Ekki eðlilegt að nýr sólpallur hækki skatt á nágrannann Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. júní 2022 11:43 Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjóri Ölfuss segir fasteignagjöld ósanngjarnan skatt í eðli sínu og telur að skoða þurfi tekjumódel sveitarfélaga. Lækka þurfi skatta á heimilin í landinu. Fasteignamat ársins 2023 var birt í gær en heildarmat fasteigna á Ísland hækkar um 19,9 prósent frá yfirstandandi ári. Fasteignaskattur í Reykjavík er 0,18 prósent af fasteignamati íbúðarhúsnæðis. Í Kópavogi 0,20 prósent, 0,31 prósent í Ölfusi og 0,56 prósent á Ísafirði. Sveitarfélög munu mörg bregðast við hækkuninni með lækkun álagningarprósentu fasteignaskatts. Sveitarfélög beri ábyrgð „Við höfum núna í fjögur ár lækkað stöðugt álagninguna á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu Ölfusi. Ég geri ráð fyrir því að núna þegar fasteignamat á sérbýli hækkar um 36 prósent þá grípi bæjarstjórn til þeirra aðgerða að lækka álagninguna á móti enda eru fasteignagjöldin ósanngjarn skattur í eðli sínu,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Hann segir eðlilegt að matið fylgi ytra verðmæti en að skoða þurfi tekjumódel sveitarfélaga. „Og það er ekkert eðlilegt fyrirkomulag að þegar nágrannar þínir skipta um eldhúsinnréttingu eða byggja nýjan sólpall og gera sitt hús verðmætara að það hækki skattinn á þig við það að heildarmatið hækki. Ég held að það þurfi að fara yfir þetta. Það þarf að lækka skatta á heimilin í landinu.“ Þar beri sveitarfélögin mikla ábyrgð. „Ekki bara með fasteignasköttunum heldur er það líka þannig að sveitarfélögin drógu lappirnar í skipulagsmálum. Bjuggu þannig til eftirspurn eftir lóðum undir íbúðarhúsnæði. Þessi aukna eftirspurn hækkaði síðan verðið á lóðunum sem er orðin ný tekjulind fyrir sveitarfélögin og hefur hækkað skatta á íslensk heimili verulega. Yfir þetta finnst mér við þurfa að nota þennan tímapunkt og fara yfir.“ Fasteignamarkaður Húsnæðismál Verðlag Efnahagsmál Fjármál heimilisins Skattar og tollar Ölfus Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Fasteignamat ársins 2023 var birt í gær en heildarmat fasteigna á Ísland hækkar um 19,9 prósent frá yfirstandandi ári. Fasteignaskattur í Reykjavík er 0,18 prósent af fasteignamati íbúðarhúsnæðis. Í Kópavogi 0,20 prósent, 0,31 prósent í Ölfusi og 0,56 prósent á Ísafirði. Sveitarfélög munu mörg bregðast við hækkuninni með lækkun álagningarprósentu fasteignaskatts. Sveitarfélög beri ábyrgð „Við höfum núna í fjögur ár lækkað stöðugt álagninguna á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu Ölfusi. Ég geri ráð fyrir því að núna þegar fasteignamat á sérbýli hækkar um 36 prósent þá grípi bæjarstjórn til þeirra aðgerða að lækka álagninguna á móti enda eru fasteignagjöldin ósanngjarn skattur í eðli sínu,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Hann segir eðlilegt að matið fylgi ytra verðmæti en að skoða þurfi tekjumódel sveitarfélaga. „Og það er ekkert eðlilegt fyrirkomulag að þegar nágrannar þínir skipta um eldhúsinnréttingu eða byggja nýjan sólpall og gera sitt hús verðmætara að það hækki skattinn á þig við það að heildarmatið hækki. Ég held að það þurfi að fara yfir þetta. Það þarf að lækka skatta á heimilin í landinu.“ Þar beri sveitarfélögin mikla ábyrgð. „Ekki bara með fasteignasköttunum heldur er það líka þannig að sveitarfélögin drógu lappirnar í skipulagsmálum. Bjuggu þannig til eftirspurn eftir lóðum undir íbúðarhúsnæði. Þessi aukna eftirspurn hækkaði síðan verðið á lóðunum sem er orðin ný tekjulind fyrir sveitarfélögin og hefur hækkað skatta á íslensk heimili verulega. Yfir þetta finnst mér við þurfa að nota þennan tímapunkt og fara yfir.“
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Verðlag Efnahagsmál Fjármál heimilisins Skattar og tollar Ölfus Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent