Hvetur fólk til að kjósa með innsæinu Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2022 14:55 Dóra Björt á kjörstað í dag. Vísir/Bebbý Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Pírata í borginni, segir kosningabaráttuna hafa verið skemmtilega og einstakan tíma í sínu lífi. Hún eignaðist barn fyrir tveimur vikum. Hún mætti á kjörstað í Ráðhúsinu um klukkan hálf þrjú í dag og var barnið með í fyrsta göngutúr þess. „Dagurinn leggst mjög vel í mig. Þetta er spennandi dagur. Það er alltaf hátíðlegt að mæta á kjörstað og taka þátt í lýðræðinu,“ sagði Dóra Björt í samtali við fréttastofu. Píratar hafa komið vel út í skoðanakönnunum og Dóra Björt segir það mjög ánægjulegt að finna fyrir þessum meðbyr. Það skipti þó máli að fólk mæti og kjósi. „Ef þú mætir ekki á kjörstað, þá mun einhver annar kjósa og velja fyrir þig,“ sagði hún og hvatti fólk til að kjósa með innsæinu. Spurð út í það hvað gerist ef meirihlutinn falli og hverjum Píratar séu tilbúnir til að starfa með, sagði Dóra Björt flokkinn tilbúinn til að starfa með öllum þeim sem væru tilbúnir til að vinna að baráttumálum Pírata. Eitt þeirra helsta baráttumál væri að berjast gegn spillingu. „Við getum bara unnið með þeim sem eru trúverðugir í því samhengi og því höfum við útilokað Sjálfstæðisflokkinn, einn flokka í rauninni,“ sagði Dóra Björt. „Öðrum getum við örugglega fundið einhvern samflöt með.“ Reynist Píratar sigurvegarar þessa kosninga sagðist Dóra Björt tilbúin til að axla þá ábyrgð að taka að sér embætti borgarstjóra. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Píratar Tengdar fréttir Kosningavaktin 2022: Íslendingar ganga að kjörborðinu Kosningar til sveitarstjórna fara fram í sveitarfélögum landsins í dag. Kjörstaðir verðar opnaðir klukkan níu og verður flestum lokað klukkan 22. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina. 14. maí 2022 07:00 Býst við fyrstu tölum í Reykjavík á miðnætti Eva B. Helgadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, segir að kjörsókn í morgun hafi verið meiri en á sama tíma í kosningunum fyrir fjórum árum. 14. maí 2022 13:12 Mikilvægt að fella meirihlutann Ómar Már Jónsson, oddviti Miðflokksins í borginni, segir flokkinn á mikilli siglingu og vonast til þess að hægt verði að fella meirihlutann. Hann segir mikilvægt að setja væntingar, óskir og þarfir íbúa í fyrsta sæti. 14. maí 2022 11:57 Kolbrún segir drauminn að komast í meirihluta Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Flokks fólksins, segir það vera drauminn að Flokkur fólksins nái inn tveimur borgarfulltrúum og komist í meirihlutasamstarf. 14. maí 2022 11:57 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Hún mætti á kjörstað í Ráðhúsinu um klukkan hálf þrjú í dag og var barnið með í fyrsta göngutúr þess. „Dagurinn leggst mjög vel í mig. Þetta er spennandi dagur. Það er alltaf hátíðlegt að mæta á kjörstað og taka þátt í lýðræðinu,“ sagði Dóra Björt í samtali við fréttastofu. Píratar hafa komið vel út í skoðanakönnunum og Dóra Björt segir það mjög ánægjulegt að finna fyrir þessum meðbyr. Það skipti þó máli að fólk mæti og kjósi. „Ef þú mætir ekki á kjörstað, þá mun einhver annar kjósa og velja fyrir þig,“ sagði hún og hvatti fólk til að kjósa með innsæinu. Spurð út í það hvað gerist ef meirihlutinn falli og hverjum Píratar séu tilbúnir til að starfa með, sagði Dóra Björt flokkinn tilbúinn til að starfa með öllum þeim sem væru tilbúnir til að vinna að baráttumálum Pírata. Eitt þeirra helsta baráttumál væri að berjast gegn spillingu. „Við getum bara unnið með þeim sem eru trúverðugir í því samhengi og því höfum við útilokað Sjálfstæðisflokkinn, einn flokka í rauninni,“ sagði Dóra Björt. „Öðrum getum við örugglega fundið einhvern samflöt með.“ Reynist Píratar sigurvegarar þessa kosninga sagðist Dóra Björt tilbúin til að axla þá ábyrgð að taka að sér embætti borgarstjóra.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Píratar Tengdar fréttir Kosningavaktin 2022: Íslendingar ganga að kjörborðinu Kosningar til sveitarstjórna fara fram í sveitarfélögum landsins í dag. Kjörstaðir verðar opnaðir klukkan níu og verður flestum lokað klukkan 22. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina. 14. maí 2022 07:00 Býst við fyrstu tölum í Reykjavík á miðnætti Eva B. Helgadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, segir að kjörsókn í morgun hafi verið meiri en á sama tíma í kosningunum fyrir fjórum árum. 14. maí 2022 13:12 Mikilvægt að fella meirihlutann Ómar Már Jónsson, oddviti Miðflokksins í borginni, segir flokkinn á mikilli siglingu og vonast til þess að hægt verði að fella meirihlutann. Hann segir mikilvægt að setja væntingar, óskir og þarfir íbúa í fyrsta sæti. 14. maí 2022 11:57 Kolbrún segir drauminn að komast í meirihluta Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Flokks fólksins, segir það vera drauminn að Flokkur fólksins nái inn tveimur borgarfulltrúum og komist í meirihlutasamstarf. 14. maí 2022 11:57 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Kosningavaktin 2022: Íslendingar ganga að kjörborðinu Kosningar til sveitarstjórna fara fram í sveitarfélögum landsins í dag. Kjörstaðir verðar opnaðir klukkan níu og verður flestum lokað klukkan 22. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina. 14. maí 2022 07:00
Býst við fyrstu tölum í Reykjavík á miðnætti Eva B. Helgadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, segir að kjörsókn í morgun hafi verið meiri en á sama tíma í kosningunum fyrir fjórum árum. 14. maí 2022 13:12
Mikilvægt að fella meirihlutann Ómar Már Jónsson, oddviti Miðflokksins í borginni, segir flokkinn á mikilli siglingu og vonast til þess að hægt verði að fella meirihlutann. Hann segir mikilvægt að setja væntingar, óskir og þarfir íbúa í fyrsta sæti. 14. maí 2022 11:57
Kolbrún segir drauminn að komast í meirihluta Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Flokks fólksins, segir það vera drauminn að Flokkur fólksins nái inn tveimur borgarfulltrúum og komist í meirihlutasamstarf. 14. maí 2022 11:57
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði