Stöndum vörð um mannréttindi fatlaðs fólks í Árborg Sædís Ósk Harðardóttir skrifar 10. maí 2022 12:31 Sveitarfélagið Árborg er ört vaxandi sveitarfélag og hefur fjölgunin gert það að verkum að þjónustuþörf hefur aukist til muna. Við búum í margbreytilegu samfélagi sem kallar á fjölþætta þjónustu við íbúana. Hjá Sveitarfélaginu Árborg starfar flott fólk sem er allt að vilja gert til að vinna fyrir notendur þjónustunnar eftir bestu getu. En þegar fjölgunin verður svona hröð eins og raun ber vitni þá gefur það auga leið að ekki er hægt að þjónusta alla eins og best verður á kosið. Eitthvað lætur undan og þá er ekki við starfsfólk sveitarfélagsins að sakast, heldur er ábyrgðin hjá bæjaryfirvöldum, þar sem ekki hefur verið hugsað fyrir því að setja fjármagn í þennan mikilvæga málaflokk. Við í Vinstri grænum viljum leggja okkar að mörkum til að uppfylla lagalegar skyldur sveitarfélagsins þannig að allir íbúar geti búið við mannsæmandi skilyrði og fengið þá þjónustu sem þeir eiga rétt á og þurfa á að halda og við teljum að þjónustan eigi að vera á þeirra forsendum. Í samfélagi margbreytileikans eru þarfirnar mismunandi og því þarf að bjóða upp á fjölbreytt úrræði í búsetu, þjónustu og atvinnuúrræði fyrir fatlað fólk. Einnig er mikilvægt að sveitarfélagið aðstoði fjölskyldur fatlaðra barna með stuðningsúrræðum sem nýtast hverri fjölskyldu sem best. Biðlistar eftir félagslegu húsnæði og búsetuúrræðum í Árborg eru of langir. Það er ekki boðlegt að einstaklingur þurfi að bíða í mörg ár eftir viðunandi búsetuúrræði. Í húsnæðisáætlun Árborgar 2020-2024kemur fram að biðlisti eftir sértækum búsetuúrræðum hefur lengst. Þar kemur einnig fram að á þjónustusvæði málefna fatlaðs fólks á Suðurlandi eru alls 11 manns á biðlista. Þar af eru nú 8 íbúar sveitarfélagsins Árborgar á biðlista eftir búsetu með sólarhringsþjónustu. Þá liggur fyrir að einhver fjöldi ungmenna muni innan fárra ára þurfa sérstök búsetuúrræði með sólarhringsaðstoð. Einnig kemur þar fram að á biðlista eftir félagslegu húsnæði eru 135 einstaklingar. Hluti umsækjenda eru öryrkjar sem kynnu að geta nýtt sér leiguíbúðir á vegum Brynju hússjóðs ef byggt væri. Sveitarfélögin tóku yfir málefnifatlaðra í janúar 2011. Bæjaryfirvöld í Árborg hafa því haft 11 ár til þess að byggja upp húsnæði og búsetuúrræði og koma þannig til móts við þarfir og lögbundin réttindi þessa hóps, því samkvæmt lögum um réttindi fatlaðs fólks: Lög nr. 38 9. maí 2018, 9.gr segir: “Fatlað fólk á rétt á húsnæði í samræmi við þarfir þess og óskir og félagslegri þjónustu sem gerir því kleift að búa á eigin heimili og stuðlar að fullri aðlögun þess og þátttöku í samfélaginu”. Það er því ljóst að bæði fyrrverandi og núverandi meirihluti hafa ekki sinnt skyldum sínum gagnvart þessum íbúahópi Árborgar. Sjálfstæðisflokkurinn var með hreinan meirihluta í tvö kjörtímabil, árin 2010-2018 og síðan núverandi meirihluti Framsóknarflokks, Samfylkingar, Miðflokks og Áfram Árborgar. Því miður hefur lítið sem ekkert gerst í þessum málum á meðan þessir flokkar hafa verið við stjórnvöllinn. Þessu þarf að breyta. Vinstri græn hafa ávallt lagt áherslu á félagslegt réttlæti og því munum við beita okkur fyrir því að fjölga búsetuúrræðum fyrir þennan hóp fólks. Lausnir eins og skammtímavistun fyrir börn og ungmenni þurfa einnig að vera fleiri og því þarf að fjölga plássum í slíku úrræði s.s með því að byggja nýjan kjarna sem myndu létta á þeim biðlistum. Persónuleg þjónusta við fatlað fólk þarf að vera á þeirra forsendum og fullnægja þörfum hvers og eins. Einstaklingar sem búa í sjálfstæðri búsetu hafa kost á aðstoð en með þeirri fjölgun sem orðið hefur þarf að bæta þar í þjónustuna. Mikilvægt er í þessu eins og öðru að notendur séu með í ráðum og hafi um það að segja hvenær og hvernig þjónustan er. Það eru mannréttindi að geta farið í bað, skroppið í göngutúr, farið í búðina eða í sund þegar manni langar, en ekki þurfa fara í bað þegar það hentar sveitarfélaginu. Samkvæmt samningi sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er kveðið á um virðingu fyrir eðlislægri mannlegri reisn, sjálfræði einstaklinga, þar með talið frelsi til að taka eigin ákvarðanir, og sjálfstæði einstaklinga, full og virk þátttaka í samfélaginu án aðgreiningar og jöfn tækifæri. Það er því er mikilvægt að þjónustunni sé þannig háttað að þessi sjálfsögðu mannréttindi séu virt. Fatlaðir einstaklingar hafa margir hverjir hæfni, getu og vilja til að stunda atvinnu hvort sem er með stuðningi eða ekki. Samkvæmt lögum um réttindi fatlaðs fólks og samningi sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra er kveðið á um rétt fatlaðra einstaklinga meðal annars til atvinnu á grundvelli viðeigandi aðlögunar, svo að þeir geti séð sér farborða og tekið virkan þátt í samfélaginu til jafns við aðra. Því er mikilvægt að sveitarfélagið sé í fararbroddi við að skapa fötluðum einstaklingum atvinnu við hæfi og með stuðningi þegar það þarf. Hér eru mörg tækifæri til úrbóta og mikilvægt að framfylgja þessum lögum. Vinstri græn leggja áherslu á jöfnuð og félagslegt réttlæti og teljum við að allir eigi að sitja við sama borð við að lifa sjálfstæðu lífi og án aðgreiningar í samfélaginu. Við eigum að marka okkur metnaðarfulla stefnu í þessum málaflokki og vera leiðandi er kemur að því að standa vörð um réttindi fatlaðra einstaklinga. Kjósum félagslegt réttlæti, kjósum Vinstri græn í sveitarstjórnarkosningunum 14.maí nk. Höfundur skipar 4. sæti á lista Vinstri grænna í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Árborg Vinstri græn Mest lesið Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Sjá meira
Sveitarfélagið Árborg er ört vaxandi sveitarfélag og hefur fjölgunin gert það að verkum að þjónustuþörf hefur aukist til muna. Við búum í margbreytilegu samfélagi sem kallar á fjölþætta þjónustu við íbúana. Hjá Sveitarfélaginu Árborg starfar flott fólk sem er allt að vilja gert til að vinna fyrir notendur þjónustunnar eftir bestu getu. En þegar fjölgunin verður svona hröð eins og raun ber vitni þá gefur það auga leið að ekki er hægt að þjónusta alla eins og best verður á kosið. Eitthvað lætur undan og þá er ekki við starfsfólk sveitarfélagsins að sakast, heldur er ábyrgðin hjá bæjaryfirvöldum, þar sem ekki hefur verið hugsað fyrir því að setja fjármagn í þennan mikilvæga málaflokk. Við í Vinstri grænum viljum leggja okkar að mörkum til að uppfylla lagalegar skyldur sveitarfélagsins þannig að allir íbúar geti búið við mannsæmandi skilyrði og fengið þá þjónustu sem þeir eiga rétt á og þurfa á að halda og við teljum að þjónustan eigi að vera á þeirra forsendum. Í samfélagi margbreytileikans eru þarfirnar mismunandi og því þarf að bjóða upp á fjölbreytt úrræði í búsetu, þjónustu og atvinnuúrræði fyrir fatlað fólk. Einnig er mikilvægt að sveitarfélagið aðstoði fjölskyldur fatlaðra barna með stuðningsúrræðum sem nýtast hverri fjölskyldu sem best. Biðlistar eftir félagslegu húsnæði og búsetuúrræðum í Árborg eru of langir. Það er ekki boðlegt að einstaklingur þurfi að bíða í mörg ár eftir viðunandi búsetuúrræði. Í húsnæðisáætlun Árborgar 2020-2024kemur fram að biðlisti eftir sértækum búsetuúrræðum hefur lengst. Þar kemur einnig fram að á þjónustusvæði málefna fatlaðs fólks á Suðurlandi eru alls 11 manns á biðlista. Þar af eru nú 8 íbúar sveitarfélagsins Árborgar á biðlista eftir búsetu með sólarhringsþjónustu. Þá liggur fyrir að einhver fjöldi ungmenna muni innan fárra ára þurfa sérstök búsetuúrræði með sólarhringsaðstoð. Einnig kemur þar fram að á biðlista eftir félagslegu húsnæði eru 135 einstaklingar. Hluti umsækjenda eru öryrkjar sem kynnu að geta nýtt sér leiguíbúðir á vegum Brynju hússjóðs ef byggt væri. Sveitarfélögin tóku yfir málefnifatlaðra í janúar 2011. Bæjaryfirvöld í Árborg hafa því haft 11 ár til þess að byggja upp húsnæði og búsetuúrræði og koma þannig til móts við þarfir og lögbundin réttindi þessa hóps, því samkvæmt lögum um réttindi fatlaðs fólks: Lög nr. 38 9. maí 2018, 9.gr segir: “Fatlað fólk á rétt á húsnæði í samræmi við þarfir þess og óskir og félagslegri þjónustu sem gerir því kleift að búa á eigin heimili og stuðlar að fullri aðlögun þess og þátttöku í samfélaginu”. Það er því ljóst að bæði fyrrverandi og núverandi meirihluti hafa ekki sinnt skyldum sínum gagnvart þessum íbúahópi Árborgar. Sjálfstæðisflokkurinn var með hreinan meirihluta í tvö kjörtímabil, árin 2010-2018 og síðan núverandi meirihluti Framsóknarflokks, Samfylkingar, Miðflokks og Áfram Árborgar. Því miður hefur lítið sem ekkert gerst í þessum málum á meðan þessir flokkar hafa verið við stjórnvöllinn. Þessu þarf að breyta. Vinstri græn hafa ávallt lagt áherslu á félagslegt réttlæti og því munum við beita okkur fyrir því að fjölga búsetuúrræðum fyrir þennan hóp fólks. Lausnir eins og skammtímavistun fyrir börn og ungmenni þurfa einnig að vera fleiri og því þarf að fjölga plássum í slíku úrræði s.s með því að byggja nýjan kjarna sem myndu létta á þeim biðlistum. Persónuleg þjónusta við fatlað fólk þarf að vera á þeirra forsendum og fullnægja þörfum hvers og eins. Einstaklingar sem búa í sjálfstæðri búsetu hafa kost á aðstoð en með þeirri fjölgun sem orðið hefur þarf að bæta þar í þjónustuna. Mikilvægt er í þessu eins og öðru að notendur séu með í ráðum og hafi um það að segja hvenær og hvernig þjónustan er. Það eru mannréttindi að geta farið í bað, skroppið í göngutúr, farið í búðina eða í sund þegar manni langar, en ekki þurfa fara í bað þegar það hentar sveitarfélaginu. Samkvæmt samningi sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er kveðið á um virðingu fyrir eðlislægri mannlegri reisn, sjálfræði einstaklinga, þar með talið frelsi til að taka eigin ákvarðanir, og sjálfstæði einstaklinga, full og virk þátttaka í samfélaginu án aðgreiningar og jöfn tækifæri. Það er því er mikilvægt að þjónustunni sé þannig háttað að þessi sjálfsögðu mannréttindi séu virt. Fatlaðir einstaklingar hafa margir hverjir hæfni, getu og vilja til að stunda atvinnu hvort sem er með stuðningi eða ekki. Samkvæmt lögum um réttindi fatlaðs fólks og samningi sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra er kveðið á um rétt fatlaðra einstaklinga meðal annars til atvinnu á grundvelli viðeigandi aðlögunar, svo að þeir geti séð sér farborða og tekið virkan þátt í samfélaginu til jafns við aðra. Því er mikilvægt að sveitarfélagið sé í fararbroddi við að skapa fötluðum einstaklingum atvinnu við hæfi og með stuðningi þegar það þarf. Hér eru mörg tækifæri til úrbóta og mikilvægt að framfylgja þessum lögum. Vinstri græn leggja áherslu á jöfnuð og félagslegt réttlæti og teljum við að allir eigi að sitja við sama borð við að lifa sjálfstæðu lífi og án aðgreiningar í samfélaginu. Við eigum að marka okkur metnaðarfulla stefnu í þessum málaflokki og vera leiðandi er kemur að því að standa vörð um réttindi fatlaðra einstaklinga. Kjósum félagslegt réttlæti, kjósum Vinstri græn í sveitarstjórnarkosningunum 14.maí nk. Höfundur skipar 4. sæti á lista Vinstri grænna í Árborg.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar