Framsókn, Samfylking, Píratar og Viðreisn hefja formlegar viðræður í Reykjavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. maí 2022 10:06 Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í Reykjavík hefur boðið Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum til meirihlutaviðræðna í borginni. Vísir/Vilhelm Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðið Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til formlegra viðræðna um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flokknum. Flokkurinn boðar sömuleiðis til blaðamannafundar í Grósku klukkan 11:00 þar sem oddvitar flokkanna eru tilbúnir til að svara spurningum fjölmiðla. Þetta eru fyrstu formlegu viðræðurnar sem boðað hefur verið til í borginni eftir að niðurstöður sveitarstjórnarkosninga lágu fyrir fyrir rúmri viku síðan. Framsóknarflokkurinn hefur verið í lykilstöðu og vangaveltur verið uppi um það hvort flokkurinn færi í meirihlutaviðræður við Samfylkingu, Viðreisn og Pírata sem lýstu því yfir í liðinni viku að ætla að halda saman fyrst um sinn í viðræðum, eða við Sjálfstæðisflokkinn og aðra flokka sem til þyrftu til að mynda meirihluta þar. Framsóknarfólk í borginni ræddi stöðu mála á fundi í gærkvöldi og hefur grasrót flokksins í Reykjavík kallað eftir því að skýlaus krafa verði um borgarstjórastólinn allt næsta kjörtímabil fari flokkurinn í formlegar viðræður við Samfylkinguna, Viðreisn og Pírata. Einar Þorsteinsson oddviti flokksins í borginni sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að honum þyki ekki skynsamlegt að setja fram afarkosti áður en viðræður hefjast. Hægt er að horfa á upptöku af fundinum í spilaranum hér að neðan.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flokknum. Flokkurinn boðar sömuleiðis til blaðamannafundar í Grósku klukkan 11:00 þar sem oddvitar flokkanna eru tilbúnir til að svara spurningum fjölmiðla. Þetta eru fyrstu formlegu viðræðurnar sem boðað hefur verið til í borginni eftir að niðurstöður sveitarstjórnarkosninga lágu fyrir fyrir rúmri viku síðan. Framsóknarflokkurinn hefur verið í lykilstöðu og vangaveltur verið uppi um það hvort flokkurinn færi í meirihlutaviðræður við Samfylkingu, Viðreisn og Pírata sem lýstu því yfir í liðinni viku að ætla að halda saman fyrst um sinn í viðræðum, eða við Sjálfstæðisflokkinn og aðra flokka sem til þyrftu til að mynda meirihluta þar. Framsóknarfólk í borginni ræddi stöðu mála á fundi í gærkvöldi og hefur grasrót flokksins í Reykjavík kallað eftir því að skýlaus krafa verði um borgarstjórastólinn allt næsta kjörtímabil fari flokkurinn í formlegar viðræður við Samfylkinguna, Viðreisn og Pírata. Einar Þorsteinsson oddviti flokksins í borginni sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að honum þyki ekki skynsamlegt að setja fram afarkosti áður en viðræður hefjast. Hægt er að horfa á upptöku af fundinum í spilaranum hér að neðan.
Reykjavík Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Píratar Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira