Gluggað á Framsóknarflokkinn Ole Anton Bieltvedt skrifar 4. júní 2022 13:00 Formaður Framsóknarflokksins 2009-2016 var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Í þingkosningunum 2013 fékk flokkurinn 24,4%. Á þessum tíma var Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður, en til ágreinings kom milli þeirra félaga, og klofnaði flokkurinn. Sigmundur Davíð stofnaði í framhaldi af því Miðflokkinn 2017. Þróun fylgis flokkanna Í þingkosningunum 2017 fékk Framsóknarflokkurinn 10,7% og Miðflokkurinn 10,8% atkvæða. Alls 21,5%, minna en fyrir klofninginn, en munurinn var lítill. Í þingkosningunum 2021 reyndi svo aftur á styrk og fylgi þessara fyrrum samherja, þá svarinna andstæðinga, og hafði Sigurður Ingi þá miklu betur. Hann fékk 17,3% atkvæða með Framsókn, en Miðflokkur Sigmundar Davíðs aðeins 5,4%. Klaustursmálið spilaði þar nokkra rullu, Sigurði Inga í vil, án þess, að hann hafi til þess ávinnings unnið. Samanlagt voru flokkarnir þannig enn með svipað fylgi 2021, 22,7%. Hvað svo sem flokksnafngiftum líður, hefur fylgi Framsóknar því verið 20-25% síðasta áratug. Hefur engin raunveruleg eða umtalsverð fylgisaukning átt sér stað. Útkoman í sveitarstjórnarkosningunum Sveitarstjórnarkosningar eru nokkuð annað en þingkosningar. Flokksböndin eru þó líka rík í þeim, og grunnfylgi oft svipað og í þingkosningum. Séu 5 stærstu kjördæmin í sveitarstjórnarkosningunum nú skoðuð, Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Reykjanesbær og Akureyri, en í þeim eru yfir 180 þúsund kjósendur, af alls um 250 þúsund kjósendum í landinu, þá er meðaltalsfylgi Framsóknar 17,4%. Fylgi Miðflokksins í þessum sömu kjördæmum er, hins vegar, komið niður í 2-3%, nema á Akureyri, þar sem flokkurinn fékk tæp 8%. Tala má um meðaltal upp á 3,5%. Þetta þýðir, að samtalan er enn svipuð, um 21%. Þetta hrun Miðflokks er heldur ekki Sigurði Inga mikið að þakka, heldur held ég, að kjósendur hafi átt erfitt með að skilja ýmislegt bæði tal og athæfi Sigmundar Davíðs í seinni tíð, eins og það, þegar hann hakkaði í sig hrátt nautahakk úti í móa, velti sér um velli með hundum og auglýsti þetta svo. Margir Miðflokksmenn ákváðu að snúa heim í Framsókn. En veizlan hjá Bændasamtökunum? Jú, auðvitað er Sigurður Ingi líka bara maður, ekki alveg gallalaus, frekar en Sigmundur Davíð og við hin, og honum varð á tungubrjótur í veizlu hjá Bændasamtökunum, sem margir töldu rasískan. Men áttuðu sig þó á því, þegar málið var skoðað betur, að ummælin, sem Sigurður Ingi átti að hafa viðhaft, voru svo klikkuð, að þau gátu ekki einu sinni kallazt rasísk. Hann, sem rauðbirkinn innviðaráðherra, á að hafa sagt, að kona væri svört, sem var í bezta falli gul (stílfært grín). Allir, sem sjálfir glugga stundum í glas, skildu vel, að þetta hefði bara verið fyllerísrugl innviðaráðherra. Hann slapp því með skrekkinn. Vann Framsókn stórsigur nú í sveitarstjórnarkosningunum!? Nei, í raun ekki. Heildarfylgið á bak við Framsókn hefur ekki aukizt, eins og fram kemur. Aukinn fjöldi fulltrúa er í raun ekki auknu fylgi að þakka, heldur fremur því, að raðir andstæðinganna riðluðust, eins og vel má sjá t.a.m. á því, að Einar Þorsteinsson, sem var formaður Týs, félags Ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi, skipti eins og hendi væri veifað um ham og gerðist Framsóknarmaður í Reykjavík. Eins náði Sjálfstæðisflokkurinn ekki vel vopnum sínum í þessum kosningum, þar sem margir vildu kenna formanni flokksins um klúðrið við Íslandsbankasöluna, sem reyndar var framkvæmdaaðilum mest að kenna, fremur en Bjarna - enda Bjarni t.a.m. vart með föður sinn í vasanum, veitandi honum ráðgjöf, hvað þá fyrirmæl, um athafnir eða fjárfestingar - og færðust þannig fulltrúar af Sjálfstæðisflokknum á Framsókn, nánast á silfurfati. Því má líka „sigri“ Framsóknar við það, að sigur vinnist í hástökki vegna þess, að keppinautarnir hafi verið veikir af COVID eða timbraðir. Er Framsókn frjáls miðjuflokkur? Í Norður- og Mið-Evrópu eru 15 stjórnmálaflokkar, sem telja sig vera frjálslynda miðjuflokka, og kenna sig við „Center“. Nær allir þeirra skilja og túlka stefnu sína þannig, að samvinna evrópskra þjóða í ríkjasambandi ESB sé ekki bara æskileg, heldur bráðnauðsynleg, og, að þátttakan í þessu ríkjabandalagi, meðal systra- og bræðraþjóða, auðvitað okkar Íslendinga líka, sé eitt grunnstefnumálanna. Meðan Halldórs heitins Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokkins til 12 ára, 1994-2006, þess ágæta manns, naut við, eins í formannstíð Jóns heitins Sigurðssonar, líka sæmdarmanns og Valgerðar Sverrisdóttur, mætrar konu, má segja, að Framsókn hafi verið víðsýnn, samvinnusinnaður, frjálslyndur og nútímalegur miðjuflokkur, sannur slíkur, einn af 15 í Evrópu, flokknum og landsmönnum til góðs. Með tilkomu Guðna Ágústssonar í formannstól, svo að ekki sé talað um Sigmund Davíð og Siguð Inga, var sá draumur þó búinn. Með þessum mönnum hrökk flokkurinn til baka um áratugi, í gamla og úrelta afturhalds- og einangrunarstefnu; hreinan heimóttarskap. Kannske verður Framsókn aftur raunverulegur samvinnusinnaður, frjálslyndur miðjuflokkur með nýju og bjartara fólki, eins og Einari Þorsteinssyni, Brynju Dan, Ásmundi Einari og öðru ungu og gæfulegu fólki!? Mætti þá skila af sér þeirri forystu, sem í raun mengaði samvinnusinnaða og frjálslynda stefnu í um 15 ára skeið, með þröngsýni og afdalamennsku. Væri það vel. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Ole Anton Bieltvedt Miðflokkurinn Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Sjá meira
Formaður Framsóknarflokksins 2009-2016 var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Í þingkosningunum 2013 fékk flokkurinn 24,4%. Á þessum tíma var Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður, en til ágreinings kom milli þeirra félaga, og klofnaði flokkurinn. Sigmundur Davíð stofnaði í framhaldi af því Miðflokkinn 2017. Þróun fylgis flokkanna Í þingkosningunum 2017 fékk Framsóknarflokkurinn 10,7% og Miðflokkurinn 10,8% atkvæða. Alls 21,5%, minna en fyrir klofninginn, en munurinn var lítill. Í þingkosningunum 2021 reyndi svo aftur á styrk og fylgi þessara fyrrum samherja, þá svarinna andstæðinga, og hafði Sigurður Ingi þá miklu betur. Hann fékk 17,3% atkvæða með Framsókn, en Miðflokkur Sigmundar Davíðs aðeins 5,4%. Klaustursmálið spilaði þar nokkra rullu, Sigurði Inga í vil, án þess, að hann hafi til þess ávinnings unnið. Samanlagt voru flokkarnir þannig enn með svipað fylgi 2021, 22,7%. Hvað svo sem flokksnafngiftum líður, hefur fylgi Framsóknar því verið 20-25% síðasta áratug. Hefur engin raunveruleg eða umtalsverð fylgisaukning átt sér stað. Útkoman í sveitarstjórnarkosningunum Sveitarstjórnarkosningar eru nokkuð annað en þingkosningar. Flokksböndin eru þó líka rík í þeim, og grunnfylgi oft svipað og í þingkosningum. Séu 5 stærstu kjördæmin í sveitarstjórnarkosningunum nú skoðuð, Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Reykjanesbær og Akureyri, en í þeim eru yfir 180 þúsund kjósendur, af alls um 250 þúsund kjósendum í landinu, þá er meðaltalsfylgi Framsóknar 17,4%. Fylgi Miðflokksins í þessum sömu kjördæmum er, hins vegar, komið niður í 2-3%, nema á Akureyri, þar sem flokkurinn fékk tæp 8%. Tala má um meðaltal upp á 3,5%. Þetta þýðir, að samtalan er enn svipuð, um 21%. Þetta hrun Miðflokks er heldur ekki Sigurði Inga mikið að þakka, heldur held ég, að kjósendur hafi átt erfitt með að skilja ýmislegt bæði tal og athæfi Sigmundar Davíðs í seinni tíð, eins og það, þegar hann hakkaði í sig hrátt nautahakk úti í móa, velti sér um velli með hundum og auglýsti þetta svo. Margir Miðflokksmenn ákváðu að snúa heim í Framsókn. En veizlan hjá Bændasamtökunum? Jú, auðvitað er Sigurður Ingi líka bara maður, ekki alveg gallalaus, frekar en Sigmundur Davíð og við hin, og honum varð á tungubrjótur í veizlu hjá Bændasamtökunum, sem margir töldu rasískan. Men áttuðu sig þó á því, þegar málið var skoðað betur, að ummælin, sem Sigurður Ingi átti að hafa viðhaft, voru svo klikkuð, að þau gátu ekki einu sinni kallazt rasísk. Hann, sem rauðbirkinn innviðaráðherra, á að hafa sagt, að kona væri svört, sem var í bezta falli gul (stílfært grín). Allir, sem sjálfir glugga stundum í glas, skildu vel, að þetta hefði bara verið fyllerísrugl innviðaráðherra. Hann slapp því með skrekkinn. Vann Framsókn stórsigur nú í sveitarstjórnarkosningunum!? Nei, í raun ekki. Heildarfylgið á bak við Framsókn hefur ekki aukizt, eins og fram kemur. Aukinn fjöldi fulltrúa er í raun ekki auknu fylgi að þakka, heldur fremur því, að raðir andstæðinganna riðluðust, eins og vel má sjá t.a.m. á því, að Einar Þorsteinsson, sem var formaður Týs, félags Ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi, skipti eins og hendi væri veifað um ham og gerðist Framsóknarmaður í Reykjavík. Eins náði Sjálfstæðisflokkurinn ekki vel vopnum sínum í þessum kosningum, þar sem margir vildu kenna formanni flokksins um klúðrið við Íslandsbankasöluna, sem reyndar var framkvæmdaaðilum mest að kenna, fremur en Bjarna - enda Bjarni t.a.m. vart með föður sinn í vasanum, veitandi honum ráðgjöf, hvað þá fyrirmæl, um athafnir eða fjárfestingar - og færðust þannig fulltrúar af Sjálfstæðisflokknum á Framsókn, nánast á silfurfati. Því má líka „sigri“ Framsóknar við það, að sigur vinnist í hástökki vegna þess, að keppinautarnir hafi verið veikir af COVID eða timbraðir. Er Framsókn frjáls miðjuflokkur? Í Norður- og Mið-Evrópu eru 15 stjórnmálaflokkar, sem telja sig vera frjálslynda miðjuflokka, og kenna sig við „Center“. Nær allir þeirra skilja og túlka stefnu sína þannig, að samvinna evrópskra þjóða í ríkjasambandi ESB sé ekki bara æskileg, heldur bráðnauðsynleg, og, að þátttakan í þessu ríkjabandalagi, meðal systra- og bræðraþjóða, auðvitað okkar Íslendinga líka, sé eitt grunnstefnumálanna. Meðan Halldórs heitins Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokkins til 12 ára, 1994-2006, þess ágæta manns, naut við, eins í formannstíð Jóns heitins Sigurðssonar, líka sæmdarmanns og Valgerðar Sverrisdóttur, mætrar konu, má segja, að Framsókn hafi verið víðsýnn, samvinnusinnaður, frjálslyndur og nútímalegur miðjuflokkur, sannur slíkur, einn af 15 í Evrópu, flokknum og landsmönnum til góðs. Með tilkomu Guðna Ágústssonar í formannstól, svo að ekki sé talað um Sigmund Davíð og Siguð Inga, var sá draumur þó búinn. Með þessum mönnum hrökk flokkurinn til baka um áratugi, í gamla og úrelta afturhalds- og einangrunarstefnu; hreinan heimóttarskap. Kannske verður Framsókn aftur raunverulegur samvinnusinnaður, frjálslyndur miðjuflokkur með nýju og bjartara fólki, eins og Einari Þorsteinssyni, Brynju Dan, Ásmundi Einari og öðru ungu og gæfulegu fólki!? Mætti þá skila af sér þeirri forystu, sem í raun mengaði samvinnusinnaða og frjálslynda stefnu í um 15 ára skeið, með þröngsýni og afdalamennsku. Væri það vel. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun