Látum verkin tala í Garðabæ Lárus Guðmundsson skrifar 12. maí 2022 17:01 Kæru Garðbæingar. Nú er komið að lokasprettinum í kosningabaráttunni. Við í Miðflokknum, höfum farið fram með mörg sterk málefni og verið samkvæm sjálfum okkur. Við viljum meiri stuðning við skólastjórnendur og kennara, með öflugri sérfræðiþjónustu, sálfræðinga, þroskaþjálfara, og talmeina fræðinga. Fjölga þarf leikskólakennurum. Einnig þarf tafarlausa leiðréttingu launa leikskólakennara og leiðbeinenda. Styttum nám leikskólakennara úr 5 árum í 3 ár. Mikill órói ríkir á mörgum leikskólum bæjarins og uppsagnir í farvatninu.Yfirstjórn leikskólana dregur lappirnar, og stefnir í óefni og enn meiri flótta úr faginu. Gleymdu úthverfin, Urriðahollt og Álftanes, hafa verið afskipt í samgöngu, skóla og félagsmálum. Unga fólkið kallar eftir úrræðum í húsnæðismálum, sem birtist í því að, á undanförnum árum og áratugum,hefur unga fólkið sótt í úrræði nágrannasveitarfélaga. Við svo búið má ekki standa. Huga þarf að ungu fólki, sem býr við fötlun. það þarf fleiri úrræði eftir að starfsnámi lýkur. Meiri menntunar möguleika og atvinnutækifæri. Frístundarheimili, þurfa að mæta þörfum barnafólks. Opnum í júní og bjóðum fjölbreytt námskeið milli kl. 9. og 16. á daginn. Bæjarstjórnin Ekki er undan því komist, að fara yfir frammistöðu Bæjarstjórnar á kjörtímabilinu. Meirihluti Sjálfstæðismanna. Litlaus frammistaða og fátt um efndir. Samgöngumál í ólestri, Urriðaholt og Álftanes vanrækt. 100 loforð fyrir síðustu kosningar,en aðeins ásættanleg frammistaða gagnvart íþróttafólki og öldruðum. Samt hægt að gera mun betur í þeim málaflokkum. Minnihluti Garðabæjarlistinn í samstarfi við Viðreisn. Slitu samstarfi í lokin á kjörtímabilinu. Frammistaðan í minnihluta var máttlaus og einkenndist af því að koma málum ekki áleiðis. Geri ráð fyrir að þau hafi gefist upp á samstarfinu vegna vanmáttar og óeiningar sem minnihluti. Fara nú fram undir merkjum Garðabæjarlista og Viðreisnar. Halda á lofti ýmsum gömlum loforðum,sem eiga að höfða til kjósenda á nýjan leik. Ég spyr,Hefur eitthvað breyst hjá þessum framboðum? Nánast sömu aðilar í forystuhlutverkum. Fólkið sem afkastaði litlu á líðandi kjörtímabili. Kemur nú fram í nýjum búningum, en innihaldið Það sama. Ég segi því, Garðabæjarlistinn og Viðreisn hafa einfaldlega ekki látið verkin tala. Við í Miðflokknum í Garðabæ, förum fram með skýr mál, hlustum á bæjarbúa og framkvæmum. Við stöndum nefnilega við loforðin! Kær kveðja og gleðilegar kosningar Höfundur er oddviti Miðflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Miðflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Kæru Garðbæingar. Nú er komið að lokasprettinum í kosningabaráttunni. Við í Miðflokknum, höfum farið fram með mörg sterk málefni og verið samkvæm sjálfum okkur. Við viljum meiri stuðning við skólastjórnendur og kennara, með öflugri sérfræðiþjónustu, sálfræðinga, þroskaþjálfara, og talmeina fræðinga. Fjölga þarf leikskólakennurum. Einnig þarf tafarlausa leiðréttingu launa leikskólakennara og leiðbeinenda. Styttum nám leikskólakennara úr 5 árum í 3 ár. Mikill órói ríkir á mörgum leikskólum bæjarins og uppsagnir í farvatninu.Yfirstjórn leikskólana dregur lappirnar, og stefnir í óefni og enn meiri flótta úr faginu. Gleymdu úthverfin, Urriðahollt og Álftanes, hafa verið afskipt í samgöngu, skóla og félagsmálum. Unga fólkið kallar eftir úrræðum í húsnæðismálum, sem birtist í því að, á undanförnum árum og áratugum,hefur unga fólkið sótt í úrræði nágrannasveitarfélaga. Við svo búið má ekki standa. Huga þarf að ungu fólki, sem býr við fötlun. það þarf fleiri úrræði eftir að starfsnámi lýkur. Meiri menntunar möguleika og atvinnutækifæri. Frístundarheimili, þurfa að mæta þörfum barnafólks. Opnum í júní og bjóðum fjölbreytt námskeið milli kl. 9. og 16. á daginn. Bæjarstjórnin Ekki er undan því komist, að fara yfir frammistöðu Bæjarstjórnar á kjörtímabilinu. Meirihluti Sjálfstæðismanna. Litlaus frammistaða og fátt um efndir. Samgöngumál í ólestri, Urriðaholt og Álftanes vanrækt. 100 loforð fyrir síðustu kosningar,en aðeins ásættanleg frammistaða gagnvart íþróttafólki og öldruðum. Samt hægt að gera mun betur í þeim málaflokkum. Minnihluti Garðabæjarlistinn í samstarfi við Viðreisn. Slitu samstarfi í lokin á kjörtímabilinu. Frammistaðan í minnihluta var máttlaus og einkenndist af því að koma málum ekki áleiðis. Geri ráð fyrir að þau hafi gefist upp á samstarfinu vegna vanmáttar og óeiningar sem minnihluti. Fara nú fram undir merkjum Garðabæjarlista og Viðreisnar. Halda á lofti ýmsum gömlum loforðum,sem eiga að höfða til kjósenda á nýjan leik. Ég spyr,Hefur eitthvað breyst hjá þessum framboðum? Nánast sömu aðilar í forystuhlutverkum. Fólkið sem afkastaði litlu á líðandi kjörtímabili. Kemur nú fram í nýjum búningum, en innihaldið Það sama. Ég segi því, Garðabæjarlistinn og Viðreisn hafa einfaldlega ekki látið verkin tala. Við í Miðflokknum í Garðabæ, förum fram með skýr mál, hlustum á bæjarbúa og framkvæmum. Við stöndum nefnilega við loforðin! Kær kveðja og gleðilegar kosningar Höfundur er oddviti Miðflokksins í Garðabæ.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar