Telja eigin viðbrögð hafa verið rétt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. júní 2022 11:34 Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Arnar Lögregla telur sig hafa brugðist rétt við þegar hún var kölluð tvisvar að húsi í Barðavogi í Reykjavík, vegna mannsins sem skömmu síðar var handtekinn, grunaður um að myrða nágranna sinn. Rannsókn málsins miðar vel og búið er að ræða við vitni í málinu. Lögreglan hefur haft málið til rannsóknar allt frá því hún var kölluð að húsi í Barðavogi í Reykjavík á laugardagskvöld, þar sem karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn, grunaður um að hafa banað nágranna sínum. Lögregla segir rannsókninni miða vel. „Það er verið að vinna úr þeim gögnum sem við höfum verið að afla okkur, og afla frekari gagna. Þannig að henni miðar bara nokkuð vel,“ sagði Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglu, í samtali við fréttastofu. Búið sé að taka skýrslur af þeim vitnum sem lögregla hafði ætlað sér að ræða við. „Svo er aldrei að vita hvort það bætist eitthvað við. Það er eitthvað sem kemur í ljós síðar.“ Þó rannsókninni miði vel þurfi áfram að vinna úr gögnum af vettvangi og samtölum við vitni. Viðbrögð lögreglu hafi verið rétt Áður en tilkynnt var um málið á laugardagskvöld hafði lögregla tvisvar á stuttum tíma verið kölluð að húsinu vegna hegðunar mannsins sem síðar var handtekinn. „Það sem búið er að skoða, þá er ekki hægt að sjá að afgreiðsla á því máli hefði átt að vera öðruvísi heldur en var.“ Að svo stöddu, er þá ekki talið að lögregla hefði átt að gera eitthvað öðruvísi? „Nei, síður en svo,“ segir Margeir. Margeir segir að þeir þættir rannsóknarinnar sem eftir standa geti tekið nokkurn tíma. „Nú erum við bara að draga saman upplýsingar og fá aðstoð annars staðar frá líka. Fá ýmsa aðila til að meta og skoða frekar. Það sem eftir er af þessu, svona vinna, það getur tekið nokkra mánuði.“ Manndráp í Barðavogi Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald Karlmaður sem grunaður er um að hafa barið nágranna sinn til bana í gær var í dag úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 5. júní 2022 16:25 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G-kerfin sem loka um áramótin Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Sjá meira
Lögreglan hefur haft málið til rannsóknar allt frá því hún var kölluð að húsi í Barðavogi í Reykjavík á laugardagskvöld, þar sem karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn, grunaður um að hafa banað nágranna sínum. Lögregla segir rannsókninni miða vel. „Það er verið að vinna úr þeim gögnum sem við höfum verið að afla okkur, og afla frekari gagna. Þannig að henni miðar bara nokkuð vel,“ sagði Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglu, í samtali við fréttastofu. Búið sé að taka skýrslur af þeim vitnum sem lögregla hafði ætlað sér að ræða við. „Svo er aldrei að vita hvort það bætist eitthvað við. Það er eitthvað sem kemur í ljós síðar.“ Þó rannsókninni miði vel þurfi áfram að vinna úr gögnum af vettvangi og samtölum við vitni. Viðbrögð lögreglu hafi verið rétt Áður en tilkynnt var um málið á laugardagskvöld hafði lögregla tvisvar á stuttum tíma verið kölluð að húsinu vegna hegðunar mannsins sem síðar var handtekinn. „Það sem búið er að skoða, þá er ekki hægt að sjá að afgreiðsla á því máli hefði átt að vera öðruvísi heldur en var.“ Að svo stöddu, er þá ekki talið að lögregla hefði átt að gera eitthvað öðruvísi? „Nei, síður en svo,“ segir Margeir. Margeir segir að þeir þættir rannsóknarinnar sem eftir standa geti tekið nokkurn tíma. „Nú erum við bara að draga saman upplýsingar og fá aðstoð annars staðar frá líka. Fá ýmsa aðila til að meta og skoða frekar. Það sem eftir er af þessu, svona vinna, það getur tekið nokkra mánuði.“
Manndráp í Barðavogi Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald Karlmaður sem grunaður er um að hafa barið nágranna sinn til bana í gær var í dag úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 5. júní 2022 16:25 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G-kerfin sem loka um áramótin Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Sjá meira
Úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald Karlmaður sem grunaður er um að hafa barið nágranna sinn til bana í gær var í dag úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 5. júní 2022 16:25
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði