„Fólk fer heim af vaktinni með nagandi samviskubit og eftirsjá“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 31. maí 2022 13:00 Jón Magnús Kristjánsson sagði upp sem yfirlæknir bráðamóttökunnar í fyrra, meðal annars vegna langvarandi álags. Vísir/Egill Fyrrverandi yfirlæknir á bráðamóttökunni segir fregnir af uppsögnum starfsmanna vegna viðvarandi álags á bráðamóttöku mjög sorglegar. Lengi hafi verið látið vita af miklu álagi og með vaxandi flótta frá deildinni verði ástandið sífellt erfiðara. Hægt sé að bæta úr vandanum en til þess þurfi fjármagn og tíma. Landspítalinn hefur undanfarið varað við miklu álagi á bráðamóttökunni í Fossvogi og í síðustu viku var biðlað til lítið slasaðra og veika að leita annað. Staðan virðist ekki hafa batnað en í gær greindi bráðahjúkrunarfræðingurinn Soffía Steingrímsdóttir að hún hafi ákveðið að segja upp vegna ástandsins. Jón Magnús Kristjánsson, fyrrverandi yfirlæknir bráðamóttökunnar, segir stöðuna mjög sorglega þar sem hann hefur séð eftir mjög mörgum góðum samstarfsaðilum. Vandinn sé þó ekki nýr af nálinni en hann sagði sjálfur upp í fyrra, að hluta til vegna álags. „Það hefur lengi verið látið vita af miklu álagi á bráðamóttökunni en með vaxandi flótta frá deildinni þá verður ástandið sífellt erfiðara og meira álag á þeim sem að eftir eru,“ segir Jón. „Þetta verður ákveðinn vítahringur sem erfitt er að brjótast út úr.“ Í færslu á Facebook síðu sinni í dag vísaði Jón til þess að nokkrir hjúkrunarfræðingar hefðu fengið nóg og sagt upp störfum, þar á meðal Soffía. Að sögn Jóns hafa einstaklingar sagt upp störfum yfir langt tímabil á bráðamóttökunni vegna álags og þannig hefur smám saman starfsfólki fækkað í öllum starfstéttum. Hann bendir á að um leið og álagið eykst, þá eykst umtalið og upplifir starfsfólk ekki bráðamóttökuna sem eftirsóknarverðan vinnustað. Líkt og aðrir finni starfsfólkið vel fyrir því að ekki sé verið að veita þá þjónustu sem þarf. „Fólk fer heim af vaktinni með nagandi samviskubit og eftirsjá yfir því að hafa ekki getað sinnt hinum eða þessum nægilega vel, og þetta nagar fagfólk að innan eins og það myndi gera í hverri annarri stétt. Yfir tíma þá leiðir þetta bara til vanlíðanar, depurðar og jafnvel kulnunar í starfi,“ segir Jón. Að sögn Jóns er rót vandans sú að Ísland hefur orðið eftir á með uppbyggingu þjónustu við aldraða. Það skapi meðal annars álag á bráðamóttökuna þar sem fólk kemst ekki þaðan á legudeildir vegna fólks sem að getur ekki útskrifast á spítalanum í önnur úrræði. Þá bendir hann á að um 80 rúm séu lokuð á spítalnum vegna skorts á starfsfólki og 30 einstaklingar fastir á bráðamóttökunni. Í grunninn telur Jón að það þurfi að ráðast í heildstæðar aðgerðir til að leysa vandann, opna í kringum fimm hundruð hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum, byggja upp betri heimaþjónustu og gera þjóðarátak í samfélaginu um kjarabætur heilbrigðisstarfsfólks. „Við getum leyst úr þessum vanda, þetta er ekki innbyggður ómöguleiki. En þetta verður erfitt og þetta mun kosta peninga og þetta mun taka tíma,“ segir Jón. „Þessi vandi er ekki vandi bráðamóttökunnar. Þessi vandi er vandi heilbrigðiskerfisins og þjóðfélagsins, og við verðum bara veikara þjóðfélag fyrir vikið.“ „Þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta eitthvað sem við verðum að leysa úr, við vitum hvernig þjóðfélag við viljum hafa, við vitum hvernig heilbrigðiskerfi við viljum hafa. Nú verðum við að taka okkur saman og vinna saman í því að leysa þetta og það er alveg hægt,“ segir hann enn fremur. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fólk þurfi ekki að örvænta þó álagið sé mikið: „Við sinnum öllum“ Heilbrigðisráðherra segir það alvarlegt ef álag á bráðamóttöku bitnar á sjúklingum en ítrekar að öllum sé sinnt. Verið sé að skoða fjölbreyttar lausnir til að bregðast við stöðunni í heilbrigðiskerfinu en yfirvöld munu ekki láta úrbætur stranda á skorti á fjármunum 26. maí 2022 13:00 Biðla til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku Landspítalinn varar við því að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. 25. maí 2022 16:05 Núverandi mönnun sé farin að ógna öryggi sjúklinga Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur gífurlegar áhyggjur af vöntun á hjúkrunarfræðingum til starfa og skorar á yfirvöld að bæta kjör og starfsumhverfi til að fjölga hjúkrunarfræðingum í heilbrigðiskerfinu. 12. maí 2022 22:18 Læknar um stöðuna á Landspítala: „Allir sem vinna að öryggismenningu vita að öryggi kostar“ Hópur lækna segir að alvarlegt vanmat á mönnunarþörf Landspítalans komi fram í nýrri skýrslu Heilbrigðisráðuneytisins. Skýrslan, sem unnin var af ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey byggir á ítarlegri greiningu á stöðu sjúkrahússins og þeim áskorunum sem eru framundan á Landspítala. 5. apríl 2022 22:43 Jón Magnús segir upp sem yfirlæknir bráðalækninga Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, hefur sagt upp störfum. Hann segir ástæðu þess að hluta til vegna álags á bráðamóttöku, þar sem sjúklingar hafa ítrekað þurft að liggja frammi á göngunum. 17. janúar 2021 20:32 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Landspítalinn hefur undanfarið varað við miklu álagi á bráðamóttökunni í Fossvogi og í síðustu viku var biðlað til lítið slasaðra og veika að leita annað. Staðan virðist ekki hafa batnað en í gær greindi bráðahjúkrunarfræðingurinn Soffía Steingrímsdóttir að hún hafi ákveðið að segja upp vegna ástandsins. Jón Magnús Kristjánsson, fyrrverandi yfirlæknir bráðamóttökunnar, segir stöðuna mjög sorglega þar sem hann hefur séð eftir mjög mörgum góðum samstarfsaðilum. Vandinn sé þó ekki nýr af nálinni en hann sagði sjálfur upp í fyrra, að hluta til vegna álags. „Það hefur lengi verið látið vita af miklu álagi á bráðamóttökunni en með vaxandi flótta frá deildinni þá verður ástandið sífellt erfiðara og meira álag á þeim sem að eftir eru,“ segir Jón. „Þetta verður ákveðinn vítahringur sem erfitt er að brjótast út úr.“ Í færslu á Facebook síðu sinni í dag vísaði Jón til þess að nokkrir hjúkrunarfræðingar hefðu fengið nóg og sagt upp störfum, þar á meðal Soffía. Að sögn Jóns hafa einstaklingar sagt upp störfum yfir langt tímabil á bráðamóttökunni vegna álags og þannig hefur smám saman starfsfólki fækkað í öllum starfstéttum. Hann bendir á að um leið og álagið eykst, þá eykst umtalið og upplifir starfsfólk ekki bráðamóttökuna sem eftirsóknarverðan vinnustað. Líkt og aðrir finni starfsfólkið vel fyrir því að ekki sé verið að veita þá þjónustu sem þarf. „Fólk fer heim af vaktinni með nagandi samviskubit og eftirsjá yfir því að hafa ekki getað sinnt hinum eða þessum nægilega vel, og þetta nagar fagfólk að innan eins og það myndi gera í hverri annarri stétt. Yfir tíma þá leiðir þetta bara til vanlíðanar, depurðar og jafnvel kulnunar í starfi,“ segir Jón. Að sögn Jóns er rót vandans sú að Ísland hefur orðið eftir á með uppbyggingu þjónustu við aldraða. Það skapi meðal annars álag á bráðamóttökuna þar sem fólk kemst ekki þaðan á legudeildir vegna fólks sem að getur ekki útskrifast á spítalanum í önnur úrræði. Þá bendir hann á að um 80 rúm séu lokuð á spítalnum vegna skorts á starfsfólki og 30 einstaklingar fastir á bráðamóttökunni. Í grunninn telur Jón að það þurfi að ráðast í heildstæðar aðgerðir til að leysa vandann, opna í kringum fimm hundruð hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum, byggja upp betri heimaþjónustu og gera þjóðarátak í samfélaginu um kjarabætur heilbrigðisstarfsfólks. „Við getum leyst úr þessum vanda, þetta er ekki innbyggður ómöguleiki. En þetta verður erfitt og þetta mun kosta peninga og þetta mun taka tíma,“ segir Jón. „Þessi vandi er ekki vandi bráðamóttökunnar. Þessi vandi er vandi heilbrigðiskerfisins og þjóðfélagsins, og við verðum bara veikara þjóðfélag fyrir vikið.“ „Þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta eitthvað sem við verðum að leysa úr, við vitum hvernig þjóðfélag við viljum hafa, við vitum hvernig heilbrigðiskerfi við viljum hafa. Nú verðum við að taka okkur saman og vinna saman í því að leysa þetta og það er alveg hægt,“ segir hann enn fremur.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fólk þurfi ekki að örvænta þó álagið sé mikið: „Við sinnum öllum“ Heilbrigðisráðherra segir það alvarlegt ef álag á bráðamóttöku bitnar á sjúklingum en ítrekar að öllum sé sinnt. Verið sé að skoða fjölbreyttar lausnir til að bregðast við stöðunni í heilbrigðiskerfinu en yfirvöld munu ekki láta úrbætur stranda á skorti á fjármunum 26. maí 2022 13:00 Biðla til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku Landspítalinn varar við því að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. 25. maí 2022 16:05 Núverandi mönnun sé farin að ógna öryggi sjúklinga Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur gífurlegar áhyggjur af vöntun á hjúkrunarfræðingum til starfa og skorar á yfirvöld að bæta kjör og starfsumhverfi til að fjölga hjúkrunarfræðingum í heilbrigðiskerfinu. 12. maí 2022 22:18 Læknar um stöðuna á Landspítala: „Allir sem vinna að öryggismenningu vita að öryggi kostar“ Hópur lækna segir að alvarlegt vanmat á mönnunarþörf Landspítalans komi fram í nýrri skýrslu Heilbrigðisráðuneytisins. Skýrslan, sem unnin var af ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey byggir á ítarlegri greiningu á stöðu sjúkrahússins og þeim áskorunum sem eru framundan á Landspítala. 5. apríl 2022 22:43 Jón Magnús segir upp sem yfirlæknir bráðalækninga Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, hefur sagt upp störfum. Hann segir ástæðu þess að hluta til vegna álags á bráðamóttöku, þar sem sjúklingar hafa ítrekað þurft að liggja frammi á göngunum. 17. janúar 2021 20:32 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Fólk þurfi ekki að örvænta þó álagið sé mikið: „Við sinnum öllum“ Heilbrigðisráðherra segir það alvarlegt ef álag á bráðamóttöku bitnar á sjúklingum en ítrekar að öllum sé sinnt. Verið sé að skoða fjölbreyttar lausnir til að bregðast við stöðunni í heilbrigðiskerfinu en yfirvöld munu ekki láta úrbætur stranda á skorti á fjármunum 26. maí 2022 13:00
Biðla til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku Landspítalinn varar við því að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. 25. maí 2022 16:05
Núverandi mönnun sé farin að ógna öryggi sjúklinga Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur gífurlegar áhyggjur af vöntun á hjúkrunarfræðingum til starfa og skorar á yfirvöld að bæta kjör og starfsumhverfi til að fjölga hjúkrunarfræðingum í heilbrigðiskerfinu. 12. maí 2022 22:18
Læknar um stöðuna á Landspítala: „Allir sem vinna að öryggismenningu vita að öryggi kostar“ Hópur lækna segir að alvarlegt vanmat á mönnunarþörf Landspítalans komi fram í nýrri skýrslu Heilbrigðisráðuneytisins. Skýrslan, sem unnin var af ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey byggir á ítarlegri greiningu á stöðu sjúkrahússins og þeim áskorunum sem eru framundan á Landspítala. 5. apríl 2022 22:43
Jón Magnús segir upp sem yfirlæknir bráðalækninga Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, hefur sagt upp störfum. Hann segir ástæðu þess að hluta til vegna álags á bráðamóttöku, þar sem sjúklingar hafa ítrekað þurft að liggja frammi á göngunum. 17. janúar 2021 20:32