Shkreli látinn laus úr fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2022 22:14 Martin Shkreli eignaðist fáa vini með framferði sínu sem forstjóri lyfjafyrirtækisins Turing Pharmaceuticals. AP/Susan Walsh Bandarísk yfirvöld slepptu Martin Shkreli, fyrrverandi forstjóra lyfjafyrirtækis, úr fangelsi eftir að hann hafði afplánað hluta sjö ára fangelsisdóms sem hann hlaut árið 2017. Shkreli hefur meðal annars verið nefndur „hataðasti maður internetsins“ vegna gríðarlegrar verðhækkunar á alnæmislyfi. Alríkisdómari dæmdi Shkreli í sjö ára fangelsi fyrir að ljúga að fjárfestum í vogunarsjóði sem hann rak og að svindla á fjárfestum í lyfjafyrirtækinu Turing Pharmaceuticals. Honum var sleppt snemma úr fangelsi í Pennsylvaníu og færður á áfangaheimili í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann hefði annars ekki átt að losna fyrr en í september á næsta ári. Shkreli varð frægur að endemum þegar fyrirtæki hans keypti framleiðslurétt á lyfinu Daraprim sem er notað gegn sýkingu hjá alnæmis-, malaríu- og krabbameinssjúklingum og hækkaði verðið á því um 5.000%. Hækkunin skýrði hann með því að svona væri kapítalisminn í verki og sjúkratryggingar gerðu sjúklingum kleift að fá lyfið þrátt fyrir hana. Eftir að Shkreli var handtekinn árið 2015 sagði hann af sér sem forstjóri. Hann bakaði sér enn frekari óvinsældir þegar hann keypti eina eintakið sem til var af plötu sem bandaríska rapphljómsveitin Wu-tang gerði. Bandaríska ríkið lagði hald á plötuna í tengslum við saksókn Shkreli. Á meðan Shkreli beið refsingar eftir sakfellingu gekk hann laus gegn tryggingu. Dómari afturkallaði trygginguna og senda hann í fangelsi vegna umdeildra tísta þar sem hann bauð meðal annars verðlaun hverjum þeim sem gæti fært honum lokk úr hári Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, árið 2016. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Seldu einstaka plötu „hataðasta manns internetsins“ Búið er að selja einstaka plötu Wu-Tang Clan sem var áður í eigu manns sem var á árum áður kallaður „hataðasti maður internetsins. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag að platan hefði verið seld en ekki fylgdi tilkynningunni hver hefði keypt plötuna né hver verðmiðinn hefði verið. 27. júlí 2021 22:49 „Hataðasti maður internetsins“ brast í grát og dæmdur í sjö ára fangelsi Shkreli sveik fé úr fjárfestum tveggja sjóða sem hann stofnaði. 9. mars 2018 19:50 Shkreli í steininn fyrir tíst um Hillary Clinton Fjárfestirinn sem ávann sér almannahatur þegar hann stórhækkaði verð á alnæmislyfi bauð fylgjendum sínum á Twitter 5.000 dollara ef einhver þeirra gæti fært honum lokk og hársekk af höfði Hillary Clinton. 14. september 2017 10:32 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Alríkisdómari dæmdi Shkreli í sjö ára fangelsi fyrir að ljúga að fjárfestum í vogunarsjóði sem hann rak og að svindla á fjárfestum í lyfjafyrirtækinu Turing Pharmaceuticals. Honum var sleppt snemma úr fangelsi í Pennsylvaníu og færður á áfangaheimili í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann hefði annars ekki átt að losna fyrr en í september á næsta ári. Shkreli varð frægur að endemum þegar fyrirtæki hans keypti framleiðslurétt á lyfinu Daraprim sem er notað gegn sýkingu hjá alnæmis-, malaríu- og krabbameinssjúklingum og hækkaði verðið á því um 5.000%. Hækkunin skýrði hann með því að svona væri kapítalisminn í verki og sjúkratryggingar gerðu sjúklingum kleift að fá lyfið þrátt fyrir hana. Eftir að Shkreli var handtekinn árið 2015 sagði hann af sér sem forstjóri. Hann bakaði sér enn frekari óvinsældir þegar hann keypti eina eintakið sem til var af plötu sem bandaríska rapphljómsveitin Wu-tang gerði. Bandaríska ríkið lagði hald á plötuna í tengslum við saksókn Shkreli. Á meðan Shkreli beið refsingar eftir sakfellingu gekk hann laus gegn tryggingu. Dómari afturkallaði trygginguna og senda hann í fangelsi vegna umdeildra tísta þar sem hann bauð meðal annars verðlaun hverjum þeim sem gæti fært honum lokk úr hári Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, árið 2016.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Seldu einstaka plötu „hataðasta manns internetsins“ Búið er að selja einstaka plötu Wu-Tang Clan sem var áður í eigu manns sem var á árum áður kallaður „hataðasti maður internetsins. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag að platan hefði verið seld en ekki fylgdi tilkynningunni hver hefði keypt plötuna né hver verðmiðinn hefði verið. 27. júlí 2021 22:49 „Hataðasti maður internetsins“ brast í grát og dæmdur í sjö ára fangelsi Shkreli sveik fé úr fjárfestum tveggja sjóða sem hann stofnaði. 9. mars 2018 19:50 Shkreli í steininn fyrir tíst um Hillary Clinton Fjárfestirinn sem ávann sér almannahatur þegar hann stórhækkaði verð á alnæmislyfi bauð fylgjendum sínum á Twitter 5.000 dollara ef einhver þeirra gæti fært honum lokk og hársekk af höfði Hillary Clinton. 14. september 2017 10:32 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Seldu einstaka plötu „hataðasta manns internetsins“ Búið er að selja einstaka plötu Wu-Tang Clan sem var áður í eigu manns sem var á árum áður kallaður „hataðasti maður internetsins. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag að platan hefði verið seld en ekki fylgdi tilkynningunni hver hefði keypt plötuna né hver verðmiðinn hefði verið. 27. júlí 2021 22:49
„Hataðasti maður internetsins“ brast í grát og dæmdur í sjö ára fangelsi Shkreli sveik fé úr fjárfestum tveggja sjóða sem hann stofnaði. 9. mars 2018 19:50
Shkreli í steininn fyrir tíst um Hillary Clinton Fjárfestirinn sem ávann sér almannahatur þegar hann stórhækkaði verð á alnæmislyfi bauð fylgjendum sínum á Twitter 5.000 dollara ef einhver þeirra gæti fært honum lokk og hársekk af höfði Hillary Clinton. 14. september 2017 10:32