Telja eigin viðbrögð hafa verið rétt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. júní 2022 11:34 Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Arnar Lögregla telur sig hafa brugðist rétt við þegar hún var kölluð tvisvar að húsi í Barðavogi í Reykjavík, vegna mannsins sem skömmu síðar var handtekinn, grunaður um að myrða nágranna sinn. Rannsókn málsins miðar vel og búið er að ræða við vitni í málinu. Lögreglan hefur haft málið til rannsóknar allt frá því hún var kölluð að húsi í Barðavogi í Reykjavík á laugardagskvöld, þar sem karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn, grunaður um að hafa banað nágranna sínum. Lögregla segir rannsókninni miða vel. „Það er verið að vinna úr þeim gögnum sem við höfum verið að afla okkur, og afla frekari gagna. Þannig að henni miðar bara nokkuð vel,“ sagði Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglu, í samtali við fréttastofu. Búið sé að taka skýrslur af þeim vitnum sem lögregla hafði ætlað sér að ræða við. „Svo er aldrei að vita hvort það bætist eitthvað við. Það er eitthvað sem kemur í ljós síðar.“ Þó rannsókninni miði vel þurfi áfram að vinna úr gögnum af vettvangi og samtölum við vitni. Viðbrögð lögreglu hafi verið rétt Áður en tilkynnt var um málið á laugardagskvöld hafði lögregla tvisvar á stuttum tíma verið kölluð að húsinu vegna hegðunar mannsins sem síðar var handtekinn. „Það sem búið er að skoða, þá er ekki hægt að sjá að afgreiðsla á því máli hefði átt að vera öðruvísi heldur en var.“ Að svo stöddu, er þá ekki talið að lögregla hefði átt að gera eitthvað öðruvísi? „Nei, síður en svo,“ segir Margeir. Margeir segir að þeir þættir rannsóknarinnar sem eftir standa geti tekið nokkurn tíma. „Nú erum við bara að draga saman upplýsingar og fá aðstoð annars staðar frá líka. Fá ýmsa aðila til að meta og skoða frekar. Það sem eftir er af þessu, svona vinna, það getur tekið nokkra mánuði.“ Manndráp í Barðavogi Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald Karlmaður sem grunaður er um að hafa barið nágranna sinn til bana í gær var í dag úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 5. júní 2022 16:25 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Lögreglan hefur haft málið til rannsóknar allt frá því hún var kölluð að húsi í Barðavogi í Reykjavík á laugardagskvöld, þar sem karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn, grunaður um að hafa banað nágranna sínum. Lögregla segir rannsókninni miða vel. „Það er verið að vinna úr þeim gögnum sem við höfum verið að afla okkur, og afla frekari gagna. Þannig að henni miðar bara nokkuð vel,“ sagði Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglu, í samtali við fréttastofu. Búið sé að taka skýrslur af þeim vitnum sem lögregla hafði ætlað sér að ræða við. „Svo er aldrei að vita hvort það bætist eitthvað við. Það er eitthvað sem kemur í ljós síðar.“ Þó rannsókninni miði vel þurfi áfram að vinna úr gögnum af vettvangi og samtölum við vitni. Viðbrögð lögreglu hafi verið rétt Áður en tilkynnt var um málið á laugardagskvöld hafði lögregla tvisvar á stuttum tíma verið kölluð að húsinu vegna hegðunar mannsins sem síðar var handtekinn. „Það sem búið er að skoða, þá er ekki hægt að sjá að afgreiðsla á því máli hefði átt að vera öðruvísi heldur en var.“ Að svo stöddu, er þá ekki talið að lögregla hefði átt að gera eitthvað öðruvísi? „Nei, síður en svo,“ segir Margeir. Margeir segir að þeir þættir rannsóknarinnar sem eftir standa geti tekið nokkurn tíma. „Nú erum við bara að draga saman upplýsingar og fá aðstoð annars staðar frá líka. Fá ýmsa aðila til að meta og skoða frekar. Það sem eftir er af þessu, svona vinna, það getur tekið nokkra mánuði.“
Manndráp í Barðavogi Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald Karlmaður sem grunaður er um að hafa barið nágranna sinn til bana í gær var í dag úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 5. júní 2022 16:25 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald Karlmaður sem grunaður er um að hafa barið nágranna sinn til bana í gær var í dag úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 5. júní 2022 16:25