Mun skoða hvort æskilegt sé að virkja í friðlandi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. maí 2022 11:57 Guðlaugur Þór segir ljóst að ekki sé í boði að skilja nokkurn landshluta eftir þegar kemur að orkuskiptum. vísir/arnar Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra útilokar ekki að hann muni breyta friðlýsingarskilmálum í Vatnsfirði til að hægt verði að virkja þar. Hugmyndin er eitur í beinum sumra þingmanna Vinstri grænna. Starfshópur um raforkumál á Vestfjörðum skilaði skýrslu til ráðherra með tillögum sínum um það hvernig hægt væri að auka framboð raforku í landshlutanum sem fyrst. Samkvæmt tillögum hópsins verður að virkja meira fyrir vestan. Guðlaugur Þór Þórðarson orkumálaráðherra segist ætla að byggja á töllögum hópsins. „Að sjálfsögðu - til þess er leikurinn gerður,“ segir hann. Hann er þannig sammála hópnum um þörfina fyrir virkjun. „Það liggur alveg fyrir að það þurfi að virkja eitthvað fyrir vestan. Hins vegar eru nokkrir valkostir eins og eru dregnir fram í skýrslunni og það eru líka fleiri hugmyndir en koma fram þar,“ segir Guðlaugur. Á meðal þess sem starfshópurinn leggur til er að ráðherrann ráðist í það verkefni að skoða hvort hann geti breytt friðlýsingarskilmálum í Vatnsfirði svo hægt yrði að virkja þar. En hvernig lýst honum á það? „Við skoðum auðvitað alla möguleika. Það liggur alveg fyrir.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu væri virkjun í friðlandinu eitur í beinum margra þingmanna Vinstri grænna. Umhverfisvernd eða orkuskipti? En samspilið milli hinna umhverfisvænu orkuskipta og náttúruverndar er afar flókið. Í Súðavík mun stærsta kalkþörungaverksmiðja landsins taka til starfa eftir tvö ár og vegna orkuskorts þar mun hún keyra starfsemi sína á gasi þar til bætt verður úr orkumálunum. Þetta segir Guðlaugur bagalegt. „Ef að þú segir við mig að við séum að fara að stofna eitthvað sem að keyrir á jarðefnaeldsneyti.. Ég veit ekki hvaða orðalag ég á að nota. Það fer fyrir hjartað á mér. Mér líður mjög illa með það,“ segir Guðlaugur. Uppbyggingin á Vestfjörðum er mikil og ef ráðast á í orkuskipti liggur fyrir að tryggja verði auka 80 megavött í landshlutanum fyrir árið 2030. Guðlaugur segir ljóst að það verði að gera ansi mikið til að ná því markmiði. „Það skiptir ekki máli hvort það séu Vestfirðir eða einhver annar staður á landinu. Ef við segjum við hann: „heyrðu þú mátt ekki taka þátt í orkuskiptunum og fá græna orku“ þá erum við bara að segja við viðkomandi landshluta að þeir verði ekki með í lífskjaraþróun nútíðar og framtíðar,“ segir Guðlaugur Þór. Orkumál Súðavíkurhreppur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Starfshópur um raforkumál á Vestfjörðum skilaði skýrslu til ráðherra með tillögum sínum um það hvernig hægt væri að auka framboð raforku í landshlutanum sem fyrst. Samkvæmt tillögum hópsins verður að virkja meira fyrir vestan. Guðlaugur Þór Þórðarson orkumálaráðherra segist ætla að byggja á töllögum hópsins. „Að sjálfsögðu - til þess er leikurinn gerður,“ segir hann. Hann er þannig sammála hópnum um þörfina fyrir virkjun. „Það liggur alveg fyrir að það þurfi að virkja eitthvað fyrir vestan. Hins vegar eru nokkrir valkostir eins og eru dregnir fram í skýrslunni og það eru líka fleiri hugmyndir en koma fram þar,“ segir Guðlaugur. Á meðal þess sem starfshópurinn leggur til er að ráðherrann ráðist í það verkefni að skoða hvort hann geti breytt friðlýsingarskilmálum í Vatnsfirði svo hægt yrði að virkja þar. En hvernig lýst honum á það? „Við skoðum auðvitað alla möguleika. Það liggur alveg fyrir.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu væri virkjun í friðlandinu eitur í beinum margra þingmanna Vinstri grænna. Umhverfisvernd eða orkuskipti? En samspilið milli hinna umhverfisvænu orkuskipta og náttúruverndar er afar flókið. Í Súðavík mun stærsta kalkþörungaverksmiðja landsins taka til starfa eftir tvö ár og vegna orkuskorts þar mun hún keyra starfsemi sína á gasi þar til bætt verður úr orkumálunum. Þetta segir Guðlaugur bagalegt. „Ef að þú segir við mig að við séum að fara að stofna eitthvað sem að keyrir á jarðefnaeldsneyti.. Ég veit ekki hvaða orðalag ég á að nota. Það fer fyrir hjartað á mér. Mér líður mjög illa með það,“ segir Guðlaugur. Uppbyggingin á Vestfjörðum er mikil og ef ráðast á í orkuskipti liggur fyrir að tryggja verði auka 80 megavött í landshlutanum fyrir árið 2030. Guðlaugur segir ljóst að það verði að gera ansi mikið til að ná því markmiði. „Það skiptir ekki máli hvort það séu Vestfirðir eða einhver annar staður á landinu. Ef við segjum við hann: „heyrðu þú mátt ekki taka þátt í orkuskiptunum og fá græna orku“ þá erum við bara að segja við viðkomandi landshluta að þeir verði ekki með í lífskjaraþróun nútíðar og framtíðar,“ segir Guðlaugur Þór.
Orkumál Súðavíkurhreppur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira