Eflum þjónustu dagmæðra X-U Harpa Björg Sævarsdóttir skrifar 11. maí 2022 07:16 Dagvistunarúrræði hafa verið í brennidepli í Reykjanesbæ undanfarin ár. Áform hafa verið uppi um ungbarnaleiksskóla í lengri tíma en lítið að frétta í þeim málum. Bærinn hefur átt í fullu fangi við að taka á móti ört stækkandi hópi barna. Reykjanesbær er í örum vexti og þess má vænta að því fylgi vaxtarverkir. Þegar ástandið er orðið þannig að nýbakaðir foreldrar eru orðnir tekjulitlir eftir fæðingarorlof þar sem það eru engin önnur vistunarúrræði fyrir gullmolana en að pabbi eða mamma séu heima þá þarf að skoða ofan í kjölin hvernig við hugsum okkur framtíðina í leikskólamálum. Svo áratugum skiptir hafa dagforeldrar tekið á móti litlum krílum og veitt þeim dagheimili á meðan foreldrar sækja vinnu eða skóla. Þetta úrræði er nauðsynlegur hlekkur fyrir börn og foreldra og einnig fyrir atvinnurekendur sem gera ráð fyrir að starfskraftur snúi til fyrri starfa að fæðingarorlofi loknu. Fyrir nokkrum árum fækkaði mjög í hópi dagforeldra og var það þungt högg fyrir nýbakaða foreldra að geta ekki treyst á að koma barni sínu að. Umbót með skýra framtíðasýn fyrir vistun yngstu barnanna Ef við ætlum að byggja upp fjölskylduvænt bæjarfélag þá er nauðsynlegt að við bjóðum upp á vistunarúrræði fyrir börn sem hægt er að treysta á. Það er mikilvægt að styrkja þá þjónustu sem þegar er í boði hjá dagforeldrum og sjá til þess að foreldrar hafi aðgang að þjónustu þeirra. Það þarf að stuðla að uppbyggingu og endurnýjun í starfsstéttinni. Ég hef fylgst með starfssemi dagforeldris í tugi ára, móðir mín hefur unnið sem dagmóðir síðastliðna þrjá áratugi. Á þessum tíma hafa forsvarsmenn starfsstéttarinnar margoft tekist á við bæjaryfirvöld vegna þeirra framlags til vistunar á móti foreldrum. Í hvert sinn hefur verið kannað hvernig sambærileg bæjarfélög hafa hagað þeim málum og alltaf hefur Reykjanesbær verið lægri. Vistunarúrræði sem þessi eru bæjarfélaginu mun ódýrari en leiksskólaplássið á hvert barn. Þrátt fyrir það er kostnaður foreldra mun hærri. Þarna er hægt að gera betur fyrir ekki svo margar krónur. Það þarf að minnka munin á verði leikskólavistunar og vistunar hjá dagforeldri. Umbót ætlar að hækka niðurgreiðslur til dagforeldra svo auka megi þjónustuna Það þarf að auka stuðning við rekstur dagforeldra. Fæstir dagforeldrar ná að greiða sér lágmarkslaun af þeim tekjum sem koma inn. Gjaldið felur í sér aðstöðu, húsbúnað og fæði svo eitthvað sé nefnt, að undanskyldum leikföngum. Það ætti því að vera lágmarkskrafa okkar að dagforeldri geti greitt sér laun sem sæma starfsstéttinni. Til þess að það geti gerst þarf gjaldið að hækka en á móti má það ekki koma niður á foreldrum. Við í Umbót viljum að farið verði í kjölinn á þessu mikilvæga vistunarúrræði og bærinn okkar sýni fordæmi með því að auka verulega fjárframlög til dagvistunarurræðis dagmæðra. Auka þarf stuðning við starfsstéttina með fjölbreyttum hætti. Eins og staðan er í dag er starfsemi þeirra mikilvægasti hlekkurinn í því að foreldrar ungbarna geti snúið til fyrri starfa eða náms að fæðingarorlofi loknu. Kæri kjósandi. Vertu í liði með okkur að efla þjónustu dagmæðra. Þinn stuðningur skiptir máli. X-U. Höfundur skipar 14. sæti á lista Umbótar í Reykjanesbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Sjá meira
Dagvistunarúrræði hafa verið í brennidepli í Reykjanesbæ undanfarin ár. Áform hafa verið uppi um ungbarnaleiksskóla í lengri tíma en lítið að frétta í þeim málum. Bærinn hefur átt í fullu fangi við að taka á móti ört stækkandi hópi barna. Reykjanesbær er í örum vexti og þess má vænta að því fylgi vaxtarverkir. Þegar ástandið er orðið þannig að nýbakaðir foreldrar eru orðnir tekjulitlir eftir fæðingarorlof þar sem það eru engin önnur vistunarúrræði fyrir gullmolana en að pabbi eða mamma séu heima þá þarf að skoða ofan í kjölin hvernig við hugsum okkur framtíðina í leikskólamálum. Svo áratugum skiptir hafa dagforeldrar tekið á móti litlum krílum og veitt þeim dagheimili á meðan foreldrar sækja vinnu eða skóla. Þetta úrræði er nauðsynlegur hlekkur fyrir börn og foreldra og einnig fyrir atvinnurekendur sem gera ráð fyrir að starfskraftur snúi til fyrri starfa að fæðingarorlofi loknu. Fyrir nokkrum árum fækkaði mjög í hópi dagforeldra og var það þungt högg fyrir nýbakaða foreldra að geta ekki treyst á að koma barni sínu að. Umbót með skýra framtíðasýn fyrir vistun yngstu barnanna Ef við ætlum að byggja upp fjölskylduvænt bæjarfélag þá er nauðsynlegt að við bjóðum upp á vistunarúrræði fyrir börn sem hægt er að treysta á. Það er mikilvægt að styrkja þá þjónustu sem þegar er í boði hjá dagforeldrum og sjá til þess að foreldrar hafi aðgang að þjónustu þeirra. Það þarf að stuðla að uppbyggingu og endurnýjun í starfsstéttinni. Ég hef fylgst með starfssemi dagforeldris í tugi ára, móðir mín hefur unnið sem dagmóðir síðastliðna þrjá áratugi. Á þessum tíma hafa forsvarsmenn starfsstéttarinnar margoft tekist á við bæjaryfirvöld vegna þeirra framlags til vistunar á móti foreldrum. Í hvert sinn hefur verið kannað hvernig sambærileg bæjarfélög hafa hagað þeim málum og alltaf hefur Reykjanesbær verið lægri. Vistunarúrræði sem þessi eru bæjarfélaginu mun ódýrari en leiksskólaplássið á hvert barn. Þrátt fyrir það er kostnaður foreldra mun hærri. Þarna er hægt að gera betur fyrir ekki svo margar krónur. Það þarf að minnka munin á verði leikskólavistunar og vistunar hjá dagforeldri. Umbót ætlar að hækka niðurgreiðslur til dagforeldra svo auka megi þjónustuna Það þarf að auka stuðning við rekstur dagforeldra. Fæstir dagforeldrar ná að greiða sér lágmarkslaun af þeim tekjum sem koma inn. Gjaldið felur í sér aðstöðu, húsbúnað og fæði svo eitthvað sé nefnt, að undanskyldum leikföngum. Það ætti því að vera lágmarkskrafa okkar að dagforeldri geti greitt sér laun sem sæma starfsstéttinni. Til þess að það geti gerst þarf gjaldið að hækka en á móti má það ekki koma niður á foreldrum. Við í Umbót viljum að farið verði í kjölinn á þessu mikilvæga vistunarúrræði og bærinn okkar sýni fordæmi með því að auka verulega fjárframlög til dagvistunarurræðis dagmæðra. Auka þarf stuðning við starfsstéttina með fjölbreyttum hætti. Eins og staðan er í dag er starfsemi þeirra mikilvægasti hlekkurinn í því að foreldrar ungbarna geti snúið til fyrri starfa eða náms að fæðingarorlofi loknu. Kæri kjósandi. Vertu í liði með okkur að efla þjónustu dagmæðra. Þinn stuðningur skiptir máli. X-U. Höfundur skipar 14. sæti á lista Umbótar í Reykjanesbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun