Heimilin ættu að búa sig undir aukna verðbólgu og hærri vexti Heimir Már Pétursson skrifar 18. maí 2022 19:21 Mikill skortur hefur verið á íbúðarmarkaðnum undanfarin misseri og íbúðaverð rokið upp. Töluverður fjöldi íbúða er á leið inn á markaðinn á næsta ári. Stöð 2/Sigurjón Heimilin í landinu ættu að búa sig undir að meginvextir Seðlabankans hækki í allt að sex prósent fyrir árslok að mati Greiningar Íslandsbanka. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af innfluttri verðbólgu en húsnæðismarkaðurinn komist vonandi í jafnvægi á næsta ári. Þótt vextir, sem hafa verið í sögulegu lágmarki um nokkurt skeið, hafi hækkað hratt að undanförnu eru raunvextir enn neikvæðir vegna mikillar verðbólgu, sem allir greiningaraðilar eru sammála um að eigi eftir að aukast. Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir raunvexti ekki geta verið neikvæða til lengri tíma. BergþóraBaldursdóttir hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að reikna megi með að megin vextir Seðlabankans fari upp í allt að sex prósent fyrir lok ársins.Stöð 2/Sigurjón „Raunvextir verða að fara yfir núlllið. Á meðan þeir eru neikvæðir er peningamálastefnunefnd Seðlabankans ekki aðhaldssöm. Þá er hún í raun að drífa hagkerfið áfram í staðinn fyrir að bremsa það. Þess vegna erum við að búast við að búast við stýrivaxtahækkunum á þessu ári. Þeir verði jafnvel í lok ársins á milli fimm og sex prósent,“ segir Bergþóra. Frá lokum apríl í fyrra hefur verðbólgan aukist úr 4,6 prósentum í 7,2 prósent í lok apríl síðast liðnum. Á sama tíma hafa meginvextir Seðlabankans, eða stýrivextir, hækkað úr 0,75 prósentum í 3,75 prósent. Þar munar mest um hækkun upp á eitt prósentustig hinn 4. maí. Verðbólgan er nú 3,45 prósentustigum meiri en verðbólgan og því eru raunvextir neikvæðir í dag.Grafík/Ragnar Visage „Þess vegna erum við að búast við stýrivaxtahækkunum á þessu ári. Þeir verði jafnvel í lok ársins á milli fimm til sex prósent,“ segir Bergþóra. Það eru vissar þverstæður í stöðu efnahagsmála nú því greiningaraðilar spá miklum hagvexti í ár. Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er spáð 5 prósenta hagvexti á þessu ári. Það dragi hratt úr atvinnuleysi þannig að skortur gæti orðið á vinnuafli. Greiningaraðilar binda vonir við að það dragi úr verðbólguþrýstingi innanlands þegar framboð á íbúðum tekur að aukast á ný. Meiri óvissa er um innflutta verðbólgu.Stöð 2/Sigurjón Íbúðaverð hefur hækkað um 22,3 prósent á síðustu tólf mánuðum og ekkert útlit fyrir að það dragi úr þeim hækkunum á næstu mánuðum að mati Greiningar Íslandsbanka. Jafnvægi náist vonandi á íbúðamarkaði um mitt næsta ár en töluverð óvissa sé með innflutta verðbólgu vegna kórónuveirufaraldursins og nú síðast stríðsins í Úkraínu. „Auðvitað höfum við töluverðar áhyggjur af innfluttu verðbólgunni. Hún er að hafa mikil áhrif á verðbólguna hér á landi eins og annars staðar. En við erum að vonast til að þegar íbúðamarkaðurinn fer að róast að það gæti vegið upp á móti innfluttri verðbólgu,“ segir Bergþóra Baldursdóttir. Efnahagsmál Húsnæðismál Verðlag Tengdar fréttir Íslandsbanki hækkar vexti óverðtryggðra húsnæðislána síðastur bankanna Íslandsbanki hyggst hækka vexti óverðtryggðra húsnæðislána um 0,70 til 1 prósentustig, en þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum í dag. 18. maí 2022 16:53 Meiri hætta á að verðbólga á næstunni sé vanmetin en ofmetin Peningastefnunefnd Seðlabankans ræddi um það á fundi sínum í byrjun þessa mánaðar að hækka vexti bankans um 75 til 100 punkta. Allir nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra að hækka vextina úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent en fram kom í umræðu nefndarinnar að „meiri hætta [væri] á að verðbólga á næstunni væri vanmetin en að hún væri ofmetin og óvissa hefði aukist.“ 18. maí 2022 16:33 Ekkert lát á aukinni verðbólgu og hækkun íbúðaverðs Mikil hækkun varð á verði íbúðarhúsnæðis milli mars og aprílmánaðar og hefur hækkunin verið 22,3 prósent síðustu tólf mánuði og heldur áfram að kynda undir verðbólgunni. Greiningardeildir bankanna reikna með enn frekari hækkunum. 18. maí 2022 11:52 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Sjá meira
Þótt vextir, sem hafa verið í sögulegu lágmarki um nokkurt skeið, hafi hækkað hratt að undanförnu eru raunvextir enn neikvæðir vegna mikillar verðbólgu, sem allir greiningaraðilar eru sammála um að eigi eftir að aukast. Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir raunvexti ekki geta verið neikvæða til lengri tíma. BergþóraBaldursdóttir hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að reikna megi með að megin vextir Seðlabankans fari upp í allt að sex prósent fyrir lok ársins.Stöð 2/Sigurjón „Raunvextir verða að fara yfir núlllið. Á meðan þeir eru neikvæðir er peningamálastefnunefnd Seðlabankans ekki aðhaldssöm. Þá er hún í raun að drífa hagkerfið áfram í staðinn fyrir að bremsa það. Þess vegna erum við að búast við að búast við stýrivaxtahækkunum á þessu ári. Þeir verði jafnvel í lok ársins á milli fimm og sex prósent,“ segir Bergþóra. Frá lokum apríl í fyrra hefur verðbólgan aukist úr 4,6 prósentum í 7,2 prósent í lok apríl síðast liðnum. Á sama tíma hafa meginvextir Seðlabankans, eða stýrivextir, hækkað úr 0,75 prósentum í 3,75 prósent. Þar munar mest um hækkun upp á eitt prósentustig hinn 4. maí. Verðbólgan er nú 3,45 prósentustigum meiri en verðbólgan og því eru raunvextir neikvæðir í dag.Grafík/Ragnar Visage „Þess vegna erum við að búast við stýrivaxtahækkunum á þessu ári. Þeir verði jafnvel í lok ársins á milli fimm til sex prósent,“ segir Bergþóra. Það eru vissar þverstæður í stöðu efnahagsmála nú því greiningaraðilar spá miklum hagvexti í ár. Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er spáð 5 prósenta hagvexti á þessu ári. Það dragi hratt úr atvinnuleysi þannig að skortur gæti orðið á vinnuafli. Greiningaraðilar binda vonir við að það dragi úr verðbólguþrýstingi innanlands þegar framboð á íbúðum tekur að aukast á ný. Meiri óvissa er um innflutta verðbólgu.Stöð 2/Sigurjón Íbúðaverð hefur hækkað um 22,3 prósent á síðustu tólf mánuðum og ekkert útlit fyrir að það dragi úr þeim hækkunum á næstu mánuðum að mati Greiningar Íslandsbanka. Jafnvægi náist vonandi á íbúðamarkaði um mitt næsta ár en töluverð óvissa sé með innflutta verðbólgu vegna kórónuveirufaraldursins og nú síðast stríðsins í Úkraínu. „Auðvitað höfum við töluverðar áhyggjur af innfluttu verðbólgunni. Hún er að hafa mikil áhrif á verðbólguna hér á landi eins og annars staðar. En við erum að vonast til að þegar íbúðamarkaðurinn fer að róast að það gæti vegið upp á móti innfluttri verðbólgu,“ segir Bergþóra Baldursdóttir.
Efnahagsmál Húsnæðismál Verðlag Tengdar fréttir Íslandsbanki hækkar vexti óverðtryggðra húsnæðislána síðastur bankanna Íslandsbanki hyggst hækka vexti óverðtryggðra húsnæðislána um 0,70 til 1 prósentustig, en þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum í dag. 18. maí 2022 16:53 Meiri hætta á að verðbólga á næstunni sé vanmetin en ofmetin Peningastefnunefnd Seðlabankans ræddi um það á fundi sínum í byrjun þessa mánaðar að hækka vexti bankans um 75 til 100 punkta. Allir nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra að hækka vextina úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent en fram kom í umræðu nefndarinnar að „meiri hætta [væri] á að verðbólga á næstunni væri vanmetin en að hún væri ofmetin og óvissa hefði aukist.“ 18. maí 2022 16:33 Ekkert lát á aukinni verðbólgu og hækkun íbúðaverðs Mikil hækkun varð á verði íbúðarhúsnæðis milli mars og aprílmánaðar og hefur hækkunin verið 22,3 prósent síðustu tólf mánuði og heldur áfram að kynda undir verðbólgunni. Greiningardeildir bankanna reikna með enn frekari hækkunum. 18. maí 2022 11:52 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Sjá meira
Íslandsbanki hækkar vexti óverðtryggðra húsnæðislána síðastur bankanna Íslandsbanki hyggst hækka vexti óverðtryggðra húsnæðislána um 0,70 til 1 prósentustig, en þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum í dag. 18. maí 2022 16:53
Meiri hætta á að verðbólga á næstunni sé vanmetin en ofmetin Peningastefnunefnd Seðlabankans ræddi um það á fundi sínum í byrjun þessa mánaðar að hækka vexti bankans um 75 til 100 punkta. Allir nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra að hækka vextina úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent en fram kom í umræðu nefndarinnar að „meiri hætta [væri] á að verðbólga á næstunni væri vanmetin en að hún væri ofmetin og óvissa hefði aukist.“ 18. maí 2022 16:33
Ekkert lát á aukinni verðbólgu og hækkun íbúðaverðs Mikil hækkun varð á verði íbúðarhúsnæðis milli mars og aprílmánaðar og hefur hækkunin verið 22,3 prósent síðustu tólf mánuði og heldur áfram að kynda undir verðbólgunni. Greiningardeildir bankanna reikna með enn frekari hækkunum. 18. maí 2022 11:52