Framtíðin ræðst í bernskunni Bjarney Grendal, Linda Hrönn Þórisdóttir og Margrét Vala Marteinsdóttir skrifa 11. maí 2022 20:00 Það er ekki að ástæðulausu að leikskólamál eru alltaf stór kosningamál. Mikil þörf er á að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskólagöngu og veldur þetta tímabil, sem oft er nefnt umönnunarbilið, mörgum foreldrum og öðrum forsjáraðilum miklum kvíða sem eðli málsins samkvæmt vilja að börnin sín fái örugga umönnun. Hvað er börnum fyrir bestu? Sumir foreldrar hafa lengt fæðingarorlofið með því að fá t.d. 50% greiðslur í tvöfalt lengri tíma og hafa þannig minnkað þessa gjá milli fæðingarorlofs og leikskólagöngu og sumir eiga ömmur og afa á hliðarlínunni sem koma til bjargar. Það er þó ljóst að það hafa ekki allir foreldrar jöfn tækifæri til þess að brúa þetta bil stöðu sinnar og aðstæðna vegna og því ljóst að það búa ekki öll börn við sama borð. Framsókn í Hafnarfirði leggur til fjölbreyttar leiðir til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla í samvinnu við fagfólk. ·Endurskoða starfsumhverfið í leikskólum frá grunni, m.a. með tilliti til vinnuaðstæðna, skilgreiningu á leikskóladeginum, hávaðamengunar, fermetrafjölda á skilgreindu leiksvæði og barngilda. Þannig hvetjum við fleira fagfólk til að vinna í leikskólum og löðum að meiri nýliðun í stétt leikskólakennara ·Styðja betur við dagforeldra með húsnæði, fræðslu og öðrum aðbúnaði. Þannig eflum við fagmennsku þessarar mikilvægu stéttar enn frekar. ·Hvetja stjórnvöld til þess að fæðingarorlof verði lengt upp í 18 mánuði. Framsókn hefur verið sá stjórnmálaflokkur sem hefur tvívegis lengt fæðingarorlofið. Allt er þá þrennt er, segir máltækið og höfum við fulla trú á að sú verði raunin hér. ·Hefja vinnu við að gera leikskólann að lögbundinni þjónustu í samvinnu við skólasamfélagið. Hann yrði þá gerður gjaldfrjáls í skrefum, byrjað á 5 ára börnum. Faglegt skólastarf í gegnum leik og sköpun eins og tíðkast nú þegar en verður skilgreint í jafn margar klukkustundir á dag og á yngsta stigi grunnskóla. Með þessum margþættu aðgerðum komum við til móts við mismunandi óskir og stöðu foreldra og barna þeirra því við vitum að það sama hentar ekki öllum. Við búum við mismunandi aðstæður og þær þarf ávallt að meta með hagsmuni barnanna sjálfra að leiðarljósi. Það er samvinnuleiðin sem við í Framsókn stöndum fyrir. Greinahöfundar eru allar mæður barna á leik- og grunnskólaaldri Margrét Vala, skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði Bjarney Grendal, skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði Linda Hrönn, skipar 16. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Leikskólar Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Það er ekki að ástæðulausu að leikskólamál eru alltaf stór kosningamál. Mikil þörf er á að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskólagöngu og veldur þetta tímabil, sem oft er nefnt umönnunarbilið, mörgum foreldrum og öðrum forsjáraðilum miklum kvíða sem eðli málsins samkvæmt vilja að börnin sín fái örugga umönnun. Hvað er börnum fyrir bestu? Sumir foreldrar hafa lengt fæðingarorlofið með því að fá t.d. 50% greiðslur í tvöfalt lengri tíma og hafa þannig minnkað þessa gjá milli fæðingarorlofs og leikskólagöngu og sumir eiga ömmur og afa á hliðarlínunni sem koma til bjargar. Það er þó ljóst að það hafa ekki allir foreldrar jöfn tækifæri til þess að brúa þetta bil stöðu sinnar og aðstæðna vegna og því ljóst að það búa ekki öll börn við sama borð. Framsókn í Hafnarfirði leggur til fjölbreyttar leiðir til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla í samvinnu við fagfólk. ·Endurskoða starfsumhverfið í leikskólum frá grunni, m.a. með tilliti til vinnuaðstæðna, skilgreiningu á leikskóladeginum, hávaðamengunar, fermetrafjölda á skilgreindu leiksvæði og barngilda. Þannig hvetjum við fleira fagfólk til að vinna í leikskólum og löðum að meiri nýliðun í stétt leikskólakennara ·Styðja betur við dagforeldra með húsnæði, fræðslu og öðrum aðbúnaði. Þannig eflum við fagmennsku þessarar mikilvægu stéttar enn frekar. ·Hvetja stjórnvöld til þess að fæðingarorlof verði lengt upp í 18 mánuði. Framsókn hefur verið sá stjórnmálaflokkur sem hefur tvívegis lengt fæðingarorlofið. Allt er þá þrennt er, segir máltækið og höfum við fulla trú á að sú verði raunin hér. ·Hefja vinnu við að gera leikskólann að lögbundinni þjónustu í samvinnu við skólasamfélagið. Hann yrði þá gerður gjaldfrjáls í skrefum, byrjað á 5 ára börnum. Faglegt skólastarf í gegnum leik og sköpun eins og tíðkast nú þegar en verður skilgreint í jafn margar klukkustundir á dag og á yngsta stigi grunnskóla. Með þessum margþættu aðgerðum komum við til móts við mismunandi óskir og stöðu foreldra og barna þeirra því við vitum að það sama hentar ekki öllum. Við búum við mismunandi aðstæður og þær þarf ávallt að meta með hagsmuni barnanna sjálfra að leiðarljósi. Það er samvinnuleiðin sem við í Framsókn stöndum fyrir. Greinahöfundar eru allar mæður barna á leik- og grunnskólaaldri Margrét Vala, skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði Bjarney Grendal, skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði Linda Hrönn, skipar 16. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar