Er lífið lotterí? Sonja Bjarnadóttir Backman skrifar 12. maí 2022 18:01 Það er óskandi að lítið verði um slys eða veikindi á sjó og landi fram undir lok mánaðar, og jafnvel í allt sumar, því staða mönnunar hjá þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands stendur ansi tæp. Mannekla hefur hrjáð þyrlusveitina í lengri tíma og eru flugmenn vanir að koma hlaupandi úr fríum og orlofum þegar ekki tekst að manna þyrlur. Bág staða í kjarasamningsmálum skiptir vitaskuld engu þegar líf eru í húfi. Fáir skilja þær aðstæður betur en þyrluflugmenn Landhelgisgæslunnar, sem koma reglulega að erfiðum slysum og sækja veikt fólk í ólgusjó, fljúga í myrkri og verstu veðrum. Eðli starfa þessara flugmanna er þannig afar ólíkt störfum annarra opinberra starfsmanna enda starfa þeir í afar krefjandi aðstæðum og undir miklu álagi. Mikilvægt er að bæði staða þeirra í starfi og flugöryggi sé vel tryggt. En það er líka mikilvægt að Landhelgisgæslan búi við eðlilegar rekstraraðstæður svo að þessi mikilvæga þjónusta sé til staðar. Engin björgunarþyrla tiltæk Í um hálfan mánuð hefur staðan verið sú að aðeins einn flugstjóri er tiltækur á vakt og mun svo áfram verða næstu tvær vikurnar. Það táknar að aðeins ein björgunaráhöfn er til taks þótt þyrlur Landhelgisgæslunnar séu þrjár talsins. Reyndar er þessi staða ekki einsdæmi – því ríflega þriðjung tímans er bara ein vakt tiltæk. Fyrr í vikunni hafði einn flugstjóri staðið vaktina allan sólarhringinn í marga daga, eða þar til hann var orðinn veikur og gat ekki mætt til vinnu. Þá varð staðan sú að enginn flugstjóri var tiltækur til björgunarflugs og ekki var hægt að sækja alvarlega slasaðan mann eftir bílslsys á suðurlandi. Í heilan dag og nótt var staðan þessi: Engin flugáhöfn tiltæk til björgunar! Snemma morguns daginn eftir barst neyðarkall frá báti sem stefndi í strand. Annar flugstjóri kom þá snemma úr fríi til að redda málunum – og stendur nú vaktina: Eini tiltæki flugstjórinn og stendur hann nú 24 tíma vaktir í heila viku. En hvað gerist ef... Það verða tvö slys með stuttu millibili? Einhver veikist eða slasast á sjó, lengur en 20 sjómílum frá landi? (Reglur kveða á um að ekki megi fara meira en 20 sjómílur frá landi þegar aðeins ein þyrluvakt er til taks.) Eini flugstjórinn veikist? Gróðureldar kvikna? Og hvað gerist í sumar þegar ferðafólki fjölgar á hálendinu og slysin fara að gerast oftar, leit og björgun verður æ tíðari? Misskilningur fjölmiðla Af fjölmiðlum í gær mátti álykta að málið hefði ekki verið stórvægilegt, neyðarkall hafi komið rétt fyrir vaktaskipti svo þyrluáhöfnin hafi bara þurft að mæta aðeins fyrr. En vaktaskipti gefa til kynna að einhver skipti hafi farið fram. Flugstjórinn sem mætti „snemma á vakt“ var hins vegar ekki að leysa neinn af því það var enginn flugstjóri á vaktinni sem fyrir var. Fjársvelt Landhelgisgæsla Þyrlur Landhelgisgæslunnar gegna ótrúlega mikilvægu hlutverki. Flugmenn þeirra eru sérþjálfaðar í leit og björgun í öllum veðrum. Álagið er gríðarlegt, ábyrgðin mikil og starfsaðstæður oft mjög erfiðar viðfangs. Ofan á þetta bætist svo auka álag sem fylgir mikilli manneklu. Að þessu sögðu er mikilvægt að klára kjarasamninga við flugmenn Landhelgisgæslunnar sem hafa nú verið samningslausir í hálft á þriðja ár. Samningar sem stranda að stórum hluta til á mikilvægu öryggisatriði sem verndar flugmenn í einmitt þessum aðstæðum, starfsaldurslistanum. Því miður virðist sem svo að Landhelgisgæslan sé fjársvelt að svo miklu leyti að hún sé vart starfhæf á stundum. Fyrir utan málefni þyrluáhafna virðist vera sem skipin standi við hafnir því olían er of dýr og eina flugvélin, TF-SIF, er leigð út í lengri tíma til annarra landa til að afla fjár fyrir Gæsluna. Þess má einnig geta að á meðan flugvélin er ekki til taks mega þyrlur ekki fara lengur en 150 sjómílur út, þó bakvakt sé tiltæk í landi, og skapar það talsverða hættu og takmarkar getu Landhelgisgæslunnar til björgunar verulega. Það hlýtur að vera krafa okkar allra að Landhelgisgæslu Íslands verði gert kleift að halda uppi þessari mikilvægu þjónustu með sóma og að rekstur hennar sé tryggður með nægilegu fjármagni! Höfundur er lögfræðingur Félags íslenskra atvinnuflugmanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landhelgisgæslan Kjaramál Fréttir af flugi Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Það er óskandi að lítið verði um slys eða veikindi á sjó og landi fram undir lok mánaðar, og jafnvel í allt sumar, því staða mönnunar hjá þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands stendur ansi tæp. Mannekla hefur hrjáð þyrlusveitina í lengri tíma og eru flugmenn vanir að koma hlaupandi úr fríum og orlofum þegar ekki tekst að manna þyrlur. Bág staða í kjarasamningsmálum skiptir vitaskuld engu þegar líf eru í húfi. Fáir skilja þær aðstæður betur en þyrluflugmenn Landhelgisgæslunnar, sem koma reglulega að erfiðum slysum og sækja veikt fólk í ólgusjó, fljúga í myrkri og verstu veðrum. Eðli starfa þessara flugmanna er þannig afar ólíkt störfum annarra opinberra starfsmanna enda starfa þeir í afar krefjandi aðstæðum og undir miklu álagi. Mikilvægt er að bæði staða þeirra í starfi og flugöryggi sé vel tryggt. En það er líka mikilvægt að Landhelgisgæslan búi við eðlilegar rekstraraðstæður svo að þessi mikilvæga þjónusta sé til staðar. Engin björgunarþyrla tiltæk Í um hálfan mánuð hefur staðan verið sú að aðeins einn flugstjóri er tiltækur á vakt og mun svo áfram verða næstu tvær vikurnar. Það táknar að aðeins ein björgunaráhöfn er til taks þótt þyrlur Landhelgisgæslunnar séu þrjár talsins. Reyndar er þessi staða ekki einsdæmi – því ríflega þriðjung tímans er bara ein vakt tiltæk. Fyrr í vikunni hafði einn flugstjóri staðið vaktina allan sólarhringinn í marga daga, eða þar til hann var orðinn veikur og gat ekki mætt til vinnu. Þá varð staðan sú að enginn flugstjóri var tiltækur til björgunarflugs og ekki var hægt að sækja alvarlega slasaðan mann eftir bílslsys á suðurlandi. Í heilan dag og nótt var staðan þessi: Engin flugáhöfn tiltæk til björgunar! Snemma morguns daginn eftir barst neyðarkall frá báti sem stefndi í strand. Annar flugstjóri kom þá snemma úr fríi til að redda málunum – og stendur nú vaktina: Eini tiltæki flugstjórinn og stendur hann nú 24 tíma vaktir í heila viku. En hvað gerist ef... Það verða tvö slys með stuttu millibili? Einhver veikist eða slasast á sjó, lengur en 20 sjómílum frá landi? (Reglur kveða á um að ekki megi fara meira en 20 sjómílur frá landi þegar aðeins ein þyrluvakt er til taks.) Eini flugstjórinn veikist? Gróðureldar kvikna? Og hvað gerist í sumar þegar ferðafólki fjölgar á hálendinu og slysin fara að gerast oftar, leit og björgun verður æ tíðari? Misskilningur fjölmiðla Af fjölmiðlum í gær mátti álykta að málið hefði ekki verið stórvægilegt, neyðarkall hafi komið rétt fyrir vaktaskipti svo þyrluáhöfnin hafi bara þurft að mæta aðeins fyrr. En vaktaskipti gefa til kynna að einhver skipti hafi farið fram. Flugstjórinn sem mætti „snemma á vakt“ var hins vegar ekki að leysa neinn af því það var enginn flugstjóri á vaktinni sem fyrir var. Fjársvelt Landhelgisgæsla Þyrlur Landhelgisgæslunnar gegna ótrúlega mikilvægu hlutverki. Flugmenn þeirra eru sérþjálfaðar í leit og björgun í öllum veðrum. Álagið er gríðarlegt, ábyrgðin mikil og starfsaðstæður oft mjög erfiðar viðfangs. Ofan á þetta bætist svo auka álag sem fylgir mikilli manneklu. Að þessu sögðu er mikilvægt að klára kjarasamninga við flugmenn Landhelgisgæslunnar sem hafa nú verið samningslausir í hálft á þriðja ár. Samningar sem stranda að stórum hluta til á mikilvægu öryggisatriði sem verndar flugmenn í einmitt þessum aðstæðum, starfsaldurslistanum. Því miður virðist sem svo að Landhelgisgæslan sé fjársvelt að svo miklu leyti að hún sé vart starfhæf á stundum. Fyrir utan málefni þyrluáhafna virðist vera sem skipin standi við hafnir því olían er of dýr og eina flugvélin, TF-SIF, er leigð út í lengri tíma til annarra landa til að afla fjár fyrir Gæsluna. Þess má einnig geta að á meðan flugvélin er ekki til taks mega þyrlur ekki fara lengur en 150 sjómílur út, þó bakvakt sé tiltæk í landi, og skapar það talsverða hættu og takmarkar getu Landhelgisgæslunnar til björgunar verulega. Það hlýtur að vera krafa okkar allra að Landhelgisgæslu Íslands verði gert kleift að halda uppi þessari mikilvægu þjónustu með sóma og að rekstur hennar sé tryggður með nægilegu fjármagni! Höfundur er lögfræðingur Félags íslenskra atvinnuflugmanna
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun