir íslenskra króna, muni flýja Rússland á þessu ári. Borgirnar Luhansk og Donetsk eru staðsettar í samnefndum héröðum, og mynda héröðin tvö Luhansk og Donetsk Donbas-svæðið.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hversveitir Rússlands hafa náð tökum á um 80 prósentum af borginni Severodonetsk í Luhansk. Eins og áður hefur komið fram eru allar brýrnar úr borginni ónýtar en Úkraínumenn segjast enn reyna að flytja óbreytta og særða borgara á brott, þó það sé erfitt. Volódímír Selenskí Úkraínuforseti segir að barátta Úkraínumanna og Rússa um Donbas-hérað sé sú grimmilegasta í sögu Evrópu. Hann segir að mannfall Úkraínu í baráttunni sé gríðarlegt. Úkraínsk yfirvöld sögðu í gær að önnur fjöldagröf með óbreyttum borgurum hafi fundist nærri Bucha, rétt hjá Kænugarði. Í gröfinni voru sjö lík. Mikhail Kasyanov, fyrrum forsætisráðherra Rússlands, telur að stríðið milli Úkraínu og Rússlands muni standa yfir næstu tvö árin. Enn á eftir að bera kennsl á um tólfhundruð lík sem fundist hafa í fjöldagröfum í Úkraínu samkvæmt ríkislögreglustjóranum þar í landi, Ihor Klymenko. Talið er að um fimmtán þúsund auðkýfingar með auðæfi metin á yfir milljón dollara, 130 milljónir íslenskra króna, muni flýja Rússland á þessu ári. Borgirnar Luhansk og Donetsk eru staðsettar í samnefndum héröðum, og mynda héröðin tvö Luhansk og Donetsk Donbas-svæðið.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira