Borgarfulltrúi einmanaleikans Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar 6. maí 2022 12:16 Við verðum öll einmanna stundum og flestir hafa fengið smjörþefin af því núna undanfarið í heimsfaraldrinum hversu erfitt það getur verið að upplifa félagslega einangrun og einmanaleika. Mjög margir foreldrar hafa verið að takast á við aukin kvíða og þunglyndi unglinga sem fóru illa á því tímabili án þess að hafa félagslífið sem mikil þörf er á á þeim mótunar árum. Þeir sem eiga foreldra eða ættingja sem eru á hjúkrunar- eða dvalaheimili og voru þar innilokaðir eða eiga ættingja sem eru eldri og viðkvæmari gátu vart sofið fyrir áhyggjum af þeim. Eftir að hafa verið innilokaðir, vegna heimsfaraldurs ,eru margir sem áður voru félagslega sterkir enn að fóta sig í að byggja upp félagsleg tengsl á ný. Heilsufarsleg áhrif einmanaleika eru mikil. Í gegnum tíðina hafa fræðimenn og aðrir reynt að sýna fram á alvarleika einmanaleika og félagslegrar einangrunar. Við erum hjarðdýr sem þurfum á hvert öðru að halda og andlegir kvillar ná fljótt fótfestu ef við upplifum okkur ein, þá er fokið í flest skjól. Árið 2018 stofnuðu Bretar nýja ráðherrastöðu, ráðherra einmanaleikans og Japanir hafa fylgt í fótspor þeirra. Hlutverk ráðherra á þessu sviði er að draga úr einmanaleika og félagslegri einangrun landsbúa með því að greina áhættuþætti og innleiða úrræði. Þeir eru einnig ábyrgir fyrir að skipuleggja og stuðla að afþreyingu sem dregur einmanaleika og verndar vina- og fjölskyldusambönd. Framsókn vill greina áhættuþætti einmanaleika í hverfum borgarinnar og allri starfsemi Reykjavíkurborgar. Við þurfum að innleiða úrræði og takast á við þennan heimsfaraldur nútímans saman þannig að þeir hópar sem eru viðkvæmastir fái stuðning og upplifi sig vera hluti af samfélagi borgarinnar. Við reynum saman að draga úr úr kvíða og þunglyndi og bregðast við nú á öld einmanaleika. Geðheilbrigði þarf að fá bæði athygli og stuðning sem sjálfsagður hluti af lýðheilbrigði almennt þess vegna þarf hugsanlega fulltrúa einmanaleikans í Reykjavíkurborg. Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Árelía Eydís Guðmundsdóttir Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Sjá meira
Við verðum öll einmanna stundum og flestir hafa fengið smjörþefin af því núna undanfarið í heimsfaraldrinum hversu erfitt það getur verið að upplifa félagslega einangrun og einmanaleika. Mjög margir foreldrar hafa verið að takast á við aukin kvíða og þunglyndi unglinga sem fóru illa á því tímabili án þess að hafa félagslífið sem mikil þörf er á á þeim mótunar árum. Þeir sem eiga foreldra eða ættingja sem eru á hjúkrunar- eða dvalaheimili og voru þar innilokaðir eða eiga ættingja sem eru eldri og viðkvæmari gátu vart sofið fyrir áhyggjum af þeim. Eftir að hafa verið innilokaðir, vegna heimsfaraldurs ,eru margir sem áður voru félagslega sterkir enn að fóta sig í að byggja upp félagsleg tengsl á ný. Heilsufarsleg áhrif einmanaleika eru mikil. Í gegnum tíðina hafa fræðimenn og aðrir reynt að sýna fram á alvarleika einmanaleika og félagslegrar einangrunar. Við erum hjarðdýr sem þurfum á hvert öðru að halda og andlegir kvillar ná fljótt fótfestu ef við upplifum okkur ein, þá er fokið í flest skjól. Árið 2018 stofnuðu Bretar nýja ráðherrastöðu, ráðherra einmanaleikans og Japanir hafa fylgt í fótspor þeirra. Hlutverk ráðherra á þessu sviði er að draga úr einmanaleika og félagslegri einangrun landsbúa með því að greina áhættuþætti og innleiða úrræði. Þeir eru einnig ábyrgir fyrir að skipuleggja og stuðla að afþreyingu sem dregur einmanaleika og verndar vina- og fjölskyldusambönd. Framsókn vill greina áhættuþætti einmanaleika í hverfum borgarinnar og allri starfsemi Reykjavíkurborgar. Við þurfum að innleiða úrræði og takast á við þennan heimsfaraldur nútímans saman þannig að þeir hópar sem eru viðkvæmastir fái stuðning og upplifi sig vera hluti af samfélagi borgarinnar. Við reynum saman að draga úr úr kvíða og þunglyndi og bregðast við nú á öld einmanaleika. Geðheilbrigði þarf að fá bæði athygli og stuðning sem sjálfsagður hluti af lýðheilbrigði almennt þess vegna þarf hugsanlega fulltrúa einmanaleikans í Reykjavíkurborg. Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar