Vaktin: Rússar að endurtaka fyrri mistök Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 31. maí 2022 06:39 Úkrainskir hermenn nærri víglínunni í Luhansk. Mannfall meðal þeirra er talið mikið. Getty/Rick Mave Hersveitir Rússa stjórna orðið um sjötíu prósentum af borginni Severodonetsk í Luhansk-héraði. Harðir bardagar geysa í borginni og ríkisstjóri Luhansk segir að sigur Rússa þar gæti reynst þeim mikilvægur táknrænn sigur, þó að hernám Severodonetsk þjóni ekki miklum taktískum tilgangi. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hersveitir Rússa eru að gera sömu mistök í austurhluta Úkraínu og þeir gerðu í sókninni að Kænugarði í upphafi innrásarinnar. Ráðamenn í Bandaríkjunum segja Rússa hafa misst um fimmtung af getu sinni og um þúsund skriðdreka. Druzhba-olíuleiðslan verður undanþegin banninu og Ungverjaland mun áfram kaupa olíu frá Rússlandi, þar sem þarlend stjórnvöld segja bann myndu rústa efnahag landsins. Stærsti banki Rússlands, Sberbank, verður útilokaður frá Swift greiðslukerfinu og þá verður þremur rússneskum ríkismiðlum bannað að senda út innan ESB-ríkjanna. Leiðtogaráð Evrópu hefur lýst sig reiðubúið til að veita Úkraínumönnum 9 milljarða evra til að endurbyggja landið í kjölfar stríðsins. Þá mun ráðið, í samstarfi við G7-ríkin, halda áfram að sjá til þess að landið hafi aðgang að lausafé til að mæta fjárhagslegum skuldbindingum. Ákæra hefur verið gefin út í fyrsta nauðgunarmálinu tengdu stríðinu. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa ekki aðeins koma í veg fyrir að hægt sé að flytja korn frá landinu heldur hafi þeir stolið að minnsta kosti hálfri milljón tonna af korni. Rússar eru einnig sakaðir um að hafa stolið gríðarlegu magni af stáli frá Maríupól. Rússneskar hersveitir eru komnar inn í borgina Severodonetsk og ástandið í Donbas er sagt afar erfitt. Stöðugar stórskotaárásir eiga sér nú stað víða á svæðinu. Rússar hyggjast hætta að selja gas til Hollands, eftir að hollenska fyrirtækið GasTerra neitaði að greiða fyrir gasið í rúblum. Aðeins um 15 prósent af gasinnflutningi Hollendinga kemur frá Rússlandi. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hersveitir Rússa eru að gera sömu mistök í austurhluta Úkraínu og þeir gerðu í sókninni að Kænugarði í upphafi innrásarinnar. Ráðamenn í Bandaríkjunum segja Rússa hafa misst um fimmtung af getu sinni og um þúsund skriðdreka. Druzhba-olíuleiðslan verður undanþegin banninu og Ungverjaland mun áfram kaupa olíu frá Rússlandi, þar sem þarlend stjórnvöld segja bann myndu rústa efnahag landsins. Stærsti banki Rússlands, Sberbank, verður útilokaður frá Swift greiðslukerfinu og þá verður þremur rússneskum ríkismiðlum bannað að senda út innan ESB-ríkjanna. Leiðtogaráð Evrópu hefur lýst sig reiðubúið til að veita Úkraínumönnum 9 milljarða evra til að endurbyggja landið í kjölfar stríðsins. Þá mun ráðið, í samstarfi við G7-ríkin, halda áfram að sjá til þess að landið hafi aðgang að lausafé til að mæta fjárhagslegum skuldbindingum. Ákæra hefur verið gefin út í fyrsta nauðgunarmálinu tengdu stríðinu. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa ekki aðeins koma í veg fyrir að hægt sé að flytja korn frá landinu heldur hafi þeir stolið að minnsta kosti hálfri milljón tonna af korni. Rússar eru einnig sakaðir um að hafa stolið gríðarlegu magni af stáli frá Maríupól. Rússneskar hersveitir eru komnar inn í borgina Severodonetsk og ástandið í Donbas er sagt afar erfitt. Stöðugar stórskotaárásir eiga sér nú stað víða á svæðinu. Rússar hyggjast hætta að selja gas til Hollands, eftir að hollenska fyrirtækið GasTerra neitaði að greiða fyrir gasið í rúblum. Aðeins um 15 prósent af gasinnflutningi Hollendinga kemur frá Rússlandi. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira