Bretar hóta því að ógilda hluta Brexit-samnings vegna Norður-Írlands Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2022 15:55 Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, segir reglurnar um vöruflutninga og viðskipti eftir Brexit ljón í vegi stjórnarmyndunar á Norður-Írlandi. AP/Alastair Grant Utanríkisráðherra Bretlands sagði að bresk stjórnvöld gætu neyðst til þess að fella úr gildi hluta útgöngusamnings við Evrópusambandið er breytingar yrðu ekki gerðar á landamæra- og tollaeftirliti á Norður-Írlandi. Bretar og Evrópusambandið hafa lengi vandræðast með hvað ætti að gera við Norður-Írland, breskt landsvæði sem á landamæri að Írlandi, sem er enn í Evrópusambandinu, eftir útgöngu Breta úr sambandinu. Þau vildu forðast í lengstu lög að setja þyrfti upp hefðbundin landamæri innan Írlands. Tímabundna lausnin var að koma ekki upp landamæraeftirliti á milli Írlands og Norður-Írlands en í staðinn tollaeftirliti með sumum vörum sem fara á milli Norður-Írlands og öðrum hlutum Bretlands handan Írlandshafs. Sambandssinnum á Norður-Írlandi mislíkar þetta fyrirkomulag verulega. Nú er svo komið að flokkur þeirra neitar að mynda samstarfsstjórn með írskum þjóðernissinnum eftir kosningar í síðustu viku nema því verði breytt í grundvallaratriðum. Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, ræddi við Maros Sefcovic, varaforseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í síma í dag. Þar sagði hún að fyrirkomulagið á Norður-Írlandi væri nú helsta hindrunin í vegi stjórnarmyndunar í Belfast, að sögn AP-fréttastofunnar. Breska stjórnin hefðu ekki um annað að velja en að fella úr gildi hluta útgöngusamningsins hvað þetta varðar ef sambandið sýndi ekki sveigjanleika. Talsmenn ráðuneytis Truss segja að Sefcovic hafi ekki gefið neitt eftir í samtali þeirra. Engin heimastjórn hefur verið á Norður-Írlandi frá því í febrúar þegar Paul Givan, leiðtogi DUP, flokks sambandssinna, sagði af sér sem oddviti heimastjórnarinnar til þess að mótmæla tollaeftirlitinu þar. Samkvæmt friðarsamkomulaginu sem kennt er við föstudaginn langa þurfa flokkar sambands- og þjóðernissinna að deila völdum á Norður-Írlandi. DUP hefur ekki ljáð máls á því að mynda samvinnustjórn með Sinn Fein á meðan reglurnar eftir Brexit eru óbreyttar. Bretland Evrópusambandið Norður-Írland Brexit Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Sjá meira
Bretar og Evrópusambandið hafa lengi vandræðast með hvað ætti að gera við Norður-Írland, breskt landsvæði sem á landamæri að Írlandi, sem er enn í Evrópusambandinu, eftir útgöngu Breta úr sambandinu. Þau vildu forðast í lengstu lög að setja þyrfti upp hefðbundin landamæri innan Írlands. Tímabundna lausnin var að koma ekki upp landamæraeftirliti á milli Írlands og Norður-Írlands en í staðinn tollaeftirliti með sumum vörum sem fara á milli Norður-Írlands og öðrum hlutum Bretlands handan Írlandshafs. Sambandssinnum á Norður-Írlandi mislíkar þetta fyrirkomulag verulega. Nú er svo komið að flokkur þeirra neitar að mynda samstarfsstjórn með írskum þjóðernissinnum eftir kosningar í síðustu viku nema því verði breytt í grundvallaratriðum. Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, ræddi við Maros Sefcovic, varaforseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í síma í dag. Þar sagði hún að fyrirkomulagið á Norður-Írlandi væri nú helsta hindrunin í vegi stjórnarmyndunar í Belfast, að sögn AP-fréttastofunnar. Breska stjórnin hefðu ekki um annað að velja en að fella úr gildi hluta útgöngusamningsins hvað þetta varðar ef sambandið sýndi ekki sveigjanleika. Talsmenn ráðuneytis Truss segja að Sefcovic hafi ekki gefið neitt eftir í samtali þeirra. Engin heimastjórn hefur verið á Norður-Írlandi frá því í febrúar þegar Paul Givan, leiðtogi DUP, flokks sambandssinna, sagði af sér sem oddviti heimastjórnarinnar til þess að mótmæla tollaeftirlitinu þar. Samkvæmt friðarsamkomulaginu sem kennt er við föstudaginn langa þurfa flokkar sambands- og þjóðernissinna að deila völdum á Norður-Írlandi. DUP hefur ekki ljáð máls á því að mynda samvinnustjórn með Sinn Fein á meðan reglurnar eftir Brexit eru óbreyttar.
Bretland Evrópusambandið Norður-Írland Brexit Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent