Fyrrverandi Spánarkonungur snýr heim úr útlegð Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 21. maí 2022 14:31 Jóhann Karl I, fyrrverandi Spánarkonungur, í Sanxenxo í gær. GettyImages Jóhann Karl, fyrrverandi konungur Spánar, sneri heim úr 2ja ára útlegð um helgina. Þjóð og þing eru klofin í garð konungs, þingmenn vinstri flokkanna kalla hann samviskulausan þjóf, en hægri flokkarnir fagna heimkomu hans. „Lifi konungurinn“ hrópaði fólkið sem var samankomið við Siglingaklúbbinn í Sanxenxo á Norður-Spáni í gær þegar Jóhann Karl, fyrrverandi konungur Spánar, kom þangað til að fylgjast með stærstu siglingakeppni Spánar. Þar með sneri konungurinn fyrrverandi heim úr nær 2ja ára sjálfskipaðri útlegð, en hann flúði land og fór til Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þegar opinber sakamálarannsókn hófst gegn honum fyrir meinta mútuþægni, peningaþvætti og skattsvik. Rannsókn á misferli konungs felld niður Þessar rannsóknir voru felldar niður fyrir tveimur mánuðum, ekki af því að hann var saklaus, heldur af því að nánast ómögulegt verður að draga hann fyrir dóm þar sem hann braut af sér sem konungur og því nýtur hann friðhelgi. Og þar með getur hann óhræddur snúið aftur til Spánar. En það eru langt í frá allir Spánverjar jafn ánægðir með endurkomu konungsins aldna. Þingmenn vinstri flokkanna drógu hvergi af sér, kölluðu Jóhann Karl samviskulausan og spilltan þjóf og mörgum finnst ósvífið að hann snúi aftur til Spánar án þess að veita neinar útskýringar á framferði sínu eða biðja þjóðina afsökunar, eins og reyndar nokkrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa sagt skorinort í fjölmiðlum í aðdraganda heimsóknarinnar. Þjóðin klofin í afstöðu sinni til konungsins Það er óhætt að segja að spænska þjóðin sé klofin í tvennt gagnvart Jóhanni Karli, á tvo mismunandi vegu. Fjölmiðlar á vinstri vængnum, rétt eins og stjórnmálamenn, fara hörðum orðum um hinn fyrrverandi konung, en hægri miðlar og þingmenn hægri flokkanna segja að manninum sé frjálst að ferðast að vild, öllum rannsóknum hafi verið hætt og því skuldi hann engum neitt. Svo má líka segja að þjóðin skiptist eftir aldri, eldri kynslóðir minna á að konungurinn eigi ríkan þátt í því að lýðræði komst á á Spáni, þegar hann hafi hindrað valdarán hersins árið 1981. Yngri kynslóðir muna eða þekkja þetta síður og leggja meiri áherslu á að hann hafi hegðað sér með ósæmilegum og glæpsamlegum hætti. Hvað sem því líður, þá er konungurinn aldni í heimsókn á Spáni um helgina. Hann heimsækir son sinn, Filippus VI, í konungshöllina í Madrid á mánudag. Þar fær hann þó ekki að gista og að heimsókn lokinni heldur hann aftur í sína sjálfskipuðu útlegð til Abú Dabí þar sem allt útlit er fyrir að hann verji síðustu árum ævi sinnar. Spánn Kóngafólk Tengdar fréttir Rannsókn hætt á fjársvikum fyrrverandi Spánarkonungs Saksóknari á Spáni hefur hætt rannsókn á meintum skattsvikum og fjármálamisferli Jóhanns Karls, fyrrverandi konungs Spánar og ásökunum um að hafa þegið mútur frá Sádi-Arabíu. Konungurinn fyrrverandi hyggst dvelja áfram í sjálfskipaðri útlegð fjarri Spáni. 12. mars 2022 14:35 Staðfesta að Jóhann Karl er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum Fyrrverandi konungur Spánar, Jóhann Karl, hefur haldið til í Sameinuðu arabísku furstadæmunum frá 3. ágúst síðastliðnum síðan hann flúði heimalandið vegna fjársvikamáls sem er til rannsóknar á Spáni. 17. ágúst 2020 16:31 Jóhann Karl yfirgefur Spán vegna fjársvikamáls Fyrrverandi konungur Spánar, Jóhann Karl, segir í bréfi stíluðu á son sinn Filippus VI. Spánarkonung að hann hyggist yfirgefa Spán vegna ásakana um fjárhagslegt misferli. Bréfið var birt á vef spænsku konungsfjölskyldunnar í dag. 3. ágúst 2020 17:43 Ásakanir um spillingu fyrrverandi Spánarkonungs Forsætisráðherra Spánar lýsti áhyggjum sínum að uppljóstrunum um spillingarmál Jóhanns Karls, fyrrverandi konungs, sem er til rannsóknar á Spáni og í Sviss. Fyrrverandi konungurinn er sakaður um að hafa þegið milljónir evra í mögulegar mútur frá Sádi-Arabíu. 8. júlí 2020 21:29 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Erlent Fleiri fréttir „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Sjá meira
„Lifi konungurinn“ hrópaði fólkið sem var samankomið við Siglingaklúbbinn í Sanxenxo á Norður-Spáni í gær þegar Jóhann Karl, fyrrverandi konungur Spánar, kom þangað til að fylgjast með stærstu siglingakeppni Spánar. Þar með sneri konungurinn fyrrverandi heim úr nær 2ja ára sjálfskipaðri útlegð, en hann flúði land og fór til Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þegar opinber sakamálarannsókn hófst gegn honum fyrir meinta mútuþægni, peningaþvætti og skattsvik. Rannsókn á misferli konungs felld niður Þessar rannsóknir voru felldar niður fyrir tveimur mánuðum, ekki af því að hann var saklaus, heldur af því að nánast ómögulegt verður að draga hann fyrir dóm þar sem hann braut af sér sem konungur og því nýtur hann friðhelgi. Og þar með getur hann óhræddur snúið aftur til Spánar. En það eru langt í frá allir Spánverjar jafn ánægðir með endurkomu konungsins aldna. Þingmenn vinstri flokkanna drógu hvergi af sér, kölluðu Jóhann Karl samviskulausan og spilltan þjóf og mörgum finnst ósvífið að hann snúi aftur til Spánar án þess að veita neinar útskýringar á framferði sínu eða biðja þjóðina afsökunar, eins og reyndar nokkrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa sagt skorinort í fjölmiðlum í aðdraganda heimsóknarinnar. Þjóðin klofin í afstöðu sinni til konungsins Það er óhætt að segja að spænska þjóðin sé klofin í tvennt gagnvart Jóhanni Karli, á tvo mismunandi vegu. Fjölmiðlar á vinstri vængnum, rétt eins og stjórnmálamenn, fara hörðum orðum um hinn fyrrverandi konung, en hægri miðlar og þingmenn hægri flokkanna segja að manninum sé frjálst að ferðast að vild, öllum rannsóknum hafi verið hætt og því skuldi hann engum neitt. Svo má líka segja að þjóðin skiptist eftir aldri, eldri kynslóðir minna á að konungurinn eigi ríkan þátt í því að lýðræði komst á á Spáni, þegar hann hafi hindrað valdarán hersins árið 1981. Yngri kynslóðir muna eða þekkja þetta síður og leggja meiri áherslu á að hann hafi hegðað sér með ósæmilegum og glæpsamlegum hætti. Hvað sem því líður, þá er konungurinn aldni í heimsókn á Spáni um helgina. Hann heimsækir son sinn, Filippus VI, í konungshöllina í Madrid á mánudag. Þar fær hann þó ekki að gista og að heimsókn lokinni heldur hann aftur í sína sjálfskipuðu útlegð til Abú Dabí þar sem allt útlit er fyrir að hann verji síðustu árum ævi sinnar.
Spánn Kóngafólk Tengdar fréttir Rannsókn hætt á fjársvikum fyrrverandi Spánarkonungs Saksóknari á Spáni hefur hætt rannsókn á meintum skattsvikum og fjármálamisferli Jóhanns Karls, fyrrverandi konungs Spánar og ásökunum um að hafa þegið mútur frá Sádi-Arabíu. Konungurinn fyrrverandi hyggst dvelja áfram í sjálfskipaðri útlegð fjarri Spáni. 12. mars 2022 14:35 Staðfesta að Jóhann Karl er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum Fyrrverandi konungur Spánar, Jóhann Karl, hefur haldið til í Sameinuðu arabísku furstadæmunum frá 3. ágúst síðastliðnum síðan hann flúði heimalandið vegna fjársvikamáls sem er til rannsóknar á Spáni. 17. ágúst 2020 16:31 Jóhann Karl yfirgefur Spán vegna fjársvikamáls Fyrrverandi konungur Spánar, Jóhann Karl, segir í bréfi stíluðu á son sinn Filippus VI. Spánarkonung að hann hyggist yfirgefa Spán vegna ásakana um fjárhagslegt misferli. Bréfið var birt á vef spænsku konungsfjölskyldunnar í dag. 3. ágúst 2020 17:43 Ásakanir um spillingu fyrrverandi Spánarkonungs Forsætisráðherra Spánar lýsti áhyggjum sínum að uppljóstrunum um spillingarmál Jóhanns Karls, fyrrverandi konungs, sem er til rannsóknar á Spáni og í Sviss. Fyrrverandi konungurinn er sakaður um að hafa þegið milljónir evra í mögulegar mútur frá Sádi-Arabíu. 8. júlí 2020 21:29 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Erlent Fleiri fréttir „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Sjá meira
Rannsókn hætt á fjársvikum fyrrverandi Spánarkonungs Saksóknari á Spáni hefur hætt rannsókn á meintum skattsvikum og fjármálamisferli Jóhanns Karls, fyrrverandi konungs Spánar og ásökunum um að hafa þegið mútur frá Sádi-Arabíu. Konungurinn fyrrverandi hyggst dvelja áfram í sjálfskipaðri útlegð fjarri Spáni. 12. mars 2022 14:35
Staðfesta að Jóhann Karl er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum Fyrrverandi konungur Spánar, Jóhann Karl, hefur haldið til í Sameinuðu arabísku furstadæmunum frá 3. ágúst síðastliðnum síðan hann flúði heimalandið vegna fjársvikamáls sem er til rannsóknar á Spáni. 17. ágúst 2020 16:31
Jóhann Karl yfirgefur Spán vegna fjársvikamáls Fyrrverandi konungur Spánar, Jóhann Karl, segir í bréfi stíluðu á son sinn Filippus VI. Spánarkonung að hann hyggist yfirgefa Spán vegna ásakana um fjárhagslegt misferli. Bréfið var birt á vef spænsku konungsfjölskyldunnar í dag. 3. ágúst 2020 17:43
Ásakanir um spillingu fyrrverandi Spánarkonungs Forsætisráðherra Spánar lýsti áhyggjum sínum að uppljóstrunum um spillingarmál Jóhanns Karls, fyrrverandi konungs, sem er til rannsóknar á Spáni og í Sviss. Fyrrverandi konungurinn er sakaður um að hafa þegið milljónir evra í mögulegar mútur frá Sádi-Arabíu. 8. júlí 2020 21:29
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent