„Það viðrar vel til breytinga í Reykjavík“ Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2022 11:28 Einar Þorsteinsson á kjörstað. Vísir/Bebbý Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borginni, segir vel viðra til breytinga í Reykjavík. Hann segir daginn leggjast afskaplega vel í sig. Þetta sagði Einar í samtali við fréttastofu er hann mætti á kjörstað í Ölduselsskóla um klukkan 11 í dag. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur verið á nokkurri siglingu í könnunum og gæti jafnvel náð fjórum mönnum inn miðað við þær. Aðspurður um hvað gerist ef svo fari sagði Einar að hann langi að knýja fram breytingar í Reykjavík og láta gott af sér leiða. „Við verðum bara að fylgjast með hvað kemur upp úr kössunum,“ sagði Einar. Hann sagði sömuleiðis að mörg mikilvæg verkefni væru á borðinu fyrir næsta kjörtímabil. Það þyrfti meðal annars að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði, stjórna borginni út frá hagsmunum barna og hugsa um eldri borgara. Varðandi það hvort hann vildi setjast í borgarstjórastólinn, ef Framsókn næði fjórum mönnum í borgarstjórn sagðist Einar ekki hugsa það þannig. Það væri þó svo að allir sem bjóði sig fram til embætta vildu komast í stöðu til að geta haft áhrif. Það væri mikilvægt að Framsókn yrði nægjanlega sterkt afl til að gera breytingar í Ráðhúsinu. Hann sagðist hafa heyrt skýrt ákall um breytta forgangsröðun þar. Það væri þó ekki skynsamlegt að láta sig dreyma. „Þetta kemur í ljós. Ég er alveg tilbúinn að axla þá ábyrgð en það er ekki aðalatriðið. Það er að mynda meirihluta sem hefur samvinnu að leiðarljósi. Varðandi það sem Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær, að Framsókn væri að daðra við Samfylkinguna í borginni sagði Einar svo ekki vera. „Mér fannst þetta dálítið fyndið. Daður í hinar og þessar áttirnar. Dagur er fallegur maður en hann er harðgiftur svo ég læt það eiga sig.“ Einar vildi ekkert segja um hvaða flokkum Framsókn vildi helst starfa með. Það væri gott fólk í öllum flokkum en samstarf snerist um málefni og það yrði að fá að ráða. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Kosningavaktin 2022: Íslendingar ganga að kjörborðinu Kosningar til sveitarstjórna fara fram í sveitarfélögum landsins í dag. Kjörstaðir verðar opnaðir klukkan níu og verður flestum lokað klukkan 22. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina. 14. maí 2022 07:00 Líf um kosningabaráttuna: „Þurfum að varast að fara í manninn“ Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir kosningabaráttuna að þessu sinni hafa verið stutta og snarpa en óvægna á köflum. Hún segir að fólk ætti að forðast að „fara í manninn“ og að málefnin skipti mestu máli. 14. maí 2022 10:51 Pólariseríng minni en síðast Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar, segir daginn leggjast vel í sig. Annað sé erfitt í öðru eins veðri og nú í morgun. Hún mætti á kjörstað í Árbæjarskóla um klukkan 10 í morgun. 14. maí 2022 10:38 „Áfram Sósíalistar! Áfram félagshyggjan!“ „Þetta hefur gengið rosalega vel hjá okkur. Við höfum fundið mikinn meðbyr og ég er mjög spennt fyrir deginum. Ég trúi því að þetta fari allt vel og við munum ná mörgum Sósíalistum inn. Þannig að ég segi bara: „Áfram Sósíalistar! Áfram félagshyggjan!“ 14. maí 2022 09:36 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Þetta sagði Einar í samtali við fréttastofu er hann mætti á kjörstað í Ölduselsskóla um klukkan 11 í dag. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur verið á nokkurri siglingu í könnunum og gæti jafnvel náð fjórum mönnum inn miðað við þær. Aðspurður um hvað gerist ef svo fari sagði Einar að hann langi að knýja fram breytingar í Reykjavík og láta gott af sér leiða. „Við verðum bara að fylgjast með hvað kemur upp úr kössunum,“ sagði Einar. Hann sagði sömuleiðis að mörg mikilvæg verkefni væru á borðinu fyrir næsta kjörtímabil. Það þyrfti meðal annars að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði, stjórna borginni út frá hagsmunum barna og hugsa um eldri borgara. Varðandi það hvort hann vildi setjast í borgarstjórastólinn, ef Framsókn næði fjórum mönnum í borgarstjórn sagðist Einar ekki hugsa það þannig. Það væri þó svo að allir sem bjóði sig fram til embætta vildu komast í stöðu til að geta haft áhrif. Það væri mikilvægt að Framsókn yrði nægjanlega sterkt afl til að gera breytingar í Ráðhúsinu. Hann sagðist hafa heyrt skýrt ákall um breytta forgangsröðun þar. Það væri þó ekki skynsamlegt að láta sig dreyma. „Þetta kemur í ljós. Ég er alveg tilbúinn að axla þá ábyrgð en það er ekki aðalatriðið. Það er að mynda meirihluta sem hefur samvinnu að leiðarljósi. Varðandi það sem Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær, að Framsókn væri að daðra við Samfylkinguna í borginni sagði Einar svo ekki vera. „Mér fannst þetta dálítið fyndið. Daður í hinar og þessar áttirnar. Dagur er fallegur maður en hann er harðgiftur svo ég læt það eiga sig.“ Einar vildi ekkert segja um hvaða flokkum Framsókn vildi helst starfa með. Það væri gott fólk í öllum flokkum en samstarf snerist um málefni og það yrði að fá að ráða.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Kosningavaktin 2022: Íslendingar ganga að kjörborðinu Kosningar til sveitarstjórna fara fram í sveitarfélögum landsins í dag. Kjörstaðir verðar opnaðir klukkan níu og verður flestum lokað klukkan 22. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina. 14. maí 2022 07:00 Líf um kosningabaráttuna: „Þurfum að varast að fara í manninn“ Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir kosningabaráttuna að þessu sinni hafa verið stutta og snarpa en óvægna á köflum. Hún segir að fólk ætti að forðast að „fara í manninn“ og að málefnin skipti mestu máli. 14. maí 2022 10:51 Pólariseríng minni en síðast Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar, segir daginn leggjast vel í sig. Annað sé erfitt í öðru eins veðri og nú í morgun. Hún mætti á kjörstað í Árbæjarskóla um klukkan 10 í morgun. 14. maí 2022 10:38 „Áfram Sósíalistar! Áfram félagshyggjan!“ „Þetta hefur gengið rosalega vel hjá okkur. Við höfum fundið mikinn meðbyr og ég er mjög spennt fyrir deginum. Ég trúi því að þetta fari allt vel og við munum ná mörgum Sósíalistum inn. Þannig að ég segi bara: „Áfram Sósíalistar! Áfram félagshyggjan!“ 14. maí 2022 09:36 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Kosningavaktin 2022: Íslendingar ganga að kjörborðinu Kosningar til sveitarstjórna fara fram í sveitarfélögum landsins í dag. Kjörstaðir verðar opnaðir klukkan níu og verður flestum lokað klukkan 22. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina. 14. maí 2022 07:00
Líf um kosningabaráttuna: „Þurfum að varast að fara í manninn“ Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir kosningabaráttuna að þessu sinni hafa verið stutta og snarpa en óvægna á köflum. Hún segir að fólk ætti að forðast að „fara í manninn“ og að málefnin skipti mestu máli. 14. maí 2022 10:51
Pólariseríng minni en síðast Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar, segir daginn leggjast vel í sig. Annað sé erfitt í öðru eins veðri og nú í morgun. Hún mætti á kjörstað í Árbæjarskóla um klukkan 10 í morgun. 14. maí 2022 10:38
„Áfram Sósíalistar! Áfram félagshyggjan!“ „Þetta hefur gengið rosalega vel hjá okkur. Við höfum fundið mikinn meðbyr og ég er mjög spennt fyrir deginum. Ég trúi því að þetta fari allt vel og við munum ná mörgum Sósíalistum inn. Þannig að ég segi bara: „Áfram Sósíalistar! Áfram félagshyggjan!“ 14. maí 2022 09:36