Dómari segir Greene ekki hafa tekið þátt í uppreisn Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2022 20:16 Marjorie Taylor Greene. umdeild hægri sinnuð bandarísk þingkona. AP/John Bazemore Marjorie Taylor Greene, bandarísk þingkona, má bjóða sig fram til endurkjörs, samkvæmt dómara í Georgíu í Bandaríkjunum. Hópur kjósenda í kjördæmi hennar höfðu reynt að koma í veg fyrir framboð hennar með því að höfða mál gegn henni. Málið var höfðað á þeim grundvelli að hún væri ekki kjörgeng vegna aðkomu hennar að árásinni á þinghús Bandaríkjanna í fyrra, þegar stuðningsmenn Donalds Trump ruddu sér leið inn í þinghúsið með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Hópurinn vísaði sérstaklega til ummæla Greene í aðdraganda árásarinnar að 6. janúar í fyrra myndi líkjast árinu 1776, þegar Bandaríkin gerðu uppreisn gegn Bretum. Sjá einnig: Tæplega átta tíma gat á gögnum Hvíta hússins frá 6. janúar Áðurnefndir kjósendur vildu meina að með aðkomu sinni að árásinni hafi Greene tekið þátt í uppreisn gegn stjórnvöldum Bandaríkjanna. Fjórtándi viðauki stjórnarskrár Bandaríkjanna segir að hver sá sem geri uppreisn gegn Bandaríkjunum megi sitja á þingi. Dómarinn ræddi við Greene og lögmenn hennar og lögmenn kjósendahópsins og komst að endingu að þeirri niðurstöðu að hún væri kjörgeng. Lokaákvörðunin er þó á höndum Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu. Í samtali við AP fréttaveituna segir talsmaður ríkisstjórans að hann hafi fengið niðurstöður dómarans og muni taka ákvörðun í málinu innan skamms. Fréttaveitan segir ólíklegt að Raffensperger meini Greene að bjóða sig fram. Hann stendur sjálfur í kosningabaráttu við frambjóðanda sem hefur fengið stuðning Trumps og líklega myndu hægri sinnaðir kjósendur taka ákvörðun gegn Greene mjög illa. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Málið var höfðað á þeim grundvelli að hún væri ekki kjörgeng vegna aðkomu hennar að árásinni á þinghús Bandaríkjanna í fyrra, þegar stuðningsmenn Donalds Trump ruddu sér leið inn í þinghúsið með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Hópurinn vísaði sérstaklega til ummæla Greene í aðdraganda árásarinnar að 6. janúar í fyrra myndi líkjast árinu 1776, þegar Bandaríkin gerðu uppreisn gegn Bretum. Sjá einnig: Tæplega átta tíma gat á gögnum Hvíta hússins frá 6. janúar Áðurnefndir kjósendur vildu meina að með aðkomu sinni að árásinni hafi Greene tekið þátt í uppreisn gegn stjórnvöldum Bandaríkjanna. Fjórtándi viðauki stjórnarskrár Bandaríkjanna segir að hver sá sem geri uppreisn gegn Bandaríkjunum megi sitja á þingi. Dómarinn ræddi við Greene og lögmenn hennar og lögmenn kjósendahópsins og komst að endingu að þeirri niðurstöðu að hún væri kjörgeng. Lokaákvörðunin er þó á höndum Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu. Í samtali við AP fréttaveituna segir talsmaður ríkisstjórans að hann hafi fengið niðurstöður dómarans og muni taka ákvörðun í málinu innan skamms. Fréttaveitan segir ólíklegt að Raffensperger meini Greene að bjóða sig fram. Hann stendur sjálfur í kosningabaráttu við frambjóðanda sem hefur fengið stuðning Trumps og líklega myndu hægri sinnaðir kjósendur taka ákvörðun gegn Greene mjög illa.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira