Tvennt í boði í borginni Diljá Mist Einarsdóttir og Hildur Sverrisdóttir skrifa 13. maí 2022 07:45 Á morgun, laugardag, gefst borgarbúum færi á því að velja það hvernig borginni okkar er stýrt næstu fjögur árin. Reykjavík er að mörgu leyti frábær og skemmtileg borg. Hún er iðandi af mannlífi og menningu og ósnortin náttúran er skammt undan. Skíðasvæði í túnfætinum, laxveiðiá í miðju þéttbýlinu, golfvöllur innan borgarmarka og þéttofnar reiðleiðir á útjaðrinum eru aðeins nokkur sérkenni borgarinnar okkar. Reykjavík er einstök á heimsvísu. Það er hins vegar hökt í borginni. Borgarbúar eru óánægðir með þjónustuna. Framkvæmdir standa á sér. Rekstur borgarinnar er losaralegur, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Vandræðagangur í leikskólamálum veldur því að tæplega þúsund börn sitja föst á biðlistum um alla borg. Þrifnaði á götum og torgum er ábótavant. Skattar og álögur eru í hæstu hæðum. Borgin okkar á skilið að nýtt fólk taki við stjórnartaumunum. Sjálfstæðismenn í Reykjavík boða Reykjavík þar sem forgangsraðað er í þágu grunnþjónustu við borgarbúa. Borg þar sem reksturinn er tekinn föstum tökum. Borg sem stendur með íbúum sínum og atvinnurekendum þegar þau finna fyrir verðhækkunum á öllum vígstöðvum, frystir fasteignagjöld þannig hægt sé að koma böndum á hækkandi útgjöld heimilanna. Borg sem tekur utan um öflugt atvinnulíf í stað þess að leggja stein í götu þess. Reykvíkingar ganga að kjörkössunum á laugardag og valið er skýrt. Atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum er atkvæði með breyttri og betri stjórn á borginni. Atkvæði greitt öðrum er atkvæði með áframhaldandi losarabrag. Það er bara tvennt í boði. Kjósum aðgerðir í stað orða. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn. Höfundar eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Hildur Sverrisdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Á morgun, laugardag, gefst borgarbúum færi á því að velja það hvernig borginni okkar er stýrt næstu fjögur árin. Reykjavík er að mörgu leyti frábær og skemmtileg borg. Hún er iðandi af mannlífi og menningu og ósnortin náttúran er skammt undan. Skíðasvæði í túnfætinum, laxveiðiá í miðju þéttbýlinu, golfvöllur innan borgarmarka og þéttofnar reiðleiðir á útjaðrinum eru aðeins nokkur sérkenni borgarinnar okkar. Reykjavík er einstök á heimsvísu. Það er hins vegar hökt í borginni. Borgarbúar eru óánægðir með þjónustuna. Framkvæmdir standa á sér. Rekstur borgarinnar er losaralegur, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Vandræðagangur í leikskólamálum veldur því að tæplega þúsund börn sitja föst á biðlistum um alla borg. Þrifnaði á götum og torgum er ábótavant. Skattar og álögur eru í hæstu hæðum. Borgin okkar á skilið að nýtt fólk taki við stjórnartaumunum. Sjálfstæðismenn í Reykjavík boða Reykjavík þar sem forgangsraðað er í þágu grunnþjónustu við borgarbúa. Borg þar sem reksturinn er tekinn föstum tökum. Borg sem stendur með íbúum sínum og atvinnurekendum þegar þau finna fyrir verðhækkunum á öllum vígstöðvum, frystir fasteignagjöld þannig hægt sé að koma böndum á hækkandi útgjöld heimilanna. Borg sem tekur utan um öflugt atvinnulíf í stað þess að leggja stein í götu þess. Reykvíkingar ganga að kjörkössunum á laugardag og valið er skýrt. Atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum er atkvæði með breyttri og betri stjórn á borginni. Atkvæði greitt öðrum er atkvæði með áframhaldandi losarabrag. Það er bara tvennt í boði. Kjósum aðgerðir í stað orða. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn. Höfundar eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.