Það sem enginn vill ræða en allir vilja hafa Guðlaug Svala Kristjánsdóttir skrifar 12. maí 2022 10:00 Sveitarfélögum ber að tryggja mannréttindi og sjá til þess að allir hafi jöfn tækifæri. Það þýðir þó ekki að öllum eigi alltaf að bjóðast það sama – því sum okkar þurfa meiri stuðning til að geta nýtt tækifærin til jafns. Við skiljum þetta flest en þó getur verið ótrúlega erfitt að koma þeim skilningi í framkvæmd. Málefni fatlaðra, öryrkja og þeirra sem þurfa félagslegan stuðning eru meðal þess sem jafnan mælist minnst ánægja með í könnunum um þjónustu Hafnarfjarðar. Íbúum finnst aldrei nógu vel gert í þessum málum, enda sýnir sig að aldrei má sofna á verðinum ef ekki á hreinlega að verða afturför í mannréttindum frá ári til árs. Þrýstingur á flokka og framboð – sem og umfjöllun fjölmiðla í aðdraganda kosninga – endurspeglar þó aldrei þennan veruleika. Sjúkraþjálfarinn í mér Ég er menntuð í fagi sem styður fólk frá vöggu til grafar og á öllum stigum getu og heilsu. Mín köllun í faginu var þó alltaf sú að styðja fólk við að komast „úr mínus í núll“ ef svo má segja. Ég vann með fötluðum og langveikum, á bráðadeildum og gjörgæslu og með barnshafandi konum sem glímdu við vanheilsu á meðgöngu. Ég er á svipuðum slóðum í bæjarmálunum og hef öðru fremur beitt mér á þeim sviðum sem styðja fólk til að finna sinn stað í samfélaginu, komast leiðar sinnar og njóta eðlilegra (og lögbundinna!) réttinda. Réttindi til sjálfstæðs lífs, til að ákveða eigin búsetu og stuðning, ættu að vera sjálfsögð og auðsótt en eru þó í sífelldri hættu. Ef ekki er staðinn virkur vörður um þau þá hallar undan fæti. Þetta hljómar kannski svartsýnt hjá mér en er einfaldlega veruleikinn. Það þekkja öll þau sem reiða sig á hvers kyns þjónustu í daglegu lífi. Má þarna nefna stuðning við börn í skólum, liðveislu, ferðaþjónustu, framboð á sjálfstæðri búsetu, starfsframboð, heimaþjónustu og liðveislu. Það liggur við að það sé erfiðara að berjast fyrir þessum málum sem bæjarfulltrúi en sem utanaðkomandi hagsmunaaðili. Ætli eitt sveitarfélag að gera úrbætur kemur oft hjóð úr horni annars staðar frá, þar sem upp kemur ótti við fordæmi sem þarf að fylgja. Því þarf sífellt að hjálpa dropanum að hola steininn. Málefni fatlaðra, öryrkja og umbjóðenda félagsþjónustunnar eru nefnilega alltof oft rædd sem beinn kostnaður, en ekki sem fjárfesting á borð við húsbyggingar. Það er mjög öfugsnúið, því sveitarfélag sem ekki fjárfestir í öllu sínu fólki, hvar á vegi sem það er statt, getur varla talist hafa efni á því að bera höfuðið hátt. Áherslur Bæjarlistans í Hafnarfirði í málefnum fatlaðra, öryrkja og jaðarsettra hópa Bæjarlistinn leggur meðal annars áherslu á nýsköpun í atvinnu- og búsetumálum fatlaðra. Við viljum standa vörð um NPA samninga og að bæjarbúar sitji við sama borð þegar þjónusta til sjálfstæðs lífs er annars vegar. Við bendum á að fjölga þarf úrræðum fyrir ungmenni sem glíma við fíkn og geðræn vandamál og styðja við skólabörn og fjölskyldur með fjölþættri aðkomu fagfólks svo sem þroskaþjálfa, sálfræðinga og iðjuþjálfa. Við höfum sáralítið verið spurð um þessar áherslur eða þessa málaflokka og þykir mér þau hafa fallið í skuggann af annarri umræðu. Þess vegna skrifa ég þessar línur. Það mun nefnilega án efa sýna sig í næstu þjónustukönnun – sem endranær – að bæjarbúar eru síst af öllu ánægðir með það hvernig Hafnarfjörður sinnir þeim íbúum sem þurfa stuðning til að blómstra í lífinu. Við í Bæjarlistanum viljum gera okkar til að bæta úr því. Það skiptir nefnilega ekki bara máli hver er aðal, heldur líka hvaða raddir fá að heyrast í bæjarstjórninni hverju sinni. Því biðjum við bæjarbúa að skoða hvað við höfum staðið fyrir undanfarin 4 ár og hvað við viljum gera í næstu fjögur. Höfundur er fráfarandi oddviti Bæjarlistans Hafnarfirði og skipar nú 4. sæti listans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Sveitarfélögum ber að tryggja mannréttindi og sjá til þess að allir hafi jöfn tækifæri. Það þýðir þó ekki að öllum eigi alltaf að bjóðast það sama – því sum okkar þurfa meiri stuðning til að geta nýtt tækifærin til jafns. Við skiljum þetta flest en þó getur verið ótrúlega erfitt að koma þeim skilningi í framkvæmd. Málefni fatlaðra, öryrkja og þeirra sem þurfa félagslegan stuðning eru meðal þess sem jafnan mælist minnst ánægja með í könnunum um þjónustu Hafnarfjarðar. Íbúum finnst aldrei nógu vel gert í þessum málum, enda sýnir sig að aldrei má sofna á verðinum ef ekki á hreinlega að verða afturför í mannréttindum frá ári til árs. Þrýstingur á flokka og framboð – sem og umfjöllun fjölmiðla í aðdraganda kosninga – endurspeglar þó aldrei þennan veruleika. Sjúkraþjálfarinn í mér Ég er menntuð í fagi sem styður fólk frá vöggu til grafar og á öllum stigum getu og heilsu. Mín köllun í faginu var þó alltaf sú að styðja fólk við að komast „úr mínus í núll“ ef svo má segja. Ég vann með fötluðum og langveikum, á bráðadeildum og gjörgæslu og með barnshafandi konum sem glímdu við vanheilsu á meðgöngu. Ég er á svipuðum slóðum í bæjarmálunum og hef öðru fremur beitt mér á þeim sviðum sem styðja fólk til að finna sinn stað í samfélaginu, komast leiðar sinnar og njóta eðlilegra (og lögbundinna!) réttinda. Réttindi til sjálfstæðs lífs, til að ákveða eigin búsetu og stuðning, ættu að vera sjálfsögð og auðsótt en eru þó í sífelldri hættu. Ef ekki er staðinn virkur vörður um þau þá hallar undan fæti. Þetta hljómar kannski svartsýnt hjá mér en er einfaldlega veruleikinn. Það þekkja öll þau sem reiða sig á hvers kyns þjónustu í daglegu lífi. Má þarna nefna stuðning við börn í skólum, liðveislu, ferðaþjónustu, framboð á sjálfstæðri búsetu, starfsframboð, heimaþjónustu og liðveislu. Það liggur við að það sé erfiðara að berjast fyrir þessum málum sem bæjarfulltrúi en sem utanaðkomandi hagsmunaaðili. Ætli eitt sveitarfélag að gera úrbætur kemur oft hjóð úr horni annars staðar frá, þar sem upp kemur ótti við fordæmi sem þarf að fylgja. Því þarf sífellt að hjálpa dropanum að hola steininn. Málefni fatlaðra, öryrkja og umbjóðenda félagsþjónustunnar eru nefnilega alltof oft rædd sem beinn kostnaður, en ekki sem fjárfesting á borð við húsbyggingar. Það er mjög öfugsnúið, því sveitarfélag sem ekki fjárfestir í öllu sínu fólki, hvar á vegi sem það er statt, getur varla talist hafa efni á því að bera höfuðið hátt. Áherslur Bæjarlistans í Hafnarfirði í málefnum fatlaðra, öryrkja og jaðarsettra hópa Bæjarlistinn leggur meðal annars áherslu á nýsköpun í atvinnu- og búsetumálum fatlaðra. Við viljum standa vörð um NPA samninga og að bæjarbúar sitji við sama borð þegar þjónusta til sjálfstæðs lífs er annars vegar. Við bendum á að fjölga þarf úrræðum fyrir ungmenni sem glíma við fíkn og geðræn vandamál og styðja við skólabörn og fjölskyldur með fjölþættri aðkomu fagfólks svo sem þroskaþjálfa, sálfræðinga og iðjuþjálfa. Við höfum sáralítið verið spurð um þessar áherslur eða þessa málaflokka og þykir mér þau hafa fallið í skuggann af annarri umræðu. Þess vegna skrifa ég þessar línur. Það mun nefnilega án efa sýna sig í næstu þjónustukönnun – sem endranær – að bæjarbúar eru síst af öllu ánægðir með það hvernig Hafnarfjörður sinnir þeim íbúum sem þurfa stuðning til að blómstra í lífinu. Við í Bæjarlistanum viljum gera okkar til að bæta úr því. Það skiptir nefnilega ekki bara máli hver er aðal, heldur líka hvaða raddir fá að heyrast í bæjarstjórninni hverju sinni. Því biðjum við bæjarbúa að skoða hvað við höfum staðið fyrir undanfarin 4 ár og hvað við viljum gera í næstu fjögur. Höfundur er fráfarandi oddviti Bæjarlistans Hafnarfirði og skipar nú 4. sæti listans.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun