Óheppilegt að „höfðingjaleg gjöf“ hafi verið dregin til baka Bjarki Sigurðsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 2. júní 2022 11:08 Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, segist skilja ákvörðun Krabbameinsfélagið með að draga til baka 450 milljón króna styrkboð til spítalans. Vísir/Vilhelm Krabbameinsfélagið hefur afturkallað 450 milljón króna styrk sem ætlaður var Landspítalanum. Skilyrði sem félagið setti voru ekki uppfyllt og segir forstjóri Landspítalans að ákvörðunin sé óheppileg en skiljanleg. Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins árið 2021 var lýst yfir þungum áhyggjum af aðstöðuleysi dagdeildar blóð- og krabbameinslækninga á Landspítala. Þá lofaði félagið að styrkja spítalann um allt að 450 milljónir króna, með því skilyrði að stjórnvöld setji uppbyggingu deildarinnar í forgang svo hægt væri að setja nýja deild í notkun árið 2024. „Nú þarf skýr svör frá stjórnvöldum. Vandinn er mjög brýnn og hann mun aukast gríðarlega á næstu árum því krabbameinstilvikum mun fjölga um 30 prósent á næstu 15 árum. Það er sífellt betri árangur og fólk lifir lengur en það þýðir líka að það þarf meðferð lengur en ella þannig að álag mun aukast mjög mikið mjög hratt,“ sagði Halla Þorvaldsdóttir, formaður Krabbameinsfélagsins í samtali við Vísi eftir aðalfundinn í fyrra. Lítil viðbrögð frá stjórnvöldum Í tilkynningu frá félaginu sem send var út í gær kemur þó fram að styrkboðið hafi verið dregið til baka. Í samtali við RÚV sagði Halla að aðbúnaðurinn á deildinni væri algjörlega óviðunandi og að styrkurinn hafi vakið litla athygli stjórnvalda. Félagið ætlar í staðinn að nýta fjármunina í önnur verkefni þeirra. „Viðbrögðin hafa í raun og veru ekki verið nein fyrr en við fengum skriflegt svar sem má ekki skilja öðruvísi en svo en nei takk þó að það hafi ekki verið sagt með beinum orðum,“ sagði Halla við RÚV. Óheppilegt en skiljanlegt Í samtali við fréttastofu segir Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, að hann skilji vel ákvörðun félagsins en að hún komi mjög óheppilega út. „Þessari gjöf var komið á framfæri fyrir ári síðan að ég held og er mjög mikilvægt framlag vegna þess að það er brýn þörf á að ráðast í úrbætur á aðstöðu krabbameinsþjónustunnar eins og í dagdeild, blóð- og krabbameinsþjónustu. Við í rauninni tókum því fagnandi hér á Landspítala og það var komin ákveðin tillaga sem var unnin í samráði við Krabbameinsfélag Íslands en það er annað sjónarmið í þessu máli og það snýr að því að það þarf náttúrulega fjárfestingu til viðbótar í þetta verkefni,“ segir Runólfur. Nú sé í gangi mat á ástandi bygginganna á eldri byggingum spítalans á Hringbraut og að sögn hans verður niðurstaðan úr skoðuninni að liggja fyrir áður en tekin verði ákvörðun um stórar framkvæmdir. „Að mínu mati er þetta mjög skiljanleg afstaða en þetta kemur náttúrulega mjög óheppilega út þar sem mjög höfðingjalega gjöf er um að ræða og mjög brýna þörf fyrir að ráðast í úrbætur á aðstöðu krabbameinsþjónustunnar. Það er algjörlega í forgangi vegna þess að við getum ekki beðið í mörg ár eftir því að bæta þessa aðstöðu.“ Mynd fáist á málið í sumar Spítalinn ætlar að taka þetta mál upp með Krabbameinsfélaginu og á Runólfur von á því að það fáist mynd á þetta í sumar. „Krabbameinsfélagið er mjög öflugur stuðningsaðili krabbameinsþjónustu Landspítala og þjónustu vegna krabbameina hér í landinu og ég er ekki í vafa um að þeirra stuðningur nýtist, hver sem hann er an auðvitað yrði þetta kærkomið fyrir okkur ef við gætum fengið þennan stuðning í tengslum við að endurnýja krabbameinsþjónustuna hérna á spítalanum.“ Neitaði að trúa á óviðráðanleikann Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði Willum Þór Willumsson heilbrigðisráðherra út í viðbrögð ráðuneytisins við styrkboðinu á þingfundi 7. mars. Í færslu á Facebook-síðu hennar segir hún að svör ráðherrans hafi ekki gert sig bjartsýna. „Samt neitaði ég að trúa því að heilbrigðisráðuneytið og Landspítalinn réðu ekki við að taka á móti tæplega hálfs milljarðs króna gjöf Krabbameinsfélagsins. En nú er það komið á daginn og ég velti fyrir mér hvaða hagsmunir ráði í raun för. Eftirfarandi kom m.a. fram samtali mínu við ráðherra fyrir tæplega þrem mánuðum: Willum sagði þetta mjög virðingarvert framtak Krabbameinsfélagsins og að það ætti að nýta, miðað við það sem hann heyrði á Landspítala, en að það þyrfti að gera í samhengi við aðra uppbyggingu.“ Færslan sem Þórunn birti á Facebook í dag.Skjáskot Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins árið 2021 var lýst yfir þungum áhyggjum af aðstöðuleysi dagdeildar blóð- og krabbameinslækninga á Landspítala. Þá lofaði félagið að styrkja spítalann um allt að 450 milljónir króna, með því skilyrði að stjórnvöld setji uppbyggingu deildarinnar í forgang svo hægt væri að setja nýja deild í notkun árið 2024. „Nú þarf skýr svör frá stjórnvöldum. Vandinn er mjög brýnn og hann mun aukast gríðarlega á næstu árum því krabbameinstilvikum mun fjölga um 30 prósent á næstu 15 árum. Það er sífellt betri árangur og fólk lifir lengur en það þýðir líka að það þarf meðferð lengur en ella þannig að álag mun aukast mjög mikið mjög hratt,“ sagði Halla Þorvaldsdóttir, formaður Krabbameinsfélagsins í samtali við Vísi eftir aðalfundinn í fyrra. Lítil viðbrögð frá stjórnvöldum Í tilkynningu frá félaginu sem send var út í gær kemur þó fram að styrkboðið hafi verið dregið til baka. Í samtali við RÚV sagði Halla að aðbúnaðurinn á deildinni væri algjörlega óviðunandi og að styrkurinn hafi vakið litla athygli stjórnvalda. Félagið ætlar í staðinn að nýta fjármunina í önnur verkefni þeirra. „Viðbrögðin hafa í raun og veru ekki verið nein fyrr en við fengum skriflegt svar sem má ekki skilja öðruvísi en svo en nei takk þó að það hafi ekki verið sagt með beinum orðum,“ sagði Halla við RÚV. Óheppilegt en skiljanlegt Í samtali við fréttastofu segir Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, að hann skilji vel ákvörðun félagsins en að hún komi mjög óheppilega út. „Þessari gjöf var komið á framfæri fyrir ári síðan að ég held og er mjög mikilvægt framlag vegna þess að það er brýn þörf á að ráðast í úrbætur á aðstöðu krabbameinsþjónustunnar eins og í dagdeild, blóð- og krabbameinsþjónustu. Við í rauninni tókum því fagnandi hér á Landspítala og það var komin ákveðin tillaga sem var unnin í samráði við Krabbameinsfélag Íslands en það er annað sjónarmið í þessu máli og það snýr að því að það þarf náttúrulega fjárfestingu til viðbótar í þetta verkefni,“ segir Runólfur. Nú sé í gangi mat á ástandi bygginganna á eldri byggingum spítalans á Hringbraut og að sögn hans verður niðurstaðan úr skoðuninni að liggja fyrir áður en tekin verði ákvörðun um stórar framkvæmdir. „Að mínu mati er þetta mjög skiljanleg afstaða en þetta kemur náttúrulega mjög óheppilega út þar sem mjög höfðingjalega gjöf er um að ræða og mjög brýna þörf fyrir að ráðast í úrbætur á aðstöðu krabbameinsþjónustunnar. Það er algjörlega í forgangi vegna þess að við getum ekki beðið í mörg ár eftir því að bæta þessa aðstöðu.“ Mynd fáist á málið í sumar Spítalinn ætlar að taka þetta mál upp með Krabbameinsfélaginu og á Runólfur von á því að það fáist mynd á þetta í sumar. „Krabbameinsfélagið er mjög öflugur stuðningsaðili krabbameinsþjónustu Landspítala og þjónustu vegna krabbameina hér í landinu og ég er ekki í vafa um að þeirra stuðningur nýtist, hver sem hann er an auðvitað yrði þetta kærkomið fyrir okkur ef við gætum fengið þennan stuðning í tengslum við að endurnýja krabbameinsþjónustuna hérna á spítalanum.“ Neitaði að trúa á óviðráðanleikann Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði Willum Þór Willumsson heilbrigðisráðherra út í viðbrögð ráðuneytisins við styrkboðinu á þingfundi 7. mars. Í færslu á Facebook-síðu hennar segir hún að svör ráðherrans hafi ekki gert sig bjartsýna. „Samt neitaði ég að trúa því að heilbrigðisráðuneytið og Landspítalinn réðu ekki við að taka á móti tæplega hálfs milljarðs króna gjöf Krabbameinsfélagsins. En nú er það komið á daginn og ég velti fyrir mér hvaða hagsmunir ráði í raun för. Eftirfarandi kom m.a. fram samtali mínu við ráðherra fyrir tæplega þrem mánuðum: Willum sagði þetta mjög virðingarvert framtak Krabbameinsfélagsins og að það ætti að nýta, miðað við það sem hann heyrði á Landspítala, en að það þyrfti að gera í samhengi við aðra uppbyggingu.“ Færslan sem Þórunn birti á Facebook í dag.Skjáskot
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira