Vaktin: Gagnárásir Úkraínumanna við Kharkiv verða sífellt umfangsmeiri Hólmfríður Gísladóttir, Tryggvi Páll Tryggvason, Eiður Þór Árnason og Samúel Karl Ólason skrifa 6. maí 2022 06:31 Frá víglínunum í Austur-Úkraínu. Getty/Narciso Contreras Evrópusambandið hyggst bæta Alina Kabaevu, fyrrverandi fimleikastjörnu, á lista yfir þá einstaklinga sem sæta refsiaðgerðum en hún er sögð vera kærasta Vladimir Pútíns Rússlandsforseta. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Háttsettur rússneskur þingmaður sagði í dag að Rússar myndu vera að eilífu í Suður-Úkraínu. Þetta sagði Andrei Turchak er hann heimsótti borgina Kherson í Úkraínu en hún er í haldi Rússa. Auk Kabaevu verður patríarkanum Kirill, leiðtoga rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, einnig bætt á listann en hann hefur verið einarður í stuðningi sínum við Pútín og innrásina. Úkraínumenn segja Rússa hafa í hyggju að setja á svið hátíðarhöld í Maríupól 9. maí næstkomandi, þegar Rússar fagna sigrinum yfir nasistum í seinni heimstyrjöldinni. Í kjölfarið verði ráðist í áróðursherferð þar sem rússneskur almenningur muni fá að heyra skáldaðar sögur af því hvernig íbúar borgarinnar fögnuðu innrásarhernum. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta einn af mestu leiðtogum samtímans. Ummælin lét hann falla á fjáröflunarviðburði í Lundúnum, þar sem hann sagði að Pútín myndi aldrei takast að brjóta baráttuanda Úkraínumanna á bak aftur. Josep Borrell, æðsti sendifullrúi Evrópusambandsins í utanríkis- og varnarmálum, segir aðildarríki sambandsins nálgast samkomulag um næstu refsiaðgerðir, þar á meðal olíubann. Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa aðstoðað úkraínsk yfirvöld við að flytja um 500 manns á brott frá Azovstal-verksmiðjunni í Maríupól en umfangsmiklar aðgerðir standa nú yfir til að freista þess að hjálpa þeim að flýja sem enn sitja fastir þar. Vladimir Pútín hefur hvatt bardagamenn í Azovstal til að leggja niður vopn. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Háttsettur rússneskur þingmaður sagði í dag að Rússar myndu vera að eilífu í Suður-Úkraínu. Þetta sagði Andrei Turchak er hann heimsótti borgina Kherson í Úkraínu en hún er í haldi Rússa. Auk Kabaevu verður patríarkanum Kirill, leiðtoga rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, einnig bætt á listann en hann hefur verið einarður í stuðningi sínum við Pútín og innrásina. Úkraínumenn segja Rússa hafa í hyggju að setja á svið hátíðarhöld í Maríupól 9. maí næstkomandi, þegar Rússar fagna sigrinum yfir nasistum í seinni heimstyrjöldinni. Í kjölfarið verði ráðist í áróðursherferð þar sem rússneskur almenningur muni fá að heyra skáldaðar sögur af því hvernig íbúar borgarinnar fögnuðu innrásarhernum. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta einn af mestu leiðtogum samtímans. Ummælin lét hann falla á fjáröflunarviðburði í Lundúnum, þar sem hann sagði að Pútín myndi aldrei takast að brjóta baráttuanda Úkraínumanna á bak aftur. Josep Borrell, æðsti sendifullrúi Evrópusambandsins í utanríkis- og varnarmálum, segir aðildarríki sambandsins nálgast samkomulag um næstu refsiaðgerðir, þar á meðal olíubann. Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa aðstoðað úkraínsk yfirvöld við að flytja um 500 manns á brott frá Azovstal-verksmiðjunni í Maríupól en umfangsmiklar aðgerðir standa nú yfir til að freista þess að hjálpa þeim að flýja sem enn sitja fastir þar. Vladimir Pútín hefur hvatt bardagamenn í Azovstal til að leggja niður vopn. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira