Einar segir stöðuna galopna og hefur áhuga á borgarstjórastólnum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. maí 2022 11:54 Einar Þorsteinsson telur stöðuna enn galopna og vill ræða við oddvita allra flokka. Vísir/Vilhelm Oddviti Framsóknarflokksins vill ræða við oddvita allra flokka í Reykjavík í dag. Hann segist hafa áhuga á stóli borgarstjóra og telur stöðuna galopna. Þrátt fyrir það virðast fáir valkostir í myndun meirihluta á borðinu eins og staðan er núna. Oddvitar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata hafa ákveðið að fylgjast að í viðræðum um myndun nýs meirihluta eftir að Vinstri Græn ákváðu að taka ekki þátt meirihlutasamstarfi. Samkvæmt því hafa möguleikar Sjálfstæðisflokksins til að mynda meirihluta minnkað verulega þar sem bæði Píratar og Sósíalistar hafa útilokað við þá samstarf. Samfylking eða Viðreisn með Flokki fólksins væru því nauðsynleg púsl. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingar sagði þó í Íslandi í dag í gær að samstarf Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar væri ólíklegt. „Þessi stóru mál sem nutu svona mikils fylgis hefur Sjálfstæðisflokknum ekki lánast að ná samstöðu um, ekki einu sinni í eigin hópi. Þannig mér líst þannig á að þau þurfi kannski að byrja á því áður en þau fara að vinna með öðrum,“ sagði Dagur í gærkvöldi. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingar hefur ekki beinlínis útlilokað samstarf við neinn flokk.vísir/Vilhelm Viðreisn hefur ekki útilokað samstarf til hægri en eins og staðan er nú virðist raunhæfast að viðræður byrji hjá bandalaginu - eða flokkunum sem eftir standa af meirihlutanum og Framsókn. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar telur stöðuna þó galopna og útilokar ekkert. „Ég held að það sé bara mjög mikilvægt að oddvitar allra flokka nálgist þessi samtöl með opnum huga. Ég skil vel að þau vilji halda sér saman. Þau hafa unnið saman undanfarin ár og verkefnið er að mynda nýjan meirihluta.“ Hann og Dagur ætli að hittast og ræða málin yfir kaffibolla og eins vilji hann heyra í öllum öðrum. Formlegar viðræður hefjist þó ekki í dag. „Í dag eru símtöl milli allra oddvita heyri ég og það er gott. Ég vil heyra í öllum oddvitum flokkanna vegna þess að þetta verða vinnufélagar mínir næstu fjögur árin og ég legg áherslu á að fólk sé lausnamiðað í því að ná saman um málefnin. Þessi óformlegu samtöl sem eiga sér núna stað ganga út á að skoða hvaða fletir eru á samstarfi,“ segir Einar. Samfylking, Viðreisn og Píratar ætla að fylgjast að í viðræðum en Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, útlokar þó ekki samstarf til hægri.vísir/Vilhelm Hann bendir á að meirihlutinn hafi fallið og telur kjósendur vilja breytingar. „Það kallar bæði á breytingu á stefnu borgarinnar í mörgum málum en líka hvað varðar pólitíska forystu.“ Í viðræðum leggi Framsókn meðal annars áherslu á breytingu á stefnu í húsnæðismálum, málefnum barna, Sundabraut og breytt vinnubrögð með aukinni samvinnu í borgarstjórn. Hann segist ekki gera kröfu um stól borgarstjóra en er þó áhugasamur. „Ég held að allir oddvitar sem bjóða sig fram vilji komast í þá stöðu að geta haft sem mest áhrif og ég er einn af þeim,“ segir Einar. „Það hafa allir áhuga á því að vera borgarstjóri ef þeir eru í borgarpólitíkinni held ég.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Reykjavík Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Oddvitar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata hafa ákveðið að fylgjast að í viðræðum um myndun nýs meirihluta eftir að Vinstri Græn ákváðu að taka ekki þátt meirihlutasamstarfi. Samkvæmt því hafa möguleikar Sjálfstæðisflokksins til að mynda meirihluta minnkað verulega þar sem bæði Píratar og Sósíalistar hafa útilokað við þá samstarf. Samfylking eða Viðreisn með Flokki fólksins væru því nauðsynleg púsl. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingar sagði þó í Íslandi í dag í gær að samstarf Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar væri ólíklegt. „Þessi stóru mál sem nutu svona mikils fylgis hefur Sjálfstæðisflokknum ekki lánast að ná samstöðu um, ekki einu sinni í eigin hópi. Þannig mér líst þannig á að þau þurfi kannski að byrja á því áður en þau fara að vinna með öðrum,“ sagði Dagur í gærkvöldi. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingar hefur ekki beinlínis útlilokað samstarf við neinn flokk.vísir/Vilhelm Viðreisn hefur ekki útilokað samstarf til hægri en eins og staðan er nú virðist raunhæfast að viðræður byrji hjá bandalaginu - eða flokkunum sem eftir standa af meirihlutanum og Framsókn. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar telur stöðuna þó galopna og útilokar ekkert. „Ég held að það sé bara mjög mikilvægt að oddvitar allra flokka nálgist þessi samtöl með opnum huga. Ég skil vel að þau vilji halda sér saman. Þau hafa unnið saman undanfarin ár og verkefnið er að mynda nýjan meirihluta.“ Hann og Dagur ætli að hittast og ræða málin yfir kaffibolla og eins vilji hann heyra í öllum öðrum. Formlegar viðræður hefjist þó ekki í dag. „Í dag eru símtöl milli allra oddvita heyri ég og það er gott. Ég vil heyra í öllum oddvitum flokkanna vegna þess að þetta verða vinnufélagar mínir næstu fjögur árin og ég legg áherslu á að fólk sé lausnamiðað í því að ná saman um málefnin. Þessi óformlegu samtöl sem eiga sér núna stað ganga út á að skoða hvaða fletir eru á samstarfi,“ segir Einar. Samfylking, Viðreisn og Píratar ætla að fylgjast að í viðræðum en Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, útlokar þó ekki samstarf til hægri.vísir/Vilhelm Hann bendir á að meirihlutinn hafi fallið og telur kjósendur vilja breytingar. „Það kallar bæði á breytingu á stefnu borgarinnar í mörgum málum en líka hvað varðar pólitíska forystu.“ Í viðræðum leggi Framsókn meðal annars áherslu á breytingu á stefnu í húsnæðismálum, málefnum barna, Sundabraut og breytt vinnubrögð með aukinni samvinnu í borgarstjórn. Hann segist ekki gera kröfu um stól borgarstjóra en er þó áhugasamur. „Ég held að allir oddvitar sem bjóða sig fram vilji komast í þá stöðu að geta haft sem mest áhrif og ég er einn af þeim,“ segir Einar. „Það hafa allir áhuga á því að vera borgarstjóri ef þeir eru í borgarpólitíkinni held ég.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Reykjavík Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent