Kvöldfréttir Stöðvar 2 Snorri Másson skrifar 20. maí 2022 18:14 Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld. Vísir/Vilhelm Í kvöldfréttum förum við yfir gang meirihlutaviðræðna í Reykjavík eins og undanfarna daga, en ekki síður stöðuna um allt land, þar sem víðast hvar er kominn öllu meiri skriður á viðræður. Að auki er rætt við sómalska konu, sem vísa á úr landi á næstu dögum, sem segir brottvísunina ógna lífi sínu. Lögmaður hennar fordæmir að stjórnvöld hefji nú brottvísanir á ný í stórum stíl. Stjórnvöld haldi því ranglega fram að konan og aðrir umbjóðendur hans hafi sjálf tafið afgreiðslu mála sinna. Grindavík er orðin stærsta vígi Miðflokksins, og jafnframt eitt það síðasta, á sveitarstjórnarstiginu. Oddviti flokksins í bænum átti ekki von á því að flokkurinn ynni slíkan stórsigur - en telur ýmsar ástæður liggja þar að baki. Sérfræðingur hefur þungar áhyggjur af lítilli fræðslu til foreldra um miðlanotkun barna, en lang flest börn tólf ára og eldri eru með aðgang að samskiptaforritinu Snapchat. Maður sem í gær var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot nálgaðist börn í gegnum forritið. Áhersla rússneska hersins er nú öll á aðra hluta Donbas-héraðanna í austurhluta Úkraínu, eftir að Úkraínuher beið endanlegan ósigur í Mariupol eftir langt umsátur. (lum) Í ljósi yfirvofandi stórsóknar hersins á stærra svæði hafa vestrænar þjóðir bætt enn í gífurleg fjárútlát til stuðnings Úkraínumönnum - þar á meðal boða Þjóðverjar afhendingu 15 skriðdreka til Úkraínu. Á sama tíma hafa Rússar skrúfað fyrir gasið til Finna í ljósi inngöngu þeirra í NATO. Talsmaður úkraínska varnarmálaráðuneytisins segir hörkuna í átökunum í Úkraínu færast í aukana. Íslenskir hestar eru í heldur óvenjulegu hlutverki í nýrri auglýsingu sem ætlað er að markaðsetja Ísland sem áfangastað. Fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu segir það hafa reynst þeim vel að nota húmor í auknum mæli til að færa fólk saman. Forseti Íslands segir lífsreynslu útaf fyrir sig að hafa fundað með Apple, Microsoft og Amazon vestanhafs síðustu daga. Helstu sérfræðingar Íslendinga í máltækni eru hluti af sendinefnd, sem á að sannfæra stórfyrirtækin um að bjóða upp á samskipti við símana - á íslensku. Rekstraraðilar Kolaportsins eru í óvissu með framtíðina eftir að tilkynnt var um byggingu nýs Listaháskóla í húsinu. Í bili er þetta veislusalur og það er nóg að gera. Elísabet Inga fréttamaður okkar kíkir í heimsókn og spáir í spilin. Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Að auki er rætt við sómalska konu, sem vísa á úr landi á næstu dögum, sem segir brottvísunina ógna lífi sínu. Lögmaður hennar fordæmir að stjórnvöld hefji nú brottvísanir á ný í stórum stíl. Stjórnvöld haldi því ranglega fram að konan og aðrir umbjóðendur hans hafi sjálf tafið afgreiðslu mála sinna. Grindavík er orðin stærsta vígi Miðflokksins, og jafnframt eitt það síðasta, á sveitarstjórnarstiginu. Oddviti flokksins í bænum átti ekki von á því að flokkurinn ynni slíkan stórsigur - en telur ýmsar ástæður liggja þar að baki. Sérfræðingur hefur þungar áhyggjur af lítilli fræðslu til foreldra um miðlanotkun barna, en lang flest börn tólf ára og eldri eru með aðgang að samskiptaforritinu Snapchat. Maður sem í gær var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot nálgaðist börn í gegnum forritið. Áhersla rússneska hersins er nú öll á aðra hluta Donbas-héraðanna í austurhluta Úkraínu, eftir að Úkraínuher beið endanlegan ósigur í Mariupol eftir langt umsátur. (lum) Í ljósi yfirvofandi stórsóknar hersins á stærra svæði hafa vestrænar þjóðir bætt enn í gífurleg fjárútlát til stuðnings Úkraínumönnum - þar á meðal boða Þjóðverjar afhendingu 15 skriðdreka til Úkraínu. Á sama tíma hafa Rússar skrúfað fyrir gasið til Finna í ljósi inngöngu þeirra í NATO. Talsmaður úkraínska varnarmálaráðuneytisins segir hörkuna í átökunum í Úkraínu færast í aukana. Íslenskir hestar eru í heldur óvenjulegu hlutverki í nýrri auglýsingu sem ætlað er að markaðsetja Ísland sem áfangastað. Fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu segir það hafa reynst þeim vel að nota húmor í auknum mæli til að færa fólk saman. Forseti Íslands segir lífsreynslu útaf fyrir sig að hafa fundað með Apple, Microsoft og Amazon vestanhafs síðustu daga. Helstu sérfræðingar Íslendinga í máltækni eru hluti af sendinefnd, sem á að sannfæra stórfyrirtækin um að bjóða upp á samskipti við símana - á íslensku. Rekstraraðilar Kolaportsins eru í óvissu með framtíðina eftir að tilkynnt var um byggingu nýs Listaháskóla í húsinu. Í bili er þetta veislusalur og það er nóg að gera. Elísabet Inga fréttamaður okkar kíkir í heimsókn og spáir í spilin.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira