Örlagaríkir dagar á Alþingi Drífa Snædal skrifar 10. júní 2022 14:30 Nú er lokaspretturinn á Alþingi fyrir sumarfrí og þrefað og samið um hvaða mál ná framgangi og hver ekki. Það er áhugavert að fylgjast með því, þar sem þetta eru síðustu þinglok á þessu kjarasamningstímabili og því síðustu forvöð að gera þær lagabreytingar sem lýst var yfir að ætti að gera í tengslum við kjarasamningana 2019. Förum aðeins yfir þetta: Frumvarp sem kemur í veg fyrir kennitöluflakk hefur ekki enn fengist samþykkt þó enginn hafi í raun lýst andstöðu við það og það er ekki einu sinni til umræðu núna. Hvar tregðan liggur er óskiljanlegt en frumvarpið hefur dagað uppi trekk í trekk. Frumvarp um ný starfskjaralög var lagt fram núna en verður ekki afgreitt. Þó margt sé til bóta í því frumvarpi er ljóst að mörg aðildarfélög innan ASÍ hafa fært rök fyrir því að frumvarpið taki ekki á launaþjófnaði eins og lofað var og því hefur ASÍ ekki þrýst á að frumvarpið nái fram að ganga. Frumvarp um lífeyrismál sem lofað hefur verið síðan 2016 er loksins komið á lokametrana eftir miklar umræður en þar eru loksins lögfest 15,5% iðgjöld í lífeyrissjóði á almenna markaðnum eins og á hinum opinbera. Það er ekkert launungarmál að það hafa verið töluverð átök um frumvarpið innan verkalýðshreyfingarinnar. Einhverjir vilja sérhagsmuni og sértryggingu, á meðan aðrir vilja félagslega nálgun og samtryggingu. Niðurstaðan er tilgreind séreign, þar sem farið er bil beggja og í raun vísað til lífeyrissjóðanna að útfæra hvernig farið verður með tilgreinda séreign. Það er augljóst að búið er að finna málamiðlun og nauðsynlegt er að klára málið. Það gengur einfaldlega ekki að lífeyrisréttindi launafólks á almenna markaðnum eigi sér ekki lagastoð, að bara launafólk á hinum opinbera markaði búi að slíkum réttindum. Frumvarp um húsaleigulög gengur allt of skammt, en er samt liður í þeirri vegferð að koma böndum á leigumarkaðinn. Skilyrði fyrir því er að skrá leigusamninga í gagnagrunn og það er lagt til í frumvarpinu. Að auki er búið að lofa enn frekari lagabótum í haust eftir nýlegt samráð í húsnæðismálum. Það er því afar mikilvægt að þetta frumvarp nái fram að ganga. Frumvarp um vexti og verðtryggingu hefur dagað uppi í þinginu og þótti mörgum það ekki ganga nógu langt í þá átt að afnema svokölluð 40 ára lán. Frumvarpið er ekki til umræðu núna og því ekki í pakkanum sem verið er að semja um. Þó tíundaðir séu hér nokkrir veigamiklir málaflokkar sem hafa orðið hornreka eftir síðustu kjarasamninga þá er líka vert að hafa það í huga að ýmislegt fleira hefur vissulega áunnist á tímabilinu: Breytingar á skattkerfinu, fæðingarorlof, bætt í tilfærslukerfin eins og barnabætur og fleira. Það er hins vegar ljóst að gengið verður til kjarasamninga með töluvert magn af óuppfylltum loforðum enn og aftur. Vonandi verður sá listi styttri en stefnir í núna og vona ég innilega að það náist að klára lífeyrisfrumvarpið og frumvarp um ný húsaleigulög. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú er lokaspretturinn á Alþingi fyrir sumarfrí og þrefað og samið um hvaða mál ná framgangi og hver ekki. Það er áhugavert að fylgjast með því, þar sem þetta eru síðustu þinglok á þessu kjarasamningstímabili og því síðustu forvöð að gera þær lagabreytingar sem lýst var yfir að ætti að gera í tengslum við kjarasamningana 2019. Förum aðeins yfir þetta: Frumvarp sem kemur í veg fyrir kennitöluflakk hefur ekki enn fengist samþykkt þó enginn hafi í raun lýst andstöðu við það og það er ekki einu sinni til umræðu núna. Hvar tregðan liggur er óskiljanlegt en frumvarpið hefur dagað uppi trekk í trekk. Frumvarp um ný starfskjaralög var lagt fram núna en verður ekki afgreitt. Þó margt sé til bóta í því frumvarpi er ljóst að mörg aðildarfélög innan ASÍ hafa fært rök fyrir því að frumvarpið taki ekki á launaþjófnaði eins og lofað var og því hefur ASÍ ekki þrýst á að frumvarpið nái fram að ganga. Frumvarp um lífeyrismál sem lofað hefur verið síðan 2016 er loksins komið á lokametrana eftir miklar umræður en þar eru loksins lögfest 15,5% iðgjöld í lífeyrissjóði á almenna markaðnum eins og á hinum opinbera. Það er ekkert launungarmál að það hafa verið töluverð átök um frumvarpið innan verkalýðshreyfingarinnar. Einhverjir vilja sérhagsmuni og sértryggingu, á meðan aðrir vilja félagslega nálgun og samtryggingu. Niðurstaðan er tilgreind séreign, þar sem farið er bil beggja og í raun vísað til lífeyrissjóðanna að útfæra hvernig farið verður með tilgreinda séreign. Það er augljóst að búið er að finna málamiðlun og nauðsynlegt er að klára málið. Það gengur einfaldlega ekki að lífeyrisréttindi launafólks á almenna markaðnum eigi sér ekki lagastoð, að bara launafólk á hinum opinbera markaði búi að slíkum réttindum. Frumvarp um húsaleigulög gengur allt of skammt, en er samt liður í þeirri vegferð að koma böndum á leigumarkaðinn. Skilyrði fyrir því er að skrá leigusamninga í gagnagrunn og það er lagt til í frumvarpinu. Að auki er búið að lofa enn frekari lagabótum í haust eftir nýlegt samráð í húsnæðismálum. Það er því afar mikilvægt að þetta frumvarp nái fram að ganga. Frumvarp um vexti og verðtryggingu hefur dagað uppi í þinginu og þótti mörgum það ekki ganga nógu langt í þá átt að afnema svokölluð 40 ára lán. Frumvarpið er ekki til umræðu núna og því ekki í pakkanum sem verið er að semja um. Þó tíundaðir séu hér nokkrir veigamiklir málaflokkar sem hafa orðið hornreka eftir síðustu kjarasamninga þá er líka vert að hafa það í huga að ýmislegt fleira hefur vissulega áunnist á tímabilinu: Breytingar á skattkerfinu, fæðingarorlof, bætt í tilfærslukerfin eins og barnabætur og fleira. Það er hins vegar ljóst að gengið verður til kjarasamninga með töluvert magn af óuppfylltum loforðum enn og aftur. Vonandi verður sá listi styttri en stefnir í núna og vona ég innilega að það náist að klára lífeyrisfrumvarpið og frumvarp um ný húsaleigulög. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar