Tóku ekki undir gagnrýni Alexanders og sögðu sessunaut hans drepa alla von Sindri Sverrisson skrifar 20. maí 2022 17:01 Ekki voru allir sammála um hvort þetta mark Stjörnunnar ætti að fá að standa. Stöð 2 Sport Dómgæslan á leik Aftureldingar og Stjörnunnar var til umræðu í Bestu mörkunum en þjálfari Aftureldingar var afar ósáttur með dómarann eftir 3-1 tap sinna kvenna. Reiði Mosfellinga virtist fyrst og fremst tilkomin vegna marksins sem kom Stjörnunni í 2-1 á 85. mínútu en þeir töldu brotið á markverði sínum. Rauða spjaldið fór á loft skömmu síðar en það tók góða stund að beina því að réttum manni. Í fyrstu beindi dómarinn Jakub Marcin Róg rauða spjaldinu að Alexander Aroni Davorssyni, einum af þjálfurum Aftureldingar. Það var hins vegar leiðrétt og Sigurbjartur Sigurjónsson, sem var á varamannabekk Aftureldingar skráður sem forráðamaður félagsins, var rekinn í burtu fyrir kjaftbrúk. „Þarna er staðan 2-1 og örlítið eftir. Ef það var möguleiki fyrir Aftureldingu að jafna metin þá dó hann þarna,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna. „Það hægist á öllu. Það var búið að vera mikið í gangi en svo hægist á öllu því það er einhver reikistefna við bekkinn þar sem enginn veit hvað gerðist. Svo fær Stjarnan horn og neglir þriðja markinu og þetta er búið,“ sagði Helena. Klippa: Bestu mörkin - Dómgæslan í Mosó Talið barst þá að gagnrýni Alexanders á það að annað mark Stjörnunnar í leiknum skyldi fá að standa. Lilja Dögg Valþórsdóttir virtist frekar sammála dómaranum. „Það er Aftureldingarvarnarmaður þarna við hliðina á Stjörnustelpunni. Þær eru þarna öxl í öxl og mér finnst líka eins og Auður [Sveinbjörnsdóttir Scheving, markvörður Aftureldingar] sé að koma þarna til að ná í boltann og hlaupi á hana. Þetta er svo mikið kraðak þarna,“ sagði Lilja. Stjarnan vildi líka fá vítaspyrnu á 15. mínútu þegar boltinn hrökk í hönd Sigrúnar Gunndísar Harðardóttur, fyrirliða Aftureldingar, innan teigs. „Í reglunum er þetta bara hendi og víti, eins leiðinlegt og það kann að hljóma,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir en brotið úr þættinum má sjá hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Bestu mörkin Afturelding Stjarnan Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Reiði Mosfellinga virtist fyrst og fremst tilkomin vegna marksins sem kom Stjörnunni í 2-1 á 85. mínútu en þeir töldu brotið á markverði sínum. Rauða spjaldið fór á loft skömmu síðar en það tók góða stund að beina því að réttum manni. Í fyrstu beindi dómarinn Jakub Marcin Róg rauða spjaldinu að Alexander Aroni Davorssyni, einum af þjálfurum Aftureldingar. Það var hins vegar leiðrétt og Sigurbjartur Sigurjónsson, sem var á varamannabekk Aftureldingar skráður sem forráðamaður félagsins, var rekinn í burtu fyrir kjaftbrúk. „Þarna er staðan 2-1 og örlítið eftir. Ef það var möguleiki fyrir Aftureldingu að jafna metin þá dó hann þarna,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna. „Það hægist á öllu. Það var búið að vera mikið í gangi en svo hægist á öllu því það er einhver reikistefna við bekkinn þar sem enginn veit hvað gerðist. Svo fær Stjarnan horn og neglir þriðja markinu og þetta er búið,“ sagði Helena. Klippa: Bestu mörkin - Dómgæslan í Mosó Talið barst þá að gagnrýni Alexanders á það að annað mark Stjörnunnar í leiknum skyldi fá að standa. Lilja Dögg Valþórsdóttir virtist frekar sammála dómaranum. „Það er Aftureldingarvarnarmaður þarna við hliðina á Stjörnustelpunni. Þær eru þarna öxl í öxl og mér finnst líka eins og Auður [Sveinbjörnsdóttir Scheving, markvörður Aftureldingar] sé að koma þarna til að ná í boltann og hlaupi á hana. Þetta er svo mikið kraðak þarna,“ sagði Lilja. Stjarnan vildi líka fá vítaspyrnu á 15. mínútu þegar boltinn hrökk í hönd Sigrúnar Gunndísar Harðardóttur, fyrirliða Aftureldingar, innan teigs. „Í reglunum er þetta bara hendi og víti, eins leiðinlegt og það kann að hljóma,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir en brotið úr þættinum má sjá hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Afturelding Stjarnan Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira