Undarlegt að hafa ekki heyrt frá Degi Árni Sæberg skrifar 16. maí 2022 19:24 Sanna Magdalena Mörtudóttir er oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík telur mikilvægt að félagshyggjustjórn taki við í borginni og að undarlegt sé að borgarstjóri hafi ekki hringt í sig. „Ég vil fara í meirihluta og mér finnst alveg eðlilegt að ræða hvort að þessi meirihluti geti orðið að meirihluta. Það þarf að vera vinstrimeirihluti, þá þarf náttúrulega að vera samtal áður en þetta getur orðið að meirihluta. Og það þarf alveg að vera skýrt að það sé byggt á þessum þáttum sem borgarbúar voru að kalla eftir, að það væri áhersla á að styrkja félagslega innviði borgarinnar,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík, í samtali við Vísi. Oddvitar sitjandi meirihluta, utan oddvita Vinstri Grænna, hafa ákveðið að halda saman í myndun nýs meirihluta. Það bíður upp á þrettán manna meirihluta Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Framsóknarflokks, sem kæmi nýr inn í meirihlutasamstarfið. Sanna Magdalena telur að eðlilegra væri að Sósíalistar leystu Viðreisn af í meirihluta og félagshyggjustjórn frá miðju til vinstri yrði mynduð. „Viðreisn hefur gefið út að þau séu með hægriáherslur og við Sósíalistar tölum náttúrulega fyrir sósíalískum áherslum og félagslegri uppbyggingu. Við viljum tala við flokka sem leggja áherslu á þessa félagshyggju. Samfylking og Sósíalistar eigi svipaðar rætur Sanna segir að hún hafi ekki hafið samtal við neinn af oddvitum þeirra flokka sem hana langar að mynda meirihluta með. Hún ætli að sjá hvernig kvöldið fer og meta stöðuna á morgun áður en hún tekur upp tólið og hringir í þá. „Ég verð að viðurkenna það að mér finnst alveg sérstakt að hafa ekki heyrt í einhverjum frá Samfylkingu. Ef við skoðum rót flokkanna, Samfylkingar og Sósíalista, þá erum við svona systurflokkar. Ég hefði haldið að það væri grundvöllur fyrir því að ræða saman og leita til okkar frekar en Viðreisnar,“ segir Sanna. Þyrfti skýra sýn frá Einari Aðspurð hvort Sósíalistum huggnist samstarf með Framsóknarflokki, með Einar Þorsteinsson í broddi fylkingar, segir Sanna að hún geti vel hugsað sér það ef málefni Framsóknar komi skýrt fram. „Ég þyrfti náttúrulega að fá mjög skýrt fram hvað hann stendur fyrir og hans flokkur. Og málefnin og hvaða málefnum þau væru til í að vinna. Það þarf að vera mjög skýrt hvað við gætum sammælst um,“ segir hún. Hún segir að mikilvægt sé að borgarstjórn einblíni á málefnin og að nauðsyn sé á breytingu í stefnu hennar í átt að félagshyggju. Leitt að sjá á eftir Vinstri grænum Líf Magneudóttir, oddviti og eini borgarstjórnarfulltrúi Vinstri grænna, gaf það út í gær að hún myndi ekki taka þátt í myndun meirihluta í borgarstjórn. Þetta segir Sanna ekki góð tíðindi. „Ég myndi mjög vilja hafa VG með í stjórn, við erum náttúrulega með mjög svipaðar áherslur í uppbyggingu húsnæðis á félagslegum grunni. Það væri mjög ánægjlegt ef við gætum unnið saman að því að búa til vinstri áherslur, svona frá miðju í átt að vinstri. Það er eitthvað sem ég vil gera, ég vil vera í borgarstjórn í meirihluta,“ segir hún. Sósíalistaflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fleiri fréttir Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Sjá meira
„Ég vil fara í meirihluta og mér finnst alveg eðlilegt að ræða hvort að þessi meirihluti geti orðið að meirihluta. Það þarf að vera vinstrimeirihluti, þá þarf náttúrulega að vera samtal áður en þetta getur orðið að meirihluta. Og það þarf alveg að vera skýrt að það sé byggt á þessum þáttum sem borgarbúar voru að kalla eftir, að það væri áhersla á að styrkja félagslega innviði borgarinnar,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík, í samtali við Vísi. Oddvitar sitjandi meirihluta, utan oddvita Vinstri Grænna, hafa ákveðið að halda saman í myndun nýs meirihluta. Það bíður upp á þrettán manna meirihluta Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Framsóknarflokks, sem kæmi nýr inn í meirihlutasamstarfið. Sanna Magdalena telur að eðlilegra væri að Sósíalistar leystu Viðreisn af í meirihluta og félagshyggjustjórn frá miðju til vinstri yrði mynduð. „Viðreisn hefur gefið út að þau séu með hægriáherslur og við Sósíalistar tölum náttúrulega fyrir sósíalískum áherslum og félagslegri uppbyggingu. Við viljum tala við flokka sem leggja áherslu á þessa félagshyggju. Samfylking og Sósíalistar eigi svipaðar rætur Sanna segir að hún hafi ekki hafið samtal við neinn af oddvitum þeirra flokka sem hana langar að mynda meirihluta með. Hún ætli að sjá hvernig kvöldið fer og meta stöðuna á morgun áður en hún tekur upp tólið og hringir í þá. „Ég verð að viðurkenna það að mér finnst alveg sérstakt að hafa ekki heyrt í einhverjum frá Samfylkingu. Ef við skoðum rót flokkanna, Samfylkingar og Sósíalista, þá erum við svona systurflokkar. Ég hefði haldið að það væri grundvöllur fyrir því að ræða saman og leita til okkar frekar en Viðreisnar,“ segir Sanna. Þyrfti skýra sýn frá Einari Aðspurð hvort Sósíalistum huggnist samstarf með Framsóknarflokki, með Einar Þorsteinsson í broddi fylkingar, segir Sanna að hún geti vel hugsað sér það ef málefni Framsóknar komi skýrt fram. „Ég þyrfti náttúrulega að fá mjög skýrt fram hvað hann stendur fyrir og hans flokkur. Og málefnin og hvaða málefnum þau væru til í að vinna. Það þarf að vera mjög skýrt hvað við gætum sammælst um,“ segir hún. Hún segir að mikilvægt sé að borgarstjórn einblíni á málefnin og að nauðsyn sé á breytingu í stefnu hennar í átt að félagshyggju. Leitt að sjá á eftir Vinstri grænum Líf Magneudóttir, oddviti og eini borgarstjórnarfulltrúi Vinstri grænna, gaf það út í gær að hún myndi ekki taka þátt í myndun meirihluta í borgarstjórn. Þetta segir Sanna ekki góð tíðindi. „Ég myndi mjög vilja hafa VG með í stjórn, við erum náttúrulega með mjög svipaðar áherslur í uppbyggingu húsnæðis á félagslegum grunni. Það væri mjög ánægjlegt ef við gætum unnið saman að því að búa til vinstri áherslur, svona frá miðju í átt að vinstri. Það er eitthvað sem ég vil gera, ég vil vera í borgarstjórn í meirihluta,“ segir hún.
Sósíalistaflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fleiri fréttir Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Sjá meira