Ljósið Gunnar Dan Wiium skrifar 1. júní 2022 07:01 Uppljómaður maður er upplýstur maður. Við erum feimin við að bendla okkur sjálf og aðra við uppljómun. Svolítið eins og einhverskonar “Jantelov” hindri okkur, skömmin hindrar okkur. Við erum með hugmyndir um uppljómaða manneskju, hún gengur um jörðina í algjöru ásætti við það sem er og nánast glóir. Þessar hugmyndir eru réttar, uppljómuð manneskja er í ásætti eða einna heldur nær ásætti við hverja hindrun sem hún mætir á endanum. Það geislar af henni karisma og fólk dregst að henni. Vitundarbylgjan í þessum einstaklingum er þétt, vitundarbylgjan er stöðug tengslamyndun milli þess hægra og vinstra og í því samhengi er talað um geislabaug við fullkomið "samadhi" ástand. Hins vegar þýðir það ekki að viðkomandi þurfi endilega að vera í þessu ástandi stöðugt, alls ekki. Við erum af holdi og blóði, með tilfinningar og tilfinningarviðbrögð sem eru ýmist erfð eða áunnin. Það má óhætt segja að tilfinningarviðbrögð okkar séu karmaið okkar og með árvökulli og stöðugri sjálfskoðun horfum við inná við og þar eru þessi viðbrögð okkar skoðuð. Það getur engin annar gert það, við sjálf verðum að hafa hugrekkið og taka allt með fyrirvara því holdið lýgur en sálin heyrir aðeins sannleika. Smátt og smátt vöxum við og þroskumst, við þroskumst inn og við þroskumst út. Inn þroskinn er grunnur allra mennsku og í raun má segja að sé skylda okkar sem menneskjur sé að þroskast á þennan hátt, allur félagslegur þroski er sprottin af andlegum þroska. Uppljómuð manneskja fer ekki í langvarandi stríð, hún tekur ekki afstöðu með þeim sem standa í stríði, uppljómuð manneskja elskar skilyrðislaust óháð meintri stöðu innan samfélags, uppljómuð manneskja starfar án strits og er iðin. Vitund er eilífðareðlið, búddaeðlið, heilagur andinn. Vitund er án upphafs og endis sem og upphaf og endir alls og er það tilgangur mannsins að skilja fæðingu og dauða sem aðeins hverfuleika efnis. Efnið er einn líkami sem tekur á sig óeteljandi myndir og vitundin binst hjúpnum hvað eftir annað þar til þessum skiling hefur verið náð. Jörðin er okkur sem fjötrar og við berjumst og meiðum hvort annað því við neitum að horfast í augu við sannleikan um okkar rauntilgang. Við getum aðeins barist svo lengi því óumflýjanlega munum við í gegnum þjáningu læra að þekkja ljósið, það liggur í eðli sínu samkvæmt. Þegar því ástandi er náð er jörðin okkur ekki fangelsi heldur paradís, þá hættum við að traðka niður náttúruna og meiða hvort annað. Við munum ná tengslum við hvort annað því í raun erum við aðeins eitt, við munum tilheyra náttúru. Við höfum verið þar áður og munum vera þar aftur. Höfundur starfar sem smíðakennari og er þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Gunnar Dan Wiium Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Uppljómaður maður er upplýstur maður. Við erum feimin við að bendla okkur sjálf og aðra við uppljómun. Svolítið eins og einhverskonar “Jantelov” hindri okkur, skömmin hindrar okkur. Við erum með hugmyndir um uppljómaða manneskju, hún gengur um jörðina í algjöru ásætti við það sem er og nánast glóir. Þessar hugmyndir eru réttar, uppljómuð manneskja er í ásætti eða einna heldur nær ásætti við hverja hindrun sem hún mætir á endanum. Það geislar af henni karisma og fólk dregst að henni. Vitundarbylgjan í þessum einstaklingum er þétt, vitundarbylgjan er stöðug tengslamyndun milli þess hægra og vinstra og í því samhengi er talað um geislabaug við fullkomið "samadhi" ástand. Hins vegar þýðir það ekki að viðkomandi þurfi endilega að vera í þessu ástandi stöðugt, alls ekki. Við erum af holdi og blóði, með tilfinningar og tilfinningarviðbrögð sem eru ýmist erfð eða áunnin. Það má óhætt segja að tilfinningarviðbrögð okkar séu karmaið okkar og með árvökulli og stöðugri sjálfskoðun horfum við inná við og þar eru þessi viðbrögð okkar skoðuð. Það getur engin annar gert það, við sjálf verðum að hafa hugrekkið og taka allt með fyrirvara því holdið lýgur en sálin heyrir aðeins sannleika. Smátt og smátt vöxum við og þroskumst, við þroskumst inn og við þroskumst út. Inn þroskinn er grunnur allra mennsku og í raun má segja að sé skylda okkar sem menneskjur sé að þroskast á þennan hátt, allur félagslegur þroski er sprottin af andlegum þroska. Uppljómuð manneskja fer ekki í langvarandi stríð, hún tekur ekki afstöðu með þeim sem standa í stríði, uppljómuð manneskja elskar skilyrðislaust óháð meintri stöðu innan samfélags, uppljómuð manneskja starfar án strits og er iðin. Vitund er eilífðareðlið, búddaeðlið, heilagur andinn. Vitund er án upphafs og endis sem og upphaf og endir alls og er það tilgangur mannsins að skilja fæðingu og dauða sem aðeins hverfuleika efnis. Efnið er einn líkami sem tekur á sig óeteljandi myndir og vitundin binst hjúpnum hvað eftir annað þar til þessum skiling hefur verið náð. Jörðin er okkur sem fjötrar og við berjumst og meiðum hvort annað því við neitum að horfast í augu við sannleikan um okkar rauntilgang. Við getum aðeins barist svo lengi því óumflýjanlega munum við í gegnum þjáningu læra að þekkja ljósið, það liggur í eðli sínu samkvæmt. Þegar því ástandi er náð er jörðin okkur ekki fangelsi heldur paradís, þá hættum við að traðka niður náttúruna og meiða hvort annað. Við munum ná tengslum við hvort annað því í raun erum við aðeins eitt, við munum tilheyra náttúru. Við höfum verið þar áður og munum vera þar aftur. Höfundur starfar sem smíðakennari og er þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar